Straumur kaupir hlut í ÍV – MP, Straumur og ÍV í eina sæng?

mpbanki.jpg
Auglýsing

MP banki,Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna (LI­VE) og félag í eigu Garð­ars K. Vil­hjálms­sonar gerðu til­boð í 27,5 pró­sent hlut Íslands­banka í Íslenskum Verð­bréfum í októ­ber. Föstu­dag­inn 24. októ­ber var ákveðið að taka til­boð­inu. Þann sama daga bár­ust til­boðs­gjöf­unum upp­lýs­ingar um að Straumur hefði lagt inn til­boð í hlut­inn þegar allt stefndi í að kaupin myndu ganga í gegn. Þær upp­lýs­ing­ar, sem voru byggðar á orðrómi á fjár­mála­mark­aðn­um, reynd­ust ekki rétt­ar. Straumur gerði aldrei til­boð í hlut­inn.

Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums. Jakob Ásmunds­son, for­stjóri Straum­s.

 

Auglýsing

Hins vegar keypti bank­inn 64,3 pró­sent hlut Sæv­ars Helga­sonar og Ásgeirs Ásgeirs­son­ar, í gegnum félagið Gunner ehf., í Íslenskri eigna­stýr­ingu ehf., sem á 21,83 pró­sent hlut í Íslenskum verð­bréf­um, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Straumi býðst síðan að ganga inn í til­boð í aðra hluti í ÍV á grund­velli for­kaups­rétt­ar­á­kvæð­is. Þar á meðal er 27,5 pró­sent hlutur Íslands­banka sem MP banki (10 pró­sent), LIVE (10 pró­sent) og Garðar Vil­hjálms­son (7,5 pró­sent) til­kynntu um kaup á fyrir skömmu. Þau við­skipti, líkt og kaup Straums á hlut Sæv­ars og Ásgeirs, eru háð sam­þykki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Eins og áður segir gætu þessi áform breyst, þar sem Straumur hefur hug á að nýta for­kaups­rétt­ar­á­kvæði og einnig auka eign sína í ÍV enn frek­ar. Því gæti staðan orðið sú þegar öll kurl eru komin til grafar að Straumur yrði með tögl og hagld­ir.

Hröð atburða­rásÁ mánu­dags­morg­un, 27. októ­ber, voru kaupin á hlut Íslands­banka í Íslenskum verð­bréfum und­ir­rit­uð. Síðar sama dag bár­ust fregnir til eig­enda­hóps MP banka að Straumur hefðu keypt tæp­lega 20 pró­sent hlut þeirra Joe Lewis og Rowland-­fjöl­skyld­unnar í MP banka. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var kaup­verðið í þeim við­skiptum grund­vallað á sama verð­mati og Kjarn­inn hafði greint frá sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Það er að virði hluta­fjár bank­ans væri á bil­inu 0,3 til 0,6 sinnum eigið fé hans, sem þá nam 1,5 til þremur millj­örðum króna. Kaup­verðið á 20 fyrr­nefndum 20 pró­sent hlut nam því á bil­inu 300 til 600 millj­ónum króna.

­Kaup­verðið á 20 fyrr­nefndum 20 pró­sent hlut nam því á bil­inu 300 til 600 millj­ónum króna.

Þessi sala fór ekki vel í aðra hlut­hafa MP banka, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þeir hefðu viljað fá mögu­leik­ann á því að kaupa hlut­inn áður en hann var seldur til Straums. Þeir töldu aug­ljóst að til­gang­ur­inn væri að reyna að taka yfir MP banka, en fyrir áttu aðilar tengdir Straumi sam­tals um 3,5 pró­sent hlut í MP banka. Þar er um að ræða Stein­unni Jóns­dótt­ur, eig­anda félags­ins Arkur ehf., sem á 2,56 pró­sent hlut, og Siglu ehf., í eigu Finns Reys Stef­áns­sonar og Tómasar Krist­jáns­son­ar, sem á um eitt pró­sent hlut. Stein­unn er eig­in­kona Finns. Sigla er einn stærsti eig­andi Straums með 16,25 pró­sent eign­ar­hlut og Finnur er stjórn­ar­for­maður bank­ans.

Aðrir stórir eig­endur MP banka litu því á að Arkur og Sigla myndu stilla sér upp með Straumi ef að yfir­tökutil­raun kæmi.

End­ur­reisnÞegar MP banki var lagt til 5,5 millj­arðar króna í nýtt hluta­fé, og bank­inn í raun end­ur­vak­inn frá dauð­um, í apríl 2011, þá leiddi fjár­festir­inn Skúli Mog­en­sen þá veg­ferð. Einn við­mæl­anda Kjarn­ans sagði að Skúli hafi verið nokkur konar „master of cer­emony“ í þeirri end­ur­reisn. Hann hafi komið hópnum saman sem lagði til féð og sjálfur orðið stærsti hlut­haf­inn með 17,5 pró­sent hlut.

Sigurður Atli Jónsson er forstjóri MP Banka. Sig­urður Atli Jóns­son er for­stjóri MP Banka.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjáv­ar. Ókyrrð hefur kom­ist á hluta hlut­hafanna, sér­stak­lega þá erlendu aðila sem Skúli fékk að MP banka, og þeir hafa viljað selja sinn hlut. Rekstur MP banka hefur enda ekki gengið neitt afskap­lega vel síðan að nýju hlut­haf­arnir komu að bank­an­um. Skúli og eig­in­kona hans skildu í byrjun árs 2013 og eign­ar­hlut fjár­fest­inga­fé­lags hans í MP banka var í kjöl­farið skipt upp á milli þeirra. Skyndi­lega var Man­astur Hold­ing, félag í eigu Jos­eph C. Lewis, orðið stærsti eig­andi bank­ans. Smærri aðilar á íslenskum fjár­mála­mark­aði virð­ast ein­fald­lega ekki geta náð nægi­lega arð­bærum rekstri nema með því að sam­ein­ast öðrum og ná þar með fram kostn­að­ar­sam­legð. Þess vegna hafa nán­ast allir á „litla“ mark­aðnum verið að reyna að sam­ein­ast ein­hverjum öðr­um.

Þess vegna hafa nán­ast allir á „litla“ mark­aðnum verið að reyna að sam­ein­ast ein­hverjum öðrum.

Sam­ein­inga­til­raunir MP banka hafa reyndar verið tölu­vert meira í dags­ljós­inu en annnarra. Í maí 2013 hófust við­ræður við Íslensk Verð­bréf um kaup MP banka á hinu síð­ar­nefnda fyr­ir­tæki. Þeim við­ræðum var form­lega slitið í febr­úar 2014, meðal ann­ars vegna and­stöðu í hlut­hafa­hópi Íslenskra Verð­bréfa. Í sept­em­ber síð­ast­liðnum var síðan til­kynnt að MP banki og Virð­ing hf. hefðu ákveðið að taka upp form­legar við­ræður um sam­ein­ingu. Þær við­ræður náðu því ekki að verða mán­að­ar­gamlar áður en þeim var hætt.

Straumur að reyna að ráða förOg nú er Straumur að reyna að ná und­ir­tök­unum í MP banka. Í frétt í Morg­un­blað­inu í dag segir að sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu sem Straumur hefur kynnt ýmsum hlut­höfum MP banka und­an­farna daga mui nást kostn­að­ar­sam­legð sem nemur 666 millj­ónum króna á ári ef bönk­unum tveimur verður rennt sam­an.

­Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru stærstu hlut­hafar MP banka þó alls ekki hrifnir af sam­ein­ingu við Straum.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru stærstu hlut­hafar MP banka þó alls ekki hrifnir af sam­ein­ingu við Straum. Og aðferð­ar­fræðin sem beitt var við kaupin kemur sér­stak­lega við kaun­inn á þeim. Stærstu hlut­haf­arnir fóru sam­stundis að ráða ráðum sínum eftir að þeir fengu fregnir af kaupum Straums á hlut í bank­an­um. Nið­ur­staðan er sú að eig­endur um 70 pró­sent hluta­fjár standa saman gegn öllum til­raunum til yfir­töku og ætla „ekki að láta koma aftan að sér“, eins og einn við­mæl­andi Kjarn­ans orð­aði það. Ljóst er þó innan Straums, bæði meðal stjórn­enda og hlut­hafa, er vilji til þess að sam­eina öll félög­in, MP banka, Straum og ÍV, til­tölu­lega hratt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None