Kaupum föt sem fátækt fólk saumar

bangladesh.jpg
Auglýsing

Það virð­ist vera ansi víð­tekin skoðun að í fata­fram­leiðslu stór­fyr­ir­tækja í þró­un­ar­löndum felist stór­felld mann­rétt­inda­brot og að okkur beri sið­ferð­is­leg skylda til að sjá til þess að slíkt við­gang­ist ekki. Þetta er vissu­lega rétt, eng­inn með rænu og vott af sið­ferð­is­kennd vill sjá troðið á mann­rétt­indum og það er ekki nokkur vafi á því að margt má, og hrein­lega verð­ur, að bæta. Hinn frá­bæri stjórn­andi Last Week Ton­ight, John Oli­ver, tók málið fyrir á dög­unum og gagn­rýndi illa með­ferð starfs­fólks, lág laun og að fötin væru alltof ódýr.

https://www.youtu­be.com/watch?v=VdLf4fi­hP78

Málið er langt í frá svona ein­falt



Þetta, við­horf og aðgerðir sem beint eða óbeint miða að því að draga úr mögu­leikum fólks til þess að vinna í textíl­iðn­aði í þró­un­ar­lönd­um, getur verið skað­legt, þótt það sé vissu­lega skilj­an­legt.

Fyrir skömmu birt­ist á Kjarn­an­um frétta­skýr­ing um hvernig fata­gjafir til þró­un­ar­landa geta verið skað­legar, sér­stak­lega þar sem þær skemma fyrir inn­lendri fata­fram­leiðslu, sem síðan á dögum iðn­bylt­ing­ar­innar í Bret­landi hefur verið lyk­il­þáttur í að hjálpa löndum út úr fátækt. Til er fjöldi rann­sókna sem rök­styðja vel þetta fram­lag textíl­iðn­aðar til hag­sæld­ar, t.d. hér, hér og hér. Ástæðan er fyrst og fremst sú að slík fram­leiðsla krefst lít­illar tækni og fjár­magns, sem skortur er á í þró­un­ar­lönd­um, en mik­ils mann­afla, sem er eng­inn skortur er á í þró­un­ar­lönd­um. Sam­kvæmt kenn­ingu Ricardo um hlut­falls­lega yfir­burði, sem er ein víð­tekn­asta og lífseig­asta kenn­ing hag­fræð­inn­ar, ættu lönd í slíkri stöðu að nýta sér það, bæði sjálfum sér og við­skipta­löndum sínum til hags­bóta. Ísland hefur t.d. nýtt sína hlut­falls­legu yfir­burði í fisk­veiðum og orku­vinnslu, sem er grund­völlur þess að lífs­skil­yrði hér eru með þeim bestu í heim­in­um.

Auglýsing

Textíl­iðn­aður mik­il­vægur í Bangla­desh



Í þró­un­ar­lönd­um, sér­stak­lega þar sem Íslams­trú er ráð­andi eins og í Bangla­desh, hallar tölu­vert á rétt­indi og lífs­skil­yrði kvenna. Tæki­færi fyrir konur sem gera þeim kleift að lifa með sæmd eru oft nán­ast eng­in. Þrátt fyrir lág laun hefur textíl­iðn­aður haft jákvæð og vald­efl­andi áhrif á konur í Bangla­desh. Töl­urnar bera merki um það þar sem tíðni mæðra- og ung­barna­dauða hefur fallið um helm­ing á síð­ast­liðnum 20 árum.

Bangla­desh er gjarnan nefnt sem dæmi um land þar sem aðstæður verka­manna eru hræði­legar og þegar verk­smiðja þar í landi hrundi árið 2013 heyrð­ust raddir um að snið­ganga ætti föt sem eru fram­leidd í land­inu. Textíl­iðn­aður stendur undir bróð­ur­parti útflutn­ings Bangla­desh (83,5 pró­sent árið 2008) og þar af er 60 pró­sent vest­ræn merkja­vara. Iðn­að­ur­inn veitir um 4 millj­ónum manna atvinnu og af þeim eru u.þ.b. 90 pró­sent kon­ur. Í þró­un­ar­lönd­um, sér­stak­lega þar sem Íslams­trú er ráð­andi eins og í Bangla­desh, hallar tölu­vert á rétt­indi og lífs­skil­yrði kvenna. Tæki­færi fyrir konur sem gera þeim kleift að lifa með sæmd eru oft nán­ast eng­in. Þrátt fyrir lág laun hefur textíl­iðn­aður haft jákvæð og vald­efl­andi áhrif á konur í Bangla­desh. Töl­urnar bera merki um það þar sem tíðni mæðra- og ung­barna­dauða hefur fallið um helm­ing á síð­ast­liðnum 20 árum og auk þess hefur frjó­semi líka minnk­að um nær helm­ing (2,21 árið 2012), en sterk nei­kvæð fylgni er milli efn­hags­legra fram­fara og frjó­semi.

Efna­hags­legar fram­farir hafa svo sann­ar­lega verið miklar í Bangla­desh síðan textíl­iðn­að­ur­inn tók við sér á 8. og 9. ára­tugn­um; lands­fram­leiðsla á mann hefur nærri því fimm­fald­ast á 30 árum og hlut­fall mann­fjöld­ans undir fátækra mörkum hefur farið úr 72% árið 1989 niður í 43% árið 2009. Vissu­lega er Bangla­desh sam­kvæmt flestum mæli­kvörðum ennþá efna­hags­lega van­þróað land, eitt af þeim fátæk­ustu í Suð­ur­-Asíu, og ein­kenn­ist af mik­illri mis­skipt­ingu. Þó bendir allt til þess að þjóð­in, sér­stak­lega fátæk­ustu þegnar henn­ar, væru í verri stöðu ef ekki hefði komið til erlendrar fjár­fest­ingar í textíl­iðn­aði.

Rúmlega 83 prósent af útflutningi Bangladesh er tengt textíliðnaði. Þótt pottur sé víða brotin  í aðbúnaði verkamanna þar þá er ljóst að iðnaðurinn er mikilvægasti hlekkurinn í að bæta lífskjör í landinu. Rúm­lega 83 pró­sent af útflutn­ingi Bangla­desh er tengt textíl­iðn­aði. Þótt pottur sé víða brotin í aðbún­aði verka­manna þar þá er ljóst að iðn­að­ur­inn er mik­il­væg­asti hlekk­ur­inn í að bæta lífs­kjör í land­in­u.

Afr­íku­lönd horfa til textíl­iðn­aðar



Það er ekki til­viljun að þau lönd sem eru allra fátæk­ust í dag, sér­stak­lega í Afr­íku sunnan Sahara horfa mikið til upp­bygg­ingar textíl­iðn­aðar sem leið til að brjót­ast út úr fátækt. Til að nefna dæmi þá birt­ist vilji til slíkrar upp­bygg­ingar í Tansaníu skýrt í fimm ára þró­un­ar­á­ætl­unum land­ins. Stjórn­völd þar í landi hafa þegar ráðið erlenda ráð­gjafa til að vinna að stefnu­mótun í þeim mál­um. Enda lifir nær helm­ingur þjóð­ar­innar undir fátækra­mörkum Alþjóða­bank­ans ($1,25 á dag), atvinnu­leysi er mik­ið, sér­stak­lega á meðal ungs fólks, og fólks­fjölg­unin er svo hröð að ástandið mun ein­ungis versna að öllu óbreyttu.

Kröfur um bætt kjör geta haft óæski­legar afleið­ingar



Oft er því haldið fram að það verði að krefj­ast þess að laun hækki í textíl­iðn­aði í þró­un­ar­löndum og starfs­skil­yrði séu bætt. Það á að sjálf­sögðu að vera mark­miðið til lengri tíma og mun von­andi ger­ast hægt og bít­andi á næstu árum. Slíkar kröfur geta þó verið vara­samar af tveimur ástæð­um.

Í fyrsta lagi er hætta á að hærri laun verka­manna minnki bilið milli þeirra og sér­fræði­mennt­aðra, sem dregur úr hvötum til mennt­unar og leiðir til þess að menntað fólk sæki frekar í verk­smiðj­ur. Hvort tveggja er slæmt fyrir hag­kerf­ið. Laun sér­fræði­mennt­aðra í þró­un­ar­löndum eru mjög lág á íslenskan mæli­kvarða, ein­fald­lega vegna þess að það er minna til skipt­anna, svo það sem hljómar sem lítil hækkun getur haft mjög rask­andi áhrif.

Í öðru lagi myndu hærri laun og auknar kröfur um aðbúnað hækka kostnað fyr­ir­tækja, sem gæti dregið úr umsvifum vest­rænna fata­fram­leið­anda og hrein­lega fælt þá í burtu. Fyr­ir­tækin hafa alltaf þann mögu­leika að starfa í löndum nær helstu mörk­uðum þar sem er betra rekstr­ar­um­hverfi og meiri tækni­þekk­ing. Í slíkum löndum eru fáir, ef ein­hverj­ir, sem lifa undir fátækra­mörkum Alþjóða­bank­ans og því myndi fjár­fest­ing fyr­ir­tækj­anna ekki fara þangað sem þörfin er mest.

Verslum við þró­un­ar­lönd



Svo vægt sé til orða tekið eru van­kant­arnir margir, eins og áður hefur verið nefnt. Það er sjálf­sögð krafa að aðstæður verka­manna í þró­un­ar­löndum séu bætt­ar. Eitt stærsta vanda­málið sem þessum iðn­aði fylgir, og þarfn­ast veru­legrar aðgerða og eft­ir­fylgni, er barna­vinna. Í fátækum löndum leiðir örvænt­ing barna og ung­menna oft til þess að alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum er ekki fylgt eftir og eru oft alger­lega huns­uð. Einnig er víða pottur brot­inn í umhverf­is­mál­um, sem taka þarf til­lit til í þessu sam­hengi.

Það er sjálf­sögð krafa að aðstæður verka­manna í þró­un­ar­löndum séu bætt­ar. Eitt stærsta vanda­málið sem þessum iðn­aði fylgir, og þarfn­ast veru­legrar aðgerða og eft­ir­fylgni, er barnavinna.

En af ofan­greindum ástæðum er nauð­syn­legt að allt sem miðar að lausnum þess­ara vanda­mála sé afar vel ígrundað og hvað sem það kostar, ræni ekki fátækt fólk lífs­við­ur­væri sínu eða fæli fyr­ir­tæki frá því að fjár­festa í löndum sem þurfa hvað mest á fjár­fest­ingu að halda. Vest­ur­landa­búar gera nú þegar nógu mikið með aðgerðum og aðgerð­ar­leysi, með­vitað og ómeð­vit­að, sem aftrar fátæka meiri­hluta heims­ins frá því að lifa með reisn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None