Stundum er sælla að gefa en þiggja heilt óperuhús

h_00344069.jpg
Auglýsing

Tíu ár eru síðan Óperu­húsið í Kaup­manna­höfn, Óper­an, var tekið í notk­un. Ekki er hægt að segja að friður og sátt hafi ríkt um þetta stóra hús og starf­sem­ina þar, deil­urnar hófust áður en byrjað var að byggja og þær standa enn. Sýn­inga­gestum fækkar ár frá ári.

Í grein sem danski óperu­söngv­ar­inn Stig Fogh And­er­sen skrif­aði og birt var í dag­blað­inu Politi­ken árið 1999, stakk hann upp á því að byggt yrði óperu­hús í Kaup­manna­höfn. Gamla Kon­ung­lega leik­húsið við Kóngs­ins Nýja­torg var þá eina húsið í borg­inni þar sem hægt var að svið­setja óper­ur, þótt það hafi á sínum tíma ekki verið byggt með slíkt í huga.

Ári eftir að grein óperu­söngv­ar­ans birt­ist í Politi­ken til­kynnti skipa­kóng­ur­inn (Arnold) Mærsk Mc-K­inney Möller að A.P. sjóð­ur­inn (í eigu Mærsk fjöl­skyld­unn­ar) ætl­aði að gefa dönsku þjóð­inni óperu­hús sem reist skyldi á Hólm­anum gegnt Amal­íu­borg og Marm­ara­kirkj­unni. Þar var sjóð­ur­inn búinn að kaupa lóð (svæði er lík­lega rétt­ara orð) og borg­aði fyrir 120 millj­ónir danskra króna (ca. 2.5 millj­arðar íslenskir).

Auglýsing

Í ágúst árið 2001 hófust fram­kvæmd­irn­ar. Þá hafði ekki verið gefið út bygg­inga­leyfi og eng­inn vissi hvernig húsið myndi líta út.

Þótt Danir hafi á und­an­förnum ára­tugum van­ist rausn­ar­legum styrkjum og gjöfum af öllu mögu­legu tagi frá A.P. sjóðnum var öllum ljóst að þessi þjóð­ar­gjöf, eins og Óperan hefur stundum verið köll­uð, tæki öllu fram í þeim efn­um. Gjöf­inni fylgdu þrjú skil­yrði: Óperan skyldi heyra undir Kon­ung­lega leik­hús­ið, húsið skyldi byggt á þessum til­tekna stað á Hólm­anum og að gef­and­inn réði vali arki­tekts­ins.

Gröf­urnar í gang þótt bygg­ing­ar­leyfið vant­aði



Í ágúst árið 2001 hófust fram­kvæmd­irn­ar. Þá hafði ekki verið gefið út bygg­inga­leyfi og eng­inn vissi hvernig húsið myndi líta út. Þessu verk­lagi var mót­mælt, það breytti engu og stór­virkar vélar grófu ein­hverja stærstu holu sem sést hefur í Dan­mörku, eins og blöðin orð­uðu það.

Í októ­ber sama ár var til­kynnt að arki­tekta­stofa Henn­ings Larsen myndi ann­ast hönnun húss­ins. Eng­inn hafði neitt við valið á arki­tekt­inum að athuga, Henn­ing Larsen (1925 – 2013) var í hópi þekkt­ustu arki­tekta Dan­merkur og teikni­stofa hans tekið þátt í hönnun margra þekktra bygg­inga, þar á meðal Hörpu í Reykja­vík.

Þegar Henn­ing Larsen lagði fram teikn­ingar sínar kom í ljós að ekki veitti af stórri og djúpri holu því sam­kvæmt teikn­ing­unum yrði húsið sam­tals 41 þús­und fer­metrar á fjórtán hæð­um, þar af fimm neð­an­jarð­ar. Mik­ill kraftur var í bygg­ing­ar­fram­kvæmd­un­um, blöðin gerðu því skóna að Mærsk Mc-K­inney Möller vildi að verk­inu yrði lokið meðan hans nyti við en hann var að verða níræður þegar fram­kvæmd­irnar hófust.

Ráð­ríkur gef­andi



Fljót­lega eftir að byrjað var að byggja lak það út, eins og sagt er, að Mærsk Mc-K­inney Möller vildi hafa sitt að segja um vinnu arki­tekt­anna. Þær leka­fréttir voru svo stað­festar þegar kynnt var nýtt og tals­vert breytt útlit fram­hliðar húss­ins, þeirrar sem snýr að Amali­en­borg.

Ekki voru allir jafn­hrifnir af þeirri breyt­ingu og í einu blað­anna mátti lesa „að vissu­lega væri Mærsk klár við­skipta­jöfur en hann ætti kannski að láta arki­tekt­ana ráða útliti Óper­unn­ar.“ Skipa­kóng­ur­inn og arki­tekt­inn deildu um fjöl­mörg önnur atriði og síðar var haft eftir Hennig Larsen að hann hefði gjarna viljað losna undan þessu verk­efni ef hann hefði get­að.

Þekktir lista­menn voru fengnir til að gera skreyt­ing­ar, velja vegg­klæðn­ingar og svo fram­veg­is. Þar á meðal Ólafur Elí­as­son (sem Danir kalla ætíð dansk-­ís­lenskan lista­mann) sem gerði þrjá stóra ljósa­kúpla sem prýða and­dyr­ið.

Arnold Arnold Mærsk Mc-K­inney Möller vildi hafa sitt að segja um útlit óperu­húss­ins. Afskipta­semi hans lagð­ist þungt á arki­tekt húss­ins. ­Mærsk Mc-K­inney Möller lést 16. apríl 2012, þá 98 ára gam­all.

Stórt og dýrt



Húsið er eins og áður sagði um það bil 41 þús­und fer­metr­ar. Þar eru tveir sal­ir, sá stærri, kall­aður Stóra svið­ið, tekur 1500 – 1700 manns í sæti en sá minni Takk­elloftet (kaðla­loft­ið, veið­ar­færa­loft­ið) 180 manns. Í and­dyr­inu er veit­inga­staður en alls eru í hús­inu um það bil 1000 vist­ar­ver­ur, stórar og smá­ar.

Heild­ar­kostn­aður við bygg­ingu húss­ins, fyrir utan lóð­ina, nam 2,5 millj­örðum danskra króna árið 2005 (ca. 52 millj­arðar íslenskir). Óperu­húsið var tekið í notk­un, með mik­illi við­höfn, þann 15. jan­úar 2005.

Eitt er að gefa, annað að þiggja



Í gjafa­bréfi A.P. Möller sjóðs­ins er skýrt tekið fram að húsið sé gjöf til dönsku þjóð­ar­inn­ar, ekk­ert rekstrafé fylgdi með. Ekki kom til greina að afþakka svo höfð­ing­lega gjöf en hjá yfir­stjórn Kon­ung­lega leik­húss­ins byrj­uðu við­vör­un­ar­ljósin strax að blikka. Stjórn­inni var semsé ljóst að þótt hún fengi húsið í hend­urnar væri ekki nema hálf sagan sögð: það kostar stórfé að reka Óperu­hús og tekjur af miða­sölu og öðru slíku geta aldrei staðið undir rekstr­in­um.

Stjórn leik­húss­ins var komin með heilt óperu­hús á herð­arnar án þess að fjár­fram­lög til leik­húss­ins í heild ykjust að sama skapi. Í upp­hafi fékk Kon­ung­lega reyndar 100 millj­óna króna (rúma 2 millj­arða íslenska) auka­fjár­veit­ingu vegna Óper­unn­ar, svona til að koma henni almenni­lega úr spor­unum eins og einn þing­maður orð­aði það.

Stjórn­inni var vandi á hönd­um, til tals kom að loka gamla leik­hús­inu við Kóngs­ins Nýja­torg en þegar til kom reynd­ist ekki vilji til þess. Gamla leik­húsið er glæsi­leg bygg­ing (tekin í notkun 1874) og rúmar 1600 manns í sæti. Þegar þarna var komið sögu var líka verið að byggja nýtt leik­hús, Sku­espil­hús­ið, neðan við Nýhöfn­ina, það kom í stað Stærekass­ans svo­nefnda sem stendur við hlið gamla leik­húss­ins. Í dag rekur Kon­ung­lega því þrjú hús, Kon­ung­lega leik­hús­ið, Óper­una og Sku­espil­hús­ið.

Frá formlegri opnun óperuhússins í Kaupmannahöfn, þann 15 janúar árið 2005. Frá form­legri opnun óperu­húss­ins í Kaup­manna­höfn, þann 15 jan­úar árið 2005.

Á fyrsta heila starfs­ári Óper­unnar á Hólm­anum (2006) voru áhorf­end­urnir 244 þús­und og sýn­ing­arnar 287. Þetta var mikil aukn­ing en 148 þús­und sóttu óperu­sýn­ingar í gamla leik­hús­inu árið 2004. Þessi aðsókn reynd­ist þó ekki fyr­ir­boði „ríf­andi gangs“ eins og stundum er kom­ist að orði, því síðan hefur sýn­inga­gestum fækkað ár frá ári og á síð­asta ári komu 152 þús­und gestir í húsið á 128 sýn­ing­ar. Þessar tölur tala sínu máli.

Fram­tíðin og for­tíðin



Stjórn­endur Óper­unnar segja ástæð­urnar fyrir því að færri sæki sýn­ingar en áður þær að starf­sem­inni sé þröngur stakkur skor­inn og fjár­veit­ingar leyfi ekki meiri starf­semi, 100 millj­ón­irnar sem fylgdu með í upp­hafi hafi verið skornar við trog. Fækkað hefur verið í óperu­hljóm­sveit­inni og litla svið­ið, Takk­elloft­ið, er lokað og óvíst hvenær þar verður breyt­ing á. Menn­ing­ar­mála­ráð­herrann, Mari­anne Jel­ved, hefur sagt að eins og nú sé ástatt í fjár­málum danska rík­is­ins séu ekki meiri pen­ingar í boði og þar við sitji.

Í til­efni þess að tíu ár eru frá því að Óperu­húsið var tekið í notkun hafa farið fram miklar umræður um starf­sem­ina og hvað sé framund­an. Gagn­rýn­is­radd­irnar eru margar og áber­andi: verk­efna­valið sé íhalds­samt, það sé alltaf verið að sýna gamlar óper­ur, á síð­asta leik­ári var nýjasta óperan frá 1977 og meira en helm­ingur verk­anna eldri en 100 ára. Helm­ingur þeirra verka sem sýnd verða á þessu starfs­ári hafa verið sýnd áður í Óper­unni.

Stjórn­endur segja að það sé ein­fald­lega þannig að óperu­gestir hér, eins og ann­ars stað­ar, vilji helst sjá þekkt verk jafn­vel þótt þeir hafi séð þau marg­sinnis áður.

Þótt Óperan sé áber­andi þar sem hún stendur er ekki að sama skapi auð­velt að kom­ast að henni, það var öllum ljóst frá upp­hafi. Húsið er ein­angr­að, engir eiga leið þar hjá í dags­ins önn og þegar þessi pistla­skrif­ari var þar á ferð fyrir skömmu var ekki lif­andi sálu að sjá, hvorki utan dyra né inn­an. Gagn­rýnendur segja að þó húsið sé sýni­legt sé ekki hægt að segja það sama um starf­sem­ina, í könnun sem eitt dag­blað­anna gerði kom í ljós að eng­inn þeirra sem spurður var vissi nafn óperu­stjór­ans. Engin skipu­leg kynn­ing­ar­starf­semi fer fram, engar skóla­heim­sókn­ir, allt ein­fald­lega stein­dautt segir fólk.

Óperu­stjór­inn, Sven Mull­er, (byrj­aði 2012) tekur undir þá gagn­rýni að Óperan sé alltof ósýni­leg og því verði að breyta. Í blaða­við­tali vegna tíu ára afmæl­is­ins seg­ist hann, þrátt fyrir erf­ið­leik­ana nú um stund­ir, vera bjart­sýnn og viss um að brátt komi betri óperu­tím­ar. Undir þá ósk geta margir tekið en eins og í ljóð­inu um þá Snata og Óla er ekki gott að segja hvenær kakan og jólin koma hjá Óper­unni.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None