Þegar meirihlutinn þegir er voðinn vís

nierth.jpg
Auglýsing

Nafn bæj­ar­ins Tröglitz, í sam­bands­land­inu Sach­sen-An­halt í Þýska­landi, hefur á nokkrum vikum orðið sam­nefni fyrir þær áskor­anir sem Þýska­land stendur frammi fyrir vegna komu sífellt fleiri flótta­manna til lands­ins.

Fréttin sem kom Tröglitz á kortið barst í byrjun mars. Bæj­ar­stjór­inn, Marcus Nierth, hafði fengið sig fullsaddan af hót­unum og sví­virð­ingum hægri öfga­sinna í bænum og ákvað að segja af sér. Nierth hafði unnið að því að und­ir­búa komu 40 flótta­manna til bæj­ar­ins og hvatti bæj­ar­bú­ana, 2800 tals­ins, til að taka vel á móti þeim, - við dræmar und­ir­tekt­ir. Á hverju sunnu­dags­kvöldi frá því í jan­úar höfðu um 150 íbúar bæj­ar­ins tekið þátt í mót­mæla­göngum gegn komu flótta­fólks­ins og nú stóð til að gengið yrði að heim­ili bæj­ar­stjór­ans. Nierth sá ekki annan kost í stöð­unni en að segja af sér, til að vernda fjöl­skyldu sína, og lýsti því yfir að honum þættu yfir­völd og meiri­hluti íbúa bæj­ar­ins hafa brugð­ist sér. Um pásk­ana dró aftur til tíð­inda í Tröglitz þegar eldur kom upp í hús­næði sem til stóð að myndi hýsa flótta­fólk­ið. Stað­fest hefur verið að um íkveikju var að ræða en ekki hefur tekist að upp­lýsa hver stóð að henni. Eðli­lega liggja þeir undir grun sem barist hafa gegn komu flótta­fólks­ins til bæj­ar­ins.

Vel­komnir



Það er óhætt að segja að frétt­irnar frá Tröglitz hafi komið við kaunin á þýskum stjórn­mála­mönn­um. Hver eftir annan hafa þeir lýst því yfir að flótta­menn og hæl­is­leit­endur séu vel­komnir í Þýska­landi og að ekki verði látið undan kröfum þeirra sem ala á hatri á útlend­ing­um. Í kjöl­farið hafa þýskir fjöl­miðlar varpað kast­ljós­inu á mál­efni flótta­manna og hæl­is­leit­enda og reynt að svara því hvað fái fólk í litlum bæ úti á landi til að standa upp frá sófa­borð­inu á sunnu­dags­kvöldum til að sýna í verki and­stöðu sína við komu hæl­is­leit­enda til bæj­ar­ins.

Aðspurðir segja margir mót­mæl­end­anna að þeir hafi ekk­ert á móti útlend­ingum en þeir séu hrædd­ir. Hræddir um að glæpum muni fjölga, inn­brotum og þjófn­uð­um; hræddir um að þurfa að bíða enn lengur en nú þegar eftir tíma hjá heim­il­is­lækn­in­um; hræddir við að fá meiri sam­keppni um þau fáu störf sem séu í boði; en líka hræddir um að ef „þetta fólk“ hangi atvinnu­laust allan dag­inn sé ómögu­legt að vita upp á hverju það taki. Margir eru líka reið­ir. Reiðir yfir því að hafa ekki fengið betri upp­lýs­ingar frá bæj­ar­yf­ir­völd­um, til dæmis um hvaðan flótta­menn­irnir koma, hvað þeir ætli að vera lengi, hvað þeir vilji og hver eigi að borga brús­ann.

Auglýsing


Flótta­fólki sem kemur til Þýska­lands er dreift á þýsku sam­bands­löndin í hlut­falli við íbúa­fjölda og skatt­tekj­ur. Það er á ábyrgð sam­bands­land­anna að sjá fyrir fólk­inu, skaffa því hús­næði og tryggja öryggi þess, en flest löndin hafa fært þessi verk­efni yfir til hér­aða og sveit­ar­fé­laga. Á meðan Tröglitz hefur orðið að dæmi um allt sem miður getur far­ið, þegar koma flótta­fólks er und­ir­bú­in, hafa margir bent á nágranna­bæ­inn Hohen­möl­sen, þar sem búa um 10.000 manns, sem dæmi um hvernig vel geti tek­ist til. Bær­inn tók nýverið á móti 58 flótta­mönnum og hafði und­ir­búið komu þeirra vel. Mikil áhersla var lögð á að upp­lýsa bæj­ar­búa, hlusta á áhyggjur þeirra og ræða þær. Meðal ann­ars var íbú­unum boðið að koma og skoða hús­næði flótta­mann­anna til að sjá með eigin augum hve fábrotin aðstaða þeirra væri. Í stuttu máli gekk áætl­unin upp, bæj­ar­búar hafa sam­ein­ast um að taka vel á móti fólk­inu og hafa aðstoðað það eftir megni. Bæj­ar­stjór­inn, Andy Haugk, vill þó gera sem minnst úr mun­inum á Tröglitz og Hohen­möl­sen. Þar í bæ sé líka hópur fólks sem hafi allt á hornum sér vegna flótta­fólks­ins og að í grunn­inn hafi sami ótt­inn verið til staðar hjá íbú­unum þar. „Við vorum heppin að hjá okkur skyldi eng­inn fáviti kveikja í“ sagði hann í nýlegu við­tali.

 

Ræt­urnar í hinu óþekkta



Í aust­ur­hluta Þýska­lands, sér­stak­lega í minni bæj­um, eru útlend­ingar sjald­séð­ir. For­dómar gagn­vart flótta­fólki eiga því að ein­hverju leyti rætur sínar í ótt­anum við hið óþekkta. Ýmsir hafa líka bent á það til útskýr­ingar að þetta sé fólk sem fædd­ist í Þýska Alþýðu­lýð­veld­inu, þar hafi ekk­ert upp­gjör við nas­ista­tím­ann átt sér stað til dags­ins í dag, engin upp­reisn 68 kyn­slóð­ar­innar og engin upp­ræt­ing úreltra við­horfa, meðal ann­ars til útlend­inga. Í dag líti þetta fólk að stórum hluta á sig sem afskipt fórn­ar­lömb sam­ein­ingar Þýska­lands, sem í ald­ar­fjórð­ung hafi búið við atvinnu­leysi, fólks­flótta og brostna drauma af hennar völd­um. Frá þeirra sjón­ar­hóli eigi nú að hygla flótta­fólk­inu á þeirra kostn­að.

Mót­mæli, móðg­anir og árásir sem bein­ast gegn hæl­is­leit­endum og flótta­fólki og bústöðum þeirra eiga sér þó ekki bara stað í gamla Aust­ur-Þýska­landi heldur í öllu Þýska­landi og raunar víðs vegar í löndum Evr­ópu. Tröglitz er langt frá því að vera eins­dæmi. Sam­kvæmt tölum frá Ama­deu Ant­onio stofn­un­inni og Pro Asyl  voru gerðar 153 ofbeld­is­árásir á dval­ar­staði flótta­manna og hæl­is­leit­enda í Þýska­landi árið 2014, þar af 35 íkveikj­ur. Þetta eru nær þrisvar sinnum fleiri ofbeld­is­árásir en árið áður (2012: 24; 2013: 58). Á sama tíma hefur flótta­mönnum og hæl­is­leit­endum í Þýska­landi fjölgað mjög ört. 202 þús­und mann­eskjur sóttu um hæli í Þýska­landi árið 2014, nær fjórum sinnum fleiri en árið 2011 (2011: 53.000; 2012: 78.000; 2013: 127.000). Lang­flestir hæl­is­leit­endur komu frá Sýr­landi en því næst frá Serbíu, Erít­reu og Afganist­an. Útlit er fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga hratt en á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2015 höfðu 85.000 ein­stak­lingar sótt um hæli.

Sam­kvæmt Dyfl­in­ar­reglum Evr­ópu­sam­bands­ins verða flótta­menn að sækja um hæli í því landi sam­bands­ins sem þeir koma fyrst til. Eins og fréttir af björg­un­ar­að­gerðum Týs við Mið­jarð­ar­haf sýna eru það oft­ast Ítal­ía, Grikk­land eða Malta. Þrátt fyrir það sótt­ist um þriðj­ungur allra hæl­is­um­sækj­enda í Evr­ópu árið 2014 eftir hæli í Þýska­landi, og það þótt landið liggi ekki að sjó nema til norð­urs og eigi ella landa­mæri að öðrum ESB-­ríkjum auk Sviss. Margir umsækj­endur eiga því á hættu að vera vísað aftur til baka þangað sem þeir stigu fyrst á land. Tafir á afgreiðslu hæl­is­um­sókna hafa mikið til unn­ist upp eftir að 300 nýir starfs­menn voru ráðnir til afgreiðsl­unn­ar. Að með­al­tali er bið­tími afgreiðslu nú um 6 mán­uðir en rík­is­stjórnin hefur sett sér það mark­mið að þeir verði ekki fleiri en þrír. Á meðan er fólkið á fram­færi þýsku sam­bands­land­anna og því þarf að finna sama­stað. Hin öra fjölgun hæl­is­leit­enda hefur valdið því að sífellt erf­iðar reyn­ist að koma fólk­inu í almenni­legt hús­næði. Á lands­vísu búa ein­ungis um 55% hæl­is­leit­enda í íbúð­um. Tæpur helm­ingur fólks­ins dvelur í stórum hópum í bráða­birgða­hús­næði; neyð­ar­skýl­um, íþrótta­hús­um, gáma­þyrp­ing­um, tjöld­um, loft­born­um/­upp­blásnum húsum eða aflögðum her­skál­um.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Tröglitz ætla ekki að láta undan kröfum þeirra sem vilja ekki fá flótta­fólkið til bæj­ar­ins. Það væru röng skila­boð til hægri öfga­sinna. Fyrstu flótta­menn­irnir eru vænt­an­legir í maí og hefur þeim verið fundið nýtt hús­næði. Í nýj­ustu útgáfu viku­blaðs­ins Zeit er sagt frá því að þétt­setið hafi verið í kirkj­unni í Tröglitz síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Tveir sýr­lenskir flótta­menn úr nágranna­bænum Hohen­möl­sen sögðu sögu sína og beðið var fyrir þeim flótta­mönnum sem eru vænt­an­legir til Tröglitz. Á göngu um bæinn síðar sama kvöld hitti blaða­maður Zeit nokkra bæj­ar­búa, krúnurak­aða í jogg­in­göll­um, ekki langt frá hús­inu sem kveikt var í. „Von­andi kviknar bráðum aftur í“ segir einn í hópn­um. Blaða­maður spyr hvort hann hafi heyrt rétt. „Von­andi kviknar bráðum aftur í“ end­ur­tekur hann, „svo að þeir komi örugg­lega ekki“.

Lær­dóm­ur­inn af atburð­unum í Tröglitz, og umræð­unum sem hafa farið fram í kjöl­far­ið, er að það þarf atbeina bæði stjórn­mála­manna og almenn­ings til þess að koma mál­efnum flótta­manna og hæl­is­leit­enda í far­sælan far­veg. Stjórn­mála­menn og stjórn­sýslan á öllum stigum þurfa að vanda sig í sam­skiptum við heima­menn; hlusta á áhyggjur þeirra og taka þær alvar­lega, svara spurn­ingum heið­ar­lega en standa um leið fast á sínu. Eftir því sem um er að ræða fátæk­ari svæði, eins og á við um Tröglitz og mörg önnur sveit­ar­fé­lög einkum í aust­ur­hluta Þýska­lands, þar sem stjórn­mála­menn hafa lengi þurft að skera niður þjón­ustu við íbú­ana, verður vand­virkni í vinnu­brögðum og rök­stuðn­ingi mik­il­væg­ari.

Yfir­völd þurfa líka að styðja vel við þá heima­menn sem vilja leggja sitt af mörkum til að aðstoða flótta­fólkið við að koma sér fyrir í nýjum heim­kynn­um. Alls staðar er til fólk sem er reiðu­búið að hjálpa, hvort heldur sem er með því að leggja til gamlan hús­bún­að, notuð föt eða leik­föng eða með því að fylgja fólki til læknis og túlka. Líka í Tröglitz. En á stöðum þar sem hópur hjálp­fúsra er lít­ill og raddir and­stæð­inga háværar ríður á að hinn þögli meiri­hluti láti til sín heyra, and­mæli þeim sem breiða út hat­urs­boð­skap, hlusti á þá sem eru hræddir og grípi til aðgerða ef ekki dugir annað til; upp­reisn hinna sóma­kæru.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None