Þróunarsamvinnustofnun lögð niður - afhverju (ekki)?

Fiskimenn..Kalanga.h.ra.i..Viktor.uvatni.jpg
Auglýsing

Í mars 2013 sam­þykkti Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um Þró­un­ar­sam­vinnu­á­ætlun 2013-2016, unna af utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem mála­flokk­ur­inn heyrir und­ir. Í henni er stefnt að því að hlut­deild Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar Íslands­(ÞS­SÍ) í útgjöldum til þró­un­ar­mála verði 40% á meðan afgangnum er ráð­stafað fyrst og fremst til alþjóð­stofn­anna. Nú eru þær fyr­ir­ætl­anir breyttar að því leyti að nú stendur til að leggja niður Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Íslands og færa hana undir Utan­rík­is­ráðu­neytið sam­kvæmt frum­varpi sem Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, hefur lagt fram á Alþingi. Í frum­varp­inu má sjá að aðgerðin er fyrst og fremst stjórn­sýslu­leg þar sem allt stars­fólk og öll verk­efni ÞSSÍ munu fær­ast inn í ráðu­neyt­ið. Ekki á afnám ÞSSÍ (eins og aðgerðin var orðuð í fyrstu) að fela í sér stefnu­breyt­ingu og að sögn utan­rík­is­ráð­herra verður t.a.m. áfram haldið í ICEIDA nafn­ið, sem stofn­unin ber erlend­is.

ÞSSÍ hefur frá form­legri stofnun árið 1981 haft yfir­um­sjón með svo­kall­aðri tví­hliða þró­un­ar­að­stoð Íslend­inga, þar sem Ísland er í beinu starf­starfi við ákveðin lönd sem þiggja þró­un­ar­að­stoð. Í dag eru þau lönd Mala­ví, Mósam­bík og Úganda, auk þess sem ÞSSÍ hefur stutt jarð­hita­rann­sóknir á nokkrum stöðum í aust­an­verðri Afr­íku. Marg­hliða þró­un­ar­sam­vinna, þar sem Ísland leggur sitt að mörkum til alþjóða­stofn­anna eins Alþjóða­bank­ans (World Bank) og þró­un­ar­að­stoðar Sam­ein­uðu Þjóð­anna(UNDP) er á for­ræði utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sjálfs.

Hörð and­staða og skiptar skoð­anirÍ fyrstu umræðu á Alþingi mætti frum­varpið mik­illi and­stöðu. Nær ein­göngu þing­menn stjón­ar­and­stöð­unnar tjáðu sig um málið og hafa nokkrir þeirra lagt fram 21 spurn­ingu til ráð­herra. Árni Páll Árna­son gagn­rýndi t.d. harð­lega að það væri mjög óljóst hvernig ætti að haga eft­ir­liti með fram­kvæmd þró­un­ar­sam­vinnu sam­kvæmt frum­varp­inu, Alþingi hefði minna um mála­flokk­inn að segja,  vinna stofn­un­ar­innar væri mjög sér­hæfð og að með þessu skap­að­ist hætta á að fólk sem skortir fag­þekk­ingu vinni að mála­flokkn­um. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, ásamt fleirum spurðu hvers vegna væri ekki beðið eftir nið­ur­stöðu úttektar þró­un­ar­sam­vinnu­nefndar OECD (DAC) á þró­un­ar­sam­vinnu Íslend­inga sem verður til­búin á næsta ári. Margir þing­menn undr­uð­ust einnig að það ætti að leggja niður stofnun sem eft­ir­lits­að­ilar og utan­rík­is­ráð­herra sjálfur segja að standi sig mjög vel.

Gunnar Bragi Sveinsson hefur lagt fram frumvarp um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Gunnar Bragi Sveins­son hefur lagt fram frum­varp um að leggja niður Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði utan­rík­is­ráð­herra, Gunnar Bragi Sveins­son, að til­gang­ur­inn með frum­varp­inu sé að ná fram sam­legð­ar­á­hrif­um, nýta betur starfs­fólk og gera þannig betur í mála­flokknum eins og lagt er til í skýrslu Þóris Guð­munds­sonar. Hann ótt­ast ekki að hags­muna­á­rekstrar verði á milli diplómat­ískra hags­muna Íslands ann­ars vegar og hags­muna þeirra sem þiggja aðstoð hins veg­ar. Raunar sé þetta leið sem ýmis nágranna­lönd okk­ar, t.d. Danir og Norð­menn, hafa farið með góðum árangri að hans sögn og að skilin milli utan­rík­is­stefnu og þró­un­ar­mála séu ekki eins skýr og áður. Ráð­herra árétt­aði að ekki stæði til að breyta fram­kvæmd þró­un­ar­sam­vinnu að öðru leyti og að til­lögur Þóris um að fækka sam­starfs­löndum og opna í stað­inn sendi­ráð í Eþíópíu eða Kenýa séu ekki í kort­unum sem stend­ur.

Starfs­maður ÞSSÍ, sem ekki vill láta til nafns síns get­ið, ótt­ast þó að raunin sé önn­ur. Á síð­ustu 20 árum hafi allir utan­rík­is­ráð­herrar fengið það inn á borð til sín að leggja stofn­un­ina niður og færa hana inn í ráðu­neyt­ið. Hann spyr: af hverju er þessi löngun fyrir hendi hjá starfs­mönnum ráðu­neyt­is­ins? "Ég held að svarið sé þá að það sé löngun til að kom­ast yfir þessa fjár­muni til þess að geta opnað fyrir fleiri sendi­ráð­s­pósta fyrir utan­rík­is­þjón­ust­una. Þetta er vand­inn sem við eigum við að glíma um leið og við eigum að taka til varna fyrir stofn­un­ina sem á að leggja nið­ur, þá erum að fara inn í faðm ráðu­neyt­is­ins sem ætlar að taka á móti okk­ur. Hræði­leg staða og þess vegna segir eng­inn neitt. Það þorir eng­inn að opna munn­inn.“

Starfs­mað­ur­inn sagði að innan stofn­un­ar­innar væri mikil óánægja með til­lög­un­ar, þær þyki ótíma­bærar og illa rök­studd­ar, eins og rakið er í athuga­semdum ÞSSÍ við skýrslu Þór­is.

ÞSSÍ starfar meðal annars í Malí. ÞSSÍ starfar meðal ann­ars í Malaví.

Langt á eftir nágrönnum okkarHeild­ar­fram­lög til þró­un­ar­sam­vinnu Íslend­inga árið 2015 verða 3,6 millj­arðar sam­kvæmt fjár­lög­um, þar fær ÞSSÍ 1,6 millj­arða. Þetta er ríf­lega helm­ingur af því sem stefnt var á í Þró­un­ar­sam­vinnu­á­ætlun 2013-2016. Utan­rík­is­ráð­herra segir að í Þró­un­ar­sam­vinnu­á­ætlun hafi mennt ætlað sér of mik­ið. Hann von­ast þó til að sjá fram­lög hækka hægt og bít­andi og mun lík­lega leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis á vor­þingi. Að hans sögn er 0,3% af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu, sem er með­al­tal OECD ríkja, eitt­hvað sem hann langi að horfa til á fyr­ir­séðum tíma. Þess má geta að við­mið Sam­ein­uðu Þjóð­anna er að fram­lög til þró­un­ar­mála nemi 0,7% af þjóð­ar­fram­leiðslu.

Ísland er mik­ill eft­ir­bátur Norð­ur­land­anna í fram­lögum til þró­un­ar­sam­vinnu og var hlut­fall þró­un­ar­að­stoðar af þjóð­ar­fram­leiðslu Íslands árið 2013 ein­ungis 0.26% á meðan Sví­þjóð og Nor­egur voru yfir 1%. Raunar er Ísland eft­ir­bátur mest­allrar Norð­ur­-­Evr­ópu í þessum mál­um. Ef horft er á útgjöld á mann til tví­hliða þró­un­ar­að­stoðar sést að þau eru frekar lág miðað við aðrar þjóðir eða um rúm­lega 5.000 krónur á mann. Það er um tíundi hluti af fram­lagi Dana, sem þó hafa nær sömu lands­fram­leiðslu á mann og Íslend­ing­ar. Sé enn­fremur horft á hve Ísland er fámennt sést að ÞSSÍ er mjög lítil stofnun miðað við sam­bæri­legar erlendar stofn­an­ir. Í Úganda var fram­lag ÞSSÍ ein­ungis 0,14% af allri tví­hliða þró­un­ar­að­stoðar til lands­ins árið 2013, þrátt fyrir að Úganda sé eitt af þremur sam­starfs­löndum Íslands. Þar að auki starfa nær all­ir, ef ekki all­ir, veit­endur þró­un­ar­að­stoðar í mun fleiri löndum.

Löndunarstaður í Kalangala héraði á Viktoríuvatni, sem er fjármagnaður af ÞSSÍ. Lönd­un­ar­staður í Kalangala hér­aði á Vikt­or­íu­vatni, sem er fjár­magn­aður af ÞSSÍ.

Í ljósi þess hve lítil stofnun ÞSSÍ er í alþjóð­legu sam­hengi má skilja þessar fyr­ir­ætl­an­ir. Margir hafa þó spurt á móti hvort ekki sé nær að færa fleiri verk­efni inn í þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un. Að sögn ÞSSÍ eru ýmis verk­efni utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í eðli sínu tví­hliða aðstoð, þó þau séu marg­hliða að nafn­inu til, vegna þess að þau eru eyrna­merkt ákveðnum verk­efn­um. Vilji er innan stofn­un­ar­innar til að taka að sér fleiri verk­efni og reyndi Davíð Odds­son þegar hann var utan­rík­is­ráð­herra að færa öllu þró­un­ar­sam­vinnu verk­efni þang­að, sem mætti væg­ast sagt harðri and­stöðu.

Það er ljóst að rök eru fyrir því að reyna að ná fram stærð­ar­hag­ræði í þró­un­ar­sam­vinnu með til­lög­un­um. Einnig eru, eins og hefur verið tíundað hér að ofan, ýmis­legt sem mælir gegn því. Þess vegna verður mjög for­vitni­legt að sjá hvernig þessi mál­efni þró­ast. Einnig verður athygl­is­vert að sjá hvert Íslend­ingar ætla að stefna í sinni þró­un­ar­sam­vinnu, þar við erum langt á eftir öðrum nágranna­þjóðum okkar þegar kemur að fram­lög­um. Við erum að drag­ast frekar aftur úr ef eitt­hvað er, þvert á þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una sem var sam­þykkt árið 2013. Ekki er þetta ein­ungis for­vitni­legt því þarna er farið með skatt­fé, heldur sér­stak­lega vegna þess að því er ráð­stafað til að hjálpa fátæk­asta fólki heims, sem getur aðeins látið sig dreyma um lífs­gæðin sem við búum við á Íslandi.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None