Sögulegur en dýrkeyptur kosningasigur þingforsetans

Kevin McCarthy mistókst fjórtán sinnum að tryggja sér meirihluta atkvæða þingmanna í kjöri til forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. En það tókst í fimmtándu tilraun. Hans fyrsta verk gæti verið að ákveða pólitíska framtíð George Santos.

Kevin McCarthy fagnar sigri. 15 atkvæðagreiðslur þurfti til áður en hann tryggði sér embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Kevin McCarthy fagnar sigri. 15 atkvæðagreiðslur þurfti til áður en hann tryggði sér embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Auglýsing

Þing­menn full­trúa­deild­ar­þings Banda­ríkja­þings vörðu tíma sínum í vik­unni í eitt verk­efni: Að kjósa þing­for­seta. Það tók fjóra daga og fimmtán atkvæða­greiðsl­ur.

Patt­staða, óreiða og póli­tískt kaos af bestu gerð. Eða hvað?

Kevin McCart­hy, þing­maður Repúblikana­flokks­ins frá Kali­forn­íu, er nýr þing­for­seti full­trú­ar­deild­ar­inn­ar. Hann hefur setið á þingi frá 2006 og hefur leitt minni­hluta repúblik­ana í full­trúa­deild­inni síð­ustu fjögur ár.

Auglýsing

„Þetta var auð­velt, ha?“ sagði brosmildur McCarthy í fyrstu ræðu sinni sem þing­for­seti og aug­ljóst að þungu fargi var af honum létt.

Repúblikanar tryggðu sér nauman meiri­hluta í full­trúa­deild­inni í kosn­ing­unum í nóv­em­ber en þingið fór hægt af stað í upp­hafi árs þar sem inn­an­flokkserjur og átök innan þing­flokks repúblik­ana tókst ekki að sam­mæl­ast um þing­for­seta.

164 ár síðan svipuð staða var uppi

Það tókst loks á föstu­dags­kvöld. Þetta er í fimmt­ánda sinn í Í 234 ára sögu full­trúa­deild­ar­innar sem fleiri en eina umferð þarf til að kjósa þing­for­seta og aðeins í sjö þeirra þurfti fleiri en tíu umferð­ir, líkt og nú.

Fara þarf 164 ár aftur í tím­ann, til árs­ins 1859, fyrir banda­ríska borg­ara­stríð­ið, til að finna sam­bæri­lega stöðu, þegar 44 umferðir þurfti til að kjósa þing­for­seta.

Metið er hins vegar frá 1855, í upp­hafi 34. þings full­trú­ar­deild­ar­inn­ar, þegar 133 atkvæða­greiðslur um þing­for­seta þurfti til og stóðu yfir í tvo mán­uði. 1855 og 1859 mynd­að­ist patt­staða vegna deilna um þræla­hald í Banda­ríkj­un­um, sem leiddi til borg­ara­stríðs­ins. Staðan er aðeins önnur nú.

Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti, og Hakeem Jeffries, fulltrúi demókrata sem sóttist eftir embætti þingforseta. Mynd: EPA

Repúblikanar skipa 222 af 435 þing­sætum og í fyrstu 11 atkvæða­greiðsl­unum tókst McCarthy mest að tryggja sér 203 atkvæði, í fyrstu tveimur umferð­un­um, en meiri­hluta greiddra atkvæða þarf til að ná kjöri þing­for­seta. Ef allir þing­menn greiða atkvæða þarf því 218 atkvæði, ann­ars nægir að fá ein­faldan meiri­hluta.

Demókratar héldu tryggð við sinn leið­toga, Hakeem Jef­fries, þing­mann Demókra­ta­flokks­ins fyrir New York-­ríki. Þetta er í fyrsta sinn sem svartur maður leiðir demókrata í full­trúa­deild­inni. Jef­fries fékk 212 atkvæði í öllum atkvæða­greiðsl­unum fimmt­án.

Stuðn­ings­menn Trump sem vilja leið­rétta „sögu­legt órétt­læti“

Í fyrstu ell­efu atkvæða­greiðsl­unum voru 20 þing­menn Repúblikana­flokks­ins sem vildu ekki greiða McCarthy atkvæði sitt. Um er að ræða fámennan hóp yst til hægri í flokkn­um, stuðn­ings­menn Don­alds Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta. Trump fékk meira að segja greitt atkvæði, aðeins eitt þó, í einni atkvæða­greiðsl­unni, frá Matt Gaetz, þing­manni repúblik­ana fyrir Flór­ída. Sjálfur hvatti Trump þing­menn til að styðja McCarthy.

And­stæð­ingar McCarthy innan flokks­ins segj­ast vilja leið­rétta „sögu­legt órétt­læti“ og vilja þeir veita almennum þing­mönnum aukið vald yfir þróun laga­setn­ing­ar. Meðal breyt­inga sem þeir krefj­ast er að almennir þing­menn geti lagt fram breyt­ingar á laga­frum­vörpum sem lögð eru fyrir þing­menn. Auk þess vilja þeir að nægj­an­legt sé að einn þing­maður lýsi yfir van­trausti á þing­for­seta svo hægt sé að greiða atkvæði um hvort víkja eigi honum úr emb­ætti.

Með sjálfs­traustið í botni

Eftir ell­eftu atkvæða­greiðsl­una á fimmtu­dags­kvöld var þing­fundi slit­ið. McCarthy mætti svo með sjálfs­traustið í botni á föstu­dag þegar þing­fundi var fram haldið með tólftu atkvæða­greiðsl­unni. McCarthy ræddi við and­stæð­inga sína milli þing­funda og tjáði blaða­mönnum að sam­ræð­urnar hefði borið árang­ur.

McCarthy jók stuðn­ing sinn í tólftu atkvæða­greiðsl­unni þegar hann fékk 213 atkvæði en Jef­fries 211. Aðrir fengu sjö atkvæði. Í fyrsta sinn tókst McCarthy að fá fleiri atkvæði en Jef­fries en það dugði ekki til.

Þá var komið að þrett­ándu umferð­inni. Þar bætti McCarthy við sig einu atkvæði en það gerði Jef­fries einnig. 214 gegn 212. Jim Jor­dan, þing­maður Repúblikana­flokks­ins, fékk sex atkvæði.

Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gengu 15 sinnum til atkvæðagreiðslu um þingforseta á fjórum dögum. Mynd: EPA

Þing­mað­ur­inn sem vildi Trump sem þing­for­seta olli usla

Í fjórt­ándu umferð­inni fékk McCarthy 216 atkvæði, akkúrat helm­ing af þeim 432 sem greidd voru. Hann vant­aði því eitt atkvæði. Einnig hefði dugað ef einn þing­maður til við­bótar hefði skráð sig fjar­ver­andi. McCarthy hafði samið við Getz, þing­mann­inn frá Flór­ída sem kaus Trump í einni umferð­inni, að skrá sig fjar­ver­andi en á síð­ustu stundu meld­aði hann sig við­stadd­ann en greiddi ekki atkvæði. Það varð til þess að McCarthy tóks ekki að tryggja sér sig­ur­inn.

Mikil ókyrrð mynd­að­ist í þingsalnum eftir fjórt­ándu umferð­ina og mun­aði litlu að til slags­mála kæmi milli Getz og Mike Rogers, þing­manns frá Ala­bama og stuðn­ings­manns McCart­hy, sem var ekki hrif­inn af upp­á­tæki Getz.

McCarthy var hins vegar ekki af baki dott­inn og fór sig­ur­viss inn í fimmt­ándu umferð­ina. Þar fékk hann 216 atkvæði sem dug­aði þar sem 428 greiddu atkvæði. Sig­ur­inn var loks í höfn.

Stjórn­mála­skýrendur eru sam­mála um að sig­ur­inn hafi þó verið dýr­keypt­ur. Með því að tryggja sér sæti þing­for­seta þurfi hann að færa litlum en rót­tækum og jafn­vel öfga­fullum hópi í flokknum ákveðin völd, svo sem sæti í mik­il­vægum þing­nefnd­um, meðal ann­ars alls­herj­ar­nefnd­inni sem hefur sterkt dag­skrár­vald og er áhrifa­mikil þegar kemur að fjár­laga­gerð. Þá gekk sú breyt­ing í gegn að nú mun einn þing­maður geta lagt fram van­traust­s­til­lögu á þing­for­seta svo hægt sé að greiða atkvæði um hvort víkja eigi honum úr emb­ætti.

En hvað með Santos?

Í gegnum allt ferlið gat McCarthy treyst á stuðn­ing einn þing­manns en ekki er víst að McCarthy kæri sig um stuðn­ing­inn. En hann skipti máli. Þing­mað­ur­inn nýkjörni, George Santos, var kjör­inn á þing fyrir New York en blaða­menn New York Times afhjúp­uðu Santos rétt fyrir jól. Hvorki menntun hans né starfs­reynsla sem hann til­tekur á fer­il­skrá sinni er sönn.

Santos hefur við­ur­kennt að hafa hvorki unnið fyrir fjár­fest­inga­bank­ann Gold­man Sachs né Citigroup. Þá við­ur­kenndi hann einnig að hafa ekki lokið háskóla­prófi þó það komi fram á fer­il­skrá hans. Í kosn­inga­bar­átt­unni sagð­ist Santos vera gyð­ingur en hið rétta er að hann er kaþ­ólikki. Santos útskýrði mál sitt með því að segj­ast vera „gyð­ing­leg­ur“ þar sem slíkan bak­grunn væri að finna í móð­ur­fjöl­skyldu hans.

Lygar Santos eru nú rann­sak­aðar sem glæp­sam­legt athæfi af hér­aðs­sak­sókn­ara í Nassau-­sýslu í New York ríki. Santos við­ur­kennir að hafa fegrað feril sinn og gert mis­tök en hann ætlar ekki að segja af sér þing­mennsku. „Ég er ekki glæpa­mað­ur.“

Santos veitti Fox News við­tal nýverið þar sem hann ræddi við Tulsi Gabb­ard, fyrr­ver­andi þing­mann Demókra­ta­flokks­ins. Gabb­ard spurði Santos meðal ann­ars hvort hann skamm­að­ist sín ekki? Santos svar­aði ekki en sagð­ist „geta sagt það sama um Demókra­ta­flokk­inn og Joe Biden Banda­ríkja­for­seta sem hefur verið að ljúga að banda­rísku þjóð­inni í 40 ár“.

Þó nokkrir þing­menn Demókra­ta­flokks­ins hafa kraf­ist að þing­for­seti efni til atkvæða­greiðslu um brott­rekstur Santos, sjái hann ekki að sér og segi sjálf­vilj­ugur af sér.

Nú þegar þing­for­seti hefur loks verið kjör­inn mun koma í ljós hvort meðal fyrstu verka full­trúa­deild­ar­innar verður að taka ákvörðun um póli­tíska fram­tíð Santos.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar