Kaupum föt sem fátækt fólk saumar

bangladesh.jpg
Auglýsing

Það virð­ist vera ansi víð­tekin skoðun að í fata­fram­leiðslu stór­fyr­ir­tækja í þró­un­ar­löndum felist stór­felld mann­rétt­inda­brot og að okkur beri sið­ferð­is­leg skylda til að sjá til þess að slíkt við­gang­ist ekki. Þetta er vissu­lega rétt, eng­inn með rænu og vott af sið­ferð­is­kennd vill sjá troðið á mann­rétt­indum og það er ekki nokkur vafi á því að margt má, og hrein­lega verð­ur, að bæta. Hinn frá­bæri stjórn­andi Last Week Ton­ight, John Oli­ver, tók málið fyrir á dög­unum og gagn­rýndi illa með­ferð starfs­fólks, lág laun og að fötin væru alltof ódýr.

https://www.youtu­be.com/watch?v=VdLf4fi­hP78

Málið er langt í frá svona ein­faltÞetta, við­horf og aðgerðir sem beint eða óbeint miða að því að draga úr mögu­leikum fólks til þess að vinna í textíl­iðn­aði í þró­un­ar­lönd­um, getur verið skað­legt, þótt það sé vissu­lega skilj­an­legt.

Fyrir skömmu birt­ist á Kjarn­an­um frétta­skýr­ing um hvernig fata­gjafir til þró­un­ar­landa geta verið skað­legar, sér­stak­lega þar sem þær skemma fyrir inn­lendri fata­fram­leiðslu, sem síðan á dögum iðn­bylt­ing­ar­innar í Bret­landi hefur verið lyk­il­þáttur í að hjálpa löndum út úr fátækt. Til er fjöldi rann­sókna sem rök­styðja vel þetta fram­lag textíl­iðn­aðar til hag­sæld­ar, t.d. hér, hér og hér. Ástæðan er fyrst og fremst sú að slík fram­leiðsla krefst lít­illar tækni og fjár­magns, sem skortur er á í þró­un­ar­lönd­um, en mik­ils mann­afla, sem er eng­inn skortur er á í þró­un­ar­lönd­um. Sam­kvæmt kenn­ingu Ricardo um hlut­falls­lega yfir­burði, sem er ein víð­tekn­asta og lífseig­asta kenn­ing hag­fræð­inn­ar, ættu lönd í slíkri stöðu að nýta sér það, bæði sjálfum sér og við­skipta­löndum sínum til hags­bóta. Ísland hefur t.d. nýtt sína hlut­falls­legu yfir­burði í fisk­veiðum og orku­vinnslu, sem er grund­völlur þess að lífs­skil­yrði hér eru með þeim bestu í heim­in­um.

Auglýsing

Textíl­iðn­aður mik­il­vægur í Bangla­deshÍ þró­un­ar­lönd­um, sér­stak­lega þar sem Íslams­trú er ráð­andi eins og í Bangla­desh, hallar tölu­vert á rétt­indi og lífs­skil­yrði kvenna. Tæki­færi fyrir konur sem gera þeim kleift að lifa með sæmd eru oft nán­ast eng­in. Þrátt fyrir lág laun hefur textíl­iðn­aður haft jákvæð og vald­efl­andi áhrif á konur í Bangla­desh. Töl­urnar bera merki um það þar sem tíðni mæðra- og ung­barna­dauða hefur fallið um helm­ing á síð­ast­liðnum 20 árum.

Bangla­desh er gjarnan nefnt sem dæmi um land þar sem aðstæður verka­manna eru hræði­legar og þegar verk­smiðja þar í landi hrundi árið 2013 heyrð­ust raddir um að snið­ganga ætti föt sem eru fram­leidd í land­inu. Textíl­iðn­aður stendur undir bróð­ur­parti útflutn­ings Bangla­desh (83,5 pró­sent árið 2008) og þar af er 60 pró­sent vest­ræn merkja­vara. Iðn­að­ur­inn veitir um 4 millj­ónum manna atvinnu og af þeim eru u.þ.b. 90 pró­sent kon­ur. Í þró­un­ar­lönd­um, sér­stak­lega þar sem Íslams­trú er ráð­andi eins og í Bangla­desh, hallar tölu­vert á rétt­indi og lífs­skil­yrði kvenna. Tæki­færi fyrir konur sem gera þeim kleift að lifa með sæmd eru oft nán­ast eng­in. Þrátt fyrir lág laun hefur textíl­iðn­aður haft jákvæð og vald­efl­andi áhrif á konur í Bangla­desh. Töl­urnar bera merki um það þar sem tíðni mæðra- og ung­barna­dauða hefur fallið um helm­ing á síð­ast­liðnum 20 árum og auk þess hefur frjó­semi líka minnk­að um nær helm­ing (2,21 árið 2012), en sterk nei­kvæð fylgni er milli efn­hags­legra fram­fara og frjó­semi.

Efna­hags­legar fram­farir hafa svo sann­ar­lega verið miklar í Bangla­desh síðan textíl­iðn­að­ur­inn tók við sér á 8. og 9. ára­tugn­um; lands­fram­leiðsla á mann hefur nærri því fimm­fald­ast á 30 árum og hlut­fall mann­fjöld­ans undir fátækra mörkum hefur farið úr 72% árið 1989 niður í 43% árið 2009. Vissu­lega er Bangla­desh sam­kvæmt flestum mæli­kvörðum ennþá efna­hags­lega van­þróað land, eitt af þeim fátæk­ustu í Suð­ur­-Asíu, og ein­kenn­ist af mik­illri mis­skipt­ingu. Þó bendir allt til þess að þjóð­in, sér­stak­lega fátæk­ustu þegnar henn­ar, væru í verri stöðu ef ekki hefði komið til erlendrar fjár­fest­ingar í textíl­iðn­aði.

Rúmlega 83 prósent af útflutningi Bangladesh er tengt textíliðnaði. Þótt pottur sé víða brotin  í aðbúnaði verkamanna þar þá er ljóst að iðnaðurinn er mikilvægasti hlekkurinn í að bæta lífskjör í landinu. Rúm­lega 83 pró­sent af útflutn­ingi Bangla­desh er tengt textíl­iðn­aði. Þótt pottur sé víða brotin í aðbún­aði verka­manna þar þá er ljóst að iðn­að­ur­inn er mik­il­væg­asti hlekk­ur­inn í að bæta lífs­kjör í land­in­u.

Afr­íku­lönd horfa til textíl­iðn­aðarÞað er ekki til­viljun að þau lönd sem eru allra fátæk­ust í dag, sér­stak­lega í Afr­íku sunnan Sahara horfa mikið til upp­bygg­ingar textíl­iðn­aðar sem leið til að brjót­ast út úr fátækt. Til að nefna dæmi þá birt­ist vilji til slíkrar upp­bygg­ingar í Tansaníu skýrt í fimm ára þró­un­ar­á­ætl­unum land­ins. Stjórn­völd þar í landi hafa þegar ráðið erlenda ráð­gjafa til að vinna að stefnu­mótun í þeim mál­um. Enda lifir nær helm­ingur þjóð­ar­innar undir fátækra­mörkum Alþjóða­bank­ans ($1,25 á dag), atvinnu­leysi er mik­ið, sér­stak­lega á meðal ungs fólks, og fólks­fjölg­unin er svo hröð að ástandið mun ein­ungis versna að öllu óbreyttu.

Kröfur um bætt kjör geta haft óæski­legar afleið­ingarOft er því haldið fram að það verði að krefj­ast þess að laun hækki í textíl­iðn­aði í þró­un­ar­löndum og starfs­skil­yrði séu bætt. Það á að sjálf­sögðu að vera mark­miðið til lengri tíma og mun von­andi ger­ast hægt og bít­andi á næstu árum. Slíkar kröfur geta þó verið vara­samar af tveimur ástæð­um.

Í fyrsta lagi er hætta á að hærri laun verka­manna minnki bilið milli þeirra og sér­fræði­mennt­aðra, sem dregur úr hvötum til mennt­unar og leiðir til þess að menntað fólk sæki frekar í verk­smiðj­ur. Hvort tveggja er slæmt fyrir hag­kerf­ið. Laun sér­fræði­mennt­aðra í þró­un­ar­löndum eru mjög lág á íslenskan mæli­kvarða, ein­fald­lega vegna þess að það er minna til skipt­anna, svo það sem hljómar sem lítil hækkun getur haft mjög rask­andi áhrif.

Í öðru lagi myndu hærri laun og auknar kröfur um aðbúnað hækka kostnað fyr­ir­tækja, sem gæti dregið úr umsvifum vest­rænna fata­fram­leið­anda og hrein­lega fælt þá í burtu. Fyr­ir­tækin hafa alltaf þann mögu­leika að starfa í löndum nær helstu mörk­uðum þar sem er betra rekstr­ar­um­hverfi og meiri tækni­þekk­ing. Í slíkum löndum eru fáir, ef ein­hverj­ir, sem lifa undir fátækra­mörkum Alþjóða­bank­ans og því myndi fjár­fest­ing fyr­ir­tækj­anna ekki fara þangað sem þörfin er mest.

Verslum við þró­un­ar­löndSvo vægt sé til orða tekið eru van­kant­arnir margir, eins og áður hefur verið nefnt. Það er sjálf­sögð krafa að aðstæður verka­manna í þró­un­ar­löndum séu bætt­ar. Eitt stærsta vanda­málið sem þessum iðn­aði fylgir, og þarfn­ast veru­legrar aðgerða og eft­ir­fylgni, er barna­vinna. Í fátækum löndum leiðir örvænt­ing barna og ung­menna oft til þess að alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum er ekki fylgt eftir og eru oft alger­lega huns­uð. Einnig er víða pottur brot­inn í umhverf­is­mál­um, sem taka þarf til­lit til í þessu sam­hengi.

Það er sjálf­sögð krafa að aðstæður verka­manna í þró­un­ar­löndum séu bætt­ar. Eitt stærsta vanda­málið sem þessum iðn­aði fylgir, og þarfn­ast veru­legrar aðgerða og eft­ir­fylgni, er barnavinna.

En af ofan­greindum ástæðum er nauð­syn­legt að allt sem miðar að lausnum þess­ara vanda­mála sé afar vel ígrundað og hvað sem það kostar, ræni ekki fátækt fólk lífs­við­ur­væri sínu eða fæli fyr­ir­tæki frá því að fjár­festa í löndum sem þurfa hvað mest á fjár­fest­ingu að halda. Vest­ur­landa­búar gera nú þegar nógu mikið með aðgerðum og aðgerð­ar­leysi, með­vitað og ómeð­vit­að, sem aftrar fátæka meiri­hluta heims­ins frá því að lifa með reisn.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None