Obama: Internetið er grunnþjónusta

obama.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti vill herða reglu­verk utan um net­þjón­ustu­fyr­ir­tæki í því skyni að koma í veg fyrir að þau mis­muni eða skerði þjón­ustu til not­enda. Í stuttu mynd­bandi sem birt var á vef­síðu Hvíta húss­ins á mánu­dag sl. tal­aði Obama fyrir auk­inni neyt­enda­vernd á net­inu og sagði að koma þyrfti í veg fyrir að fyr­ir­tækin bæti eigin hag með því að skerða þjón­ustu til not­enda.

Hug­mynda­fræðin sem Obama talar fyrir kall­ast „net­hlut­leysi“ eða „net neutrality“. Hún er ekki ný af nál­inni og hefur verið miðja hags­muna­bar­áttu net­þjón­ustu­fé­laga og inter­net-aktí­vista í rúman ára­tug. Stuðn­ings­menn net­hlut­leys­is, for­set­inn þar á með­al, telja inter­netið svo mik­il­vægan hluta dag­legs lífs fólks að ekki megi skerða rétt þeirra til að vafra frjálst um netið án afskipta þeirra fyr­ir­tækja sem veita aðgang­inn. Reglu­verkið verði að taka mið af þessu og tryggja jafnt aðgengi.

https://www.youtu­be.com/watch?v=uKcjQP­VwfDk

Auglýsing

„Frá upp­hafi inter­nets­ins hefur það grund­vall­ast um ein­faldar meg­in­reglur um að vera opið, sann­gjarnt og frjál­st,“ sagði Obama í upp­hafi ávarps­ins. „Engir verðir ákveða hver hlýtur aðgang. Það eru engin toll­hlið á upp­lýs­inga-hrað­braut­inni. Þessar meg­in­regl­ur, það eru hug­myndir um net­hlut­leysi, hafa læst úr læð­ingi þá orku sem ein­kennir inter­netið og veitt frum­kvöðlum tæki­færi til þess að blómstra. Frá­vik frá þessum meg­in­reglum myndi þýða enda­lok inter­nets­ins eins og við þekkjum það.“

Í ræð­unni beinir Obama orðum sínum til Fjar­skipta­stofn­unar Banda­ríkj­anna, FCC, og biður hana um að vernda net­hlut­leysi. Stofn­unin er sjálf­stæð, og skýrir það m.a. hvers vegna Obama beitir sér með þessum hætti. „FCC ætti að gera það ótví­rætt að hvort sem þú notir tölvu, síma eða spjald­tölvu, þá beri fyr­ir­tækj­unum laga­leg skylda til þess að hvorki banna né skerða aðgang að heima­síð­u,“ sagði for­set­inn. Hann vill að öll fyr­ir­tæki sem veita aðgang að net­inu séu skil­greind sem fjar­skipta­fyr­ir­tæki, en þannig er það ekki í dag sem gerir lagaum­hverfið grárra en ella.

Hvatar til mis­mun­unarSem betur fer eru fá dæmi um að fyr­ir­tækin hafi dregið úr þjón­ustu not­enda í eigin þágu. Hvatar til slíks þykja engu að síður aug­ljós­ir, og eru helsta ástæða fyrir því að Obama setur málið með svo afger­andi hætti á odd­inn.

Sem dæmi um hags­muna­á­rekstra ann­ars vegar fyr­ir­tækis sem lagði, á og rekur net­strengi í jörðu (t.d. Comcast, stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tækis Banda­ríkj­anna) og hins vegar kaup­anda að þjón­ust­unni, þá getur það verið Comcast í hag að loka alfarið eða hægja á streymi til efn­isveita eins og Net­flix og Hulu. Not­and­inn er þá lík­legri til þess að kaupa aðgang að efn­isveitu Comcast. Eins gæti Comcast kraf­ist þess að Net­flix borgi sér­stakt gjald til þess að not­endur gætu sótt efnið frá þeim hrað­ar. Sú er raunin í dag, og hefur Net­flix reitt fram háar fjár­hæðir til þess að tryggja að not­endur net­þjón­ustu­fé­lag­anna geti notað vef­síð­una.

Dýfa á mörk­uðumHluta­bréfa­verð allra helstu net­veita Banda­ríkj­anna lækk­aði snarpt í kjöl­far birt­ingar ávarps­ins. Með­fylgj­andi mynd, fengin af mark­aðsvef Goog­le, sýnir hvernig fyr­ir­tækin Time Warner Cable, Comcast, Ver­izon, Charter og Cablevision tóku dýfu á mánu­dag.

fjarskiptafelogin (1)

Áhyggjur fjár­festa eru ekki úr lausu lofti gripn­ar. Óvissan sem ríkir um hvernig reglu­verkið muni líta út hefur áhrif á  áætl­anir fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna. Sem dæmi um það til­kynnti AT&T að fjár­fest­ingar í háhraða­net­köplum yrðu settar á ís í hund­rað banda­rískum borgum þar til reglur yrðu skýrð­ar.

 

Mis­heppnuð reglu­breyt­ingReglum FCC um net­þjón­ustu­fyr­ir­tækin var síð­ast breytt árið 2010. Þá var net­veit­unum gert óheim­ilt að úti­loka not­endur frá ein­stökum vef­síðum eða efn­isveit­um, öll „ósann­gjörn mis­mun­um“ (un­r­ea­sona­ble discrim­ination) var bönnuð og reglum var breytt í því skyni að auka gegn­sæi á mark­að­in­um. Þetta sætti síma- og net­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Ver­izon sig ekki við, taldi FCC fara út fyrir vald­svið sitt án sam­þykkis frá lög­gjaf­ar­þing­inu, kærði ákvörðun FCC og vann málið í byrjun þessa árs.

Í dag er inn­leið­ing net­hlut­leysis í banda­rískt fjar­skipta­reglu­verk því aftur komið á byrj­un­ar­reit. Drög hafa verið birt að nýjum reglum Fjar­skipta­stofn­un­ar­innar og hefur hún óskað álits á  þeim. Meðal breyt­inga er að í stað þess að banna „ósann­gjarna mis­mun­un“ er fyr­ir­tækj­unum heim­ilt að veita hrað­ari aðgang að net­efni ef það þykir „sann­gjarnt“ (commerci­ally rea­sona­ble). Tals­menn net­hlut­leysis telja orða­lagið opna stóra smugu fyrir hverskyns mis­mun­un. Gera má ráð fyrir að útspil Banda­ríkja­for­seta í vik­unni sé til að leggja sitt á vog­ar­skál­arnir í bar­átt­unni fyrir net­hlut­leysi.

Inter­net­að­gangur sem mann­rétt­indiÍ anda hug­mynda­fræð­innar um net­hlut­leysi hafa þing­menn Pírata lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um jafnt aðgengi að inter­net­inu. „Að­gangur almenn­ings að inter­net­inu mun án efa telj­ast til mik­il­væg­ustu mann­rétt­inda fram­tíð­ar­inn­ar. Inter­net­inu hefur verið lýst sem einu áhrifa­mesta verk­færi 21. aldar til að auka gagn­sæi, tryggja aðgang að upp­lýs­ingum og efla virka þátt­töku almenn­ings í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi. Því standa rík rök til þess að tryggja öllum lands­mönnum öruggan aðgang að inter­net­in­u.“ segir í upp­hafi grein­ar­gerðar til­lög­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None