EPA

Mun einvígi delta og ómíkron skera úr um framtíðina?

„Ef satt reynist að ómíkron valdi mildari einkennum, þá væri líklega heppilegast að sú gerð útrýmdi öllum hinum,“ segir Arnar Pálsson erfðafræðingur. Verði það afbrigði allsráðandi yrði það „veiru-Eva“ fyrir allar aðrar SARS-CoV-2 kórónuveirur sem á eftir koma.

Þegar kór­ónu­veiru­sýni sem tekin voru úr fjórum erlendum ferða­mönnum skömmu eftir kom­una til Botsvana voru rað­greind var vís­inda­mönnum á Botsvana-Harvard AIDS-­stofn­un­inni brugð­ið. Við blasti eitt­hvað sem þeir höfðu aldrei séð áður í far­aldr­in­um. „Fjöldi stökk­breyt­inga var hreint ótrú­leg­ur,“ segir Sik­hulile Moyo, yfir­maður stofn­un­ar­inn­ar. Ferða­menn­irnir höfðu greinst með veiruna 11. nóv­em­ber, fjórum sól­ar­hringum eftir að þeir komu til Botsvana. Sýnin voru hins vegar ekki rað­greind strax. En um leið og það var gert, þann 22. nóv­em­ber, var heil­brigð­is­yf­ir­völdum til­kynnt um upp­götv­un­ina.

Nær sam­tímis hafði sama mynd birst kol­legum við rað­grein­ingar í nágranna­rík­inu Suð­ur­-Afr­íku. Afbrigði SAR­S-CoV-2 kór­ónu­veirunnar sem hafði ekki áður sést og kveikti því við­vör­un­ar­bjöll­ur. Það voru suð­ur­a­frísku vís­inda­menn­irnir sem gerðu Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni við­vart. Tveimur dögum síðar eða þann 26. nóv­em­ber lá frum­rýni WHO fyr­ir. Nýja afbrigðið var sett á lista yfir þau sem valda sér­stökum áhyggjum og fylgst er grannt með. Það fékk líka sam­stundis nafn: Ómíkron.

Enn einn staf­ur­inn í gríska staf­róf­inu var því á allra vörum enda bár­ust fréttir af upp­götvun afbrigð­is­ins eins og eldur í sinu um heims­byggð­ina.

Það gerði ómíkrón líka. Barst á ljós­hraða að því er virð­ist frá einu landi til ann­ars. Það hefur nú greinst í tugum landa og er þeg­ar, þrátt fyrir að innan við mán­uður sé frá því að það greind­ist fyrst, að ná yfir­burða­stöðu gagn­vart fyrri afbrigðum veirunnar í sumum lönd­um. Og vís­inda­menn telja óværuna ómíkron, sem eng­inn veit enn með vissu hvaðan kom í upp­hafi, vera rétt að byrja.

Í þessu krist­all­ast meðal ann­ars mun­ur­inn á ómíkron og delta, afbrigð­inu sem upp­götv­að­ist fyrst á Ind­landi fyrir rúmu ári. Delta fékk ekki nafn sitt hjá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni fyrr en maí síð­ast­liðnum er það var sett á hættu­list­ann þar sem fyrir voru alfa, beta og gamma. Delta er skætt afbrigði, smit­ast auð­veldar en þau sem á undan því komu, smitar börn í rík­ara mæli og veldur alvar­legri sýk­ing­um. En það tók það margar vikur og mán­uði að ná víð­tækri útbreiðslu um jarð­ar­kringl­una. Þegar það hafði hins vegar náð yfir­hönd­inni virt­ust önnur afbrigði ekki hafa roð í það.

Þar til ómíkron kom fram á sjón­ar­svið­ið.

Ómíkron-afbrigðið hefur breiðst mun hraðar út en þau afbrigði sem við höfum hingað til fengið að finna fyrir í faraldrinum.
EPA

Ó, ómíkron, hví dreg­urðu mig inn í þessa skelfi­legu bylgju far­ald­urs­ins?

Þannig líður eflaust mörg­um. Að við séum enn og aftur komin á bólakaf. Við­brögð stjórn­valda í mörgum löndum heims bera þess ákveðið vitni. Útgöngu­bann. Sam­komu­tak­mark­an­ir. Grímu­skylda. Nálægð­ar­mörk.

En það er enn gríð­ar­lega margt á huldu varð­andi eig­in­leika þessa nýja afbrigð­is. Hvort að bylgjan verður skelfi­leg sam­an­borið við þær sem við höfum hingað til kynnst á enn eftir að koma fylli­lega í ljós. Í raun vitum við ef til vill minna en meira í augna­blik­inu um hvernig það mun haga sér. Hvaða áhrif það hefur á manns­lík­amann, ónæm­is­kerfi okk­ar.

Vís­bend­ingar eru um að það valdi mild­ari sjúk­dóms­ein­kennum en delta. Þær eru hins vegar fyrst og fremst frá Suð­ur­-Afr­íku sem er ung þjóð og fyrri afbrigði lík­lega sýkt fleiri en gögn sýna. Þannig gæti stærri hluti Suð­ur­-Afr­íku­manna þegar hafa myndað mótefni og þar með ekki veikst alvar­lega við end­ur­sýk­ingu af ómíkron. Því það sýna gögnin nokkuð glögg­lega: Ómíkron lætur sig það litlu varða hvort frænd­garð­ur­inn, hvort sem hann er kenndur við alfa, beta eða delta, hefur áður gert sig heima­kom­inn í must­eri sála okk­ar.

Jólin koma, hvernig sem allt fer en margir jarðarbúar þurfa að búa við takmarkanir yfir hátíðirnar rétt eins og fyrir ári.
EPA

Og einmitt meðal ann­ars af því að ómíkron hefur dreifst á leift­ur­hraða um ver­öld víða, um nokkuð tak­marka­laus sam­fé­lög manna ólíkt því sem gerð­ist í delta-­bylgj­unni, höfum við ekki enn fengið stað­fest­ingu á því hversu skað­legt það er. Það sem vís­inda­menn hafa þó sagt er að jafn­vel þótt ómíkron valdi almennt mild­ari sjúk­dóms­ein­kennum en delta gæti sú bylgja sem nú rís sligað heil­brigð­is­kerfi af þeirri ein­földu ástæðu að þegar gríð­ar­lega margir smit­ast sam­tímis mun fjölga í hópi þeirra sem þurfa sjúkra­húsinn­lögn – hvort sem veiran kall­ast ómíkron eða delta.

Arnar Pálsson erfðafræðingur. Mynd: HÍ/Kristinn Ingvarsson

„Sann­leik­ur­inn er vand­fund­inn í ver­öld óvissunn­ar,“ segir Arnar Páls­son erfða­fræð­ing­ur. Blaða­maður Kjarn­ans leit­aði til hans, í nokkru upp­námi sann­ast sagna, eftir að hafa lesið sér til klukku­stundum saman um ómíkron en ekki séð skóg­inn fyrir trján­um. „Ómíkron var bæði ófyr­ir­séð og fyr­ir­sjá­an­leg­t,“ heldur Arnar áfram. Hversu mikið veiran breytt­ist kom á óvart. Hún hefur fimm­tíu stökk­breyt­ing­ar, margar áður óséð­ar. „En að nýtt afbrigði yrði til í Afr­íku, Suð­ur­-Am­er­íku eða Asíu kom ekki á óvart.“ Þar eru bólu­setn­ingar víða skammt á veg komn­ar. Örv­un­ar­skammt­ar, sem taldir eru gefa ágæta vörn gegn alvar­legum veik­indum af völdum ómíkron, álíka sjald­séðir og dýr í útrým­ing­ar­hættu. Í þessum heims­hluta er minna ski­mað fyrir veirunni en á Vest­ur­löndum og smitrakn­ing sum­staðar nær óþekkt fyr­ir­bæri. Sem sagt: Kjör­lendi fyrir veiru sem nýtir lík­ama okkar til að þríf­ast og dafna.

Til að grisja upp­lýs­inga(óreið­u)­skóg­inn ákvað Kjarn­inn að leggja tvær spurn­ingar fyrir erfða­fræð­ing­inn Arn­ar.

Sú fyrri er: Þegar talað er um að ómíkron muni taka yfir far­ald­ur­inn, þýðir það að delta hverf­ur?

Fjölg­un­ar­geta ómíkron er meiri en delta, ann­arra afbrigða og upp­runa­legu gerðar veirunn­ar, byrjar Arnar á að útskýra. „Það þýðir að með tíð og tíma verður ómíkron alls­ráð­andi í öllum stofn­um, það er að segja á öllum svæðum þar sem veiran geis­ar.“

Það sem flækir hins vegar mynd­ina eru munur á milli fram­vindu far­ald­urs og sam­setn­ingar veiru­af­brigða milli svæða og yfir tíma­bil. Einnig skiptir máli hversu vel veir­urnar dreifast milli land­svæða. Því minni flutn­ing­ur, því upp­skipt­ari verður far­ald­ur­inn.

„Því var spáð að delta yrði alls­ráð­andi í öllum stofnum vegna þess að það varð ríkj­andi afbrigði á Vest­ur­lönd­um,“ segir Arn­ar. Þar sem ferða­lög eru til­tölu­lega tíð milli Vest­ur­landa hafi veiran alltaf breiðst hratt og jafnt yfir Evr­ópu og Banda­rík­in. Þetta sást með upp­runa­legu gerð­ina, beta-af­brigðið og delta. Við gerum okkur grein fyrir fram­vind­unni vegna þess að skimanir og rað­grein­ingar eru víð­tæk­ari og mark­viss­ari í þessum lönd­um.

Framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar hefur hvatt fólk til að hætta við jólaboðin. Hann segir betra að aflýsa boði en að hætta lífi sínu og annarra. Ferðalög milli landa eru sjaldan meiri en einmitt yfir jól og áramót.
EPA

Delta var orðið algeng­asta afbrigðið í flestum löndum þar sem skimanir eru mark­viss­ar, en það hafði þó ekki orðið alls­ráð­andi alls stað­ar. „Ein­hvers staðar möll­uðu eldri gerðir veirunnar og stökk­breytt­ust í það sem WHO skil­greindi í nóv­em­ber sem ómíkron,“ segir Arn­ar.

Það afbrigði er sér­stakt, segir hann, því það er með mjög margar stökk­breyt­ingar í gen­inu fyrir bindi­pró­tínið (sem segir til um hversu auð­veld­lega veiran binst frum­um) en ekki síður vegna þess að það spratt af djúpri grein á þró­un­ar­tré veirunn­ar. Sem aftur þýðir að það greind­ist snemma í far­aldr­inum frá þró­un­ar­grein­unum sem gátu af sér alfa, beta, delta og mu (og öll hin afbrigð­in). Það er lík­leg­ast að ómíkron hafi orðið til þar sem lítið er um skimanir og aðeins fá sýni eru rað­greind. Upp­skipt­ing fólks, t.d. eftir lönd­um, svæð­um, þjóð­fé­lags­hópum og fleiru, býr til afmark­anir sem sumir telji að fóstri breyti­leika innan veirunnar og til­urð nýrra afbrigða, sér­stak­lega ef fáir eru bólu­settir og sam­komu­tak­mark­anir litl­ar. „Miðað við mun­inn á smit­hæfni er nú lík­leg­ast að ómíkron verði alls­ráð­and­i,“ segir Arn­ar. „Þá myndu hin afbrigðin deyja út, þar á meðal alfa og delta.“

Ómíkron uppgötvaðist við raðgreiningar sýna í Suður-Afríku og Botsvana. Innan við mánuði síðar er afbrigðið búið að dreifa sér heimshorna á milli.
EPA

En er eitt­hvað hægt að spá fyrir um hvað ger­ist næst - á eftir ómíkron? Eru ekki nákvæm­lega sömu aðstæður uppi sem sköp­uðu það afbrigði?

„Það fer eftir því hvort ómíkron útrýmir öðrum gerðum eða ekki hvernig fram­vindan verð­ur,“ svarar Arn­ar. „Ef ómíkron verður alls­ráð­andi í öllum stofnum þá mun það verða „veiru-Eva“ fyrir allar aðrar SAR­S-CoV-2 sem á eftir kom­a.“ Það er af því að veiran fjölgar sér kyn­laust og allar eiga þær sama for­föð­ur­/­móð­ur, bætir hann við til frek­ari útskýr­ing­ar. Ómíkron mun stökk­breyt­ast en óvissan felst í því hvort að það verði ill­víg­ara á þeirri þró­un­ar­braut.

„Á hin bóg­inn, ef ómíkron verður ríkj­andi en ekki alls­ráð­andi, þá verður alltaf mögu­legt að hin afbrigðin geti af sér afkom­endur með aukna smit­hæfni eða ámóta,“ segir Arn­ar. Þannig yrði ef til vill til nýtt afbrigði af delta (t.d. delta-plús) sem væri með aukna smit­hæfni eða aðra eig­in­leika sem gera það frá­brugðið for­föður sín­um.

„Ef satt reyn­ist að ómíkron valdi mild­ari ein­kenn­um, þá væri lík­lega heppi­leg­ast að sú gerð útrýmdi öllum hin­um. Þá yrði ef til vill ólík­legra að það stökk­breytt­ist og þró­að­ist í afbrigði sem ylli alvar­legri ein­kenn­um.“

Arnar bendir að lokum á að mögu­lega sé ómíkron í raun jafn skað­legt og delta, en virð­ist mild­ari af því það veldur ekki alvar­legum ein­kennum í þeim sem eru bólu­settir eða end­ursmit­ast. „Fyr­ir­sjá­an­legt er að veiran mun halda áfram að þróast, sama hvort ómíkron verði ríkj­andi eða alls­ráð­andi. Af þessu leið­ir, eins og ljóst hefur verið frá upp­hafi, að það er mik­il­vægt að halda til­fellum í skefj­um. Hvert ein­asta smit er nýtt tæki­færi fyrir veiruna. Bólu­setn­ing­ar, smit­varnir og sam­komu­tak­mark­anir ættu ennþá að vera nýtt til að tempra far­ald­ur­inn, því heppi­leg­ast væri ef sem flest afbrigði veirunnar myndu deyja út, til að tak­marka mögu­leika hennar til að stökk­breyt­ast í eitt­hvað verra eða svæ­snara i fram­tíð­inn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar