Topp 10 - Félagsskiptasögurnar sem fóðruðu fjölmiðlana

Figo.jpg
Auglýsing

Félags­skipta­sögur í knatt­spyrnu­heim­inum eru hluti af umfangs­mik­illi fjöl­miðlaum­fjöllun ár hvert. Þær eru í hámarki á sumrin þegar knatt­spyrnu­fé­lög eru að stilla saman strengi sína og setja saman leik­manna­hópa. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur er mik­ill áhuga­maður um fót­bolta, og tók saman lista yfir sögur þar sem leik­menn ýmist fóru eða fóru ekki frá félögum sínum þegar allt koma til alls.

10. Alan She­arer



Til Manchester United 1991-1996

Senni­lega ein lengsta félaga­skipta­saga enskrar knatt­spyrnu. She­arer sló í gegn hjá Sout­hampton og mörg lið höfðu áhuga, þar á meðal Manchester United sem tvisvar sinnum báru víurnar í hann. Það voru þó hinir nýríku Black­burn Rovers sem brugð­ust skjótt við og keyptu She­arer á met­upp­hæð, 3,3 millj­ónir punda árið 1992. Aftur reyndu United að kaupa hann fjórum árum síðar og allt virt­ist frá­geng­ið. En þá fund­aði Kevin Keegan, stjóri Newcastle United, með She­ar­er. She­arer sem upp­al­inn er í Newcastle var í kjöl­farið keyptur á 15 millj­ónir punda og varð þar með dýr­asti leik­maður heims. Hann vann ein­ungis einn titil á ferl­inum en er marka­hæsti leik­maður deild­ar­innar með tölu­verðum yfir­burð­um, vann slatta af ein­stak­lings­verð­launum og er lif­andi goð­sögn í heimabæ sín­um.

 

Auglýsing




  1. Ron­ald­inho







Frá Paris St. Germain til Barcelona 2003

Joan Laporta vann kosn­ingar til for­seta Barcelona árið 2003 á því lof­orði að kaupa David Beck­ham frá Manchester United. Eftir nokkur mögur ár þurftu Barcelona nýja hetju til að lyfta þeim. Það var þó löngu ákveðið að Beck­ham færi til erki­fj­end­anna í Madrid. Sem stað­gengil ætl­uðu United að fá brasil­íska ungst­irnið Ron­ald­in­ho. Barcelona stigu þá fram og beittu Sandro Ros­ell, sem var nýkjör­inn í stjórn Barca og þekkti Ron­ald­inho í gegnum Nike. Ron­ald­inho var um það bil að fara að skrifa undir hjá United þegar Ros­ell hringdi. Ron­ald­inho vann allt sem hægt var að vinna í Barcelona og fékk meira að segja stand­andi lófa­klapp frá aðdá­endum Real Madrid eftir magn­aða frammi­stöðu. Það má í raun segja að mótun besta liðs allra tíma hafi byrjað með þessum skipt­um.





  1. Cesc Fabre­gas







Frá Arsenal til Barcelona 2010-2011

End­ur­koma Cesc Fabre­gas til Barcelona er ein lang­dregn­asta félaga­skipta­saga seinni tíma. Stjórn­ar­menn, þjálf­arar og leik­menn Barcelona virt­ust skipt­ast á í að koma fram í fjöl­miðlum og tjá sig um hug­ar­á­stand Fabre­g­as. Það var jú vitað að Fabre­gas þráði að kom­ast aftur á sínar æsku­slóð­ir, hann hafði tjáð Arsene Wen­ger þjálf­ara Arsenal það. En stans­lausar athuga­semdir og sam­skipti Barca-­manna við Fabre­gas voru á gráu svæði laga­lega. Þrýst­ing­ur­inn var mestur á HM í Suður Afr­íku 2010 þegar Josep Guardi­ola þjálf­ari heim­sótti liðið í einum til­gangi. Hámark smekk­leysunnar átti sér svo stað undir lok móts­ins þegar Carles Puyol og Ger­ard Pique þving­uðu Fabre­gas í Barca-­treyju. Rúm­lega ári seinna gengu skiptin í gegn fyrir mun lægri upp­hæð en Arsenal vildu fá.





  1. Steven Gerr­ard







Frá Liver­pool til Chel­sea 2004-2005

Það er erfitt að hugsa sér Steven Gerr­ard hjá nokkru öðru liði en Liver­pool, þar sem hann byrj­aði fer­il­inn átta ára gam­all. En sum­arið 2005 sendi hann aðdá­endur félags­ins í til­finn­inga­legan rús­sí­bana. Ári áður hafði hann hafnað því að ganga til liðs við Chel­sea því að hann bar mikið traust til Rafa Beni­tez sem var þá nýráð­inn þjálf­ari Liver­pool. Liver­pool unnu meist­ara­deild­ina það ár í dramat­ískum úrslita­leik þar sem Gerr­ard hrein­lega dró liðið áfram. Eftir leik­inn sagði hann „Hvernig get ég farið eftir svona kvöld?“. En nokkrum vikum seinna bað hann stjórn Liver­pool um félaga­skipti. Aðdá­endur brenndu treyjur merktar honum og mót­mæltu fyrir utan Anfi­eld. Gerr­ard hélt sig inn­an­dyra og bruddi róandi töfl­ur. Þann sama dag dró hann beiðn­ina til baka og skrif­aði loks undir nýjan samn­ing.





  1. Robinho







Frá Real Madrid til Manchester City 2008

Sum­arið 2008 var allt í steik hjá Manchester City. Eig­and­inn Thaksin Shinawatra fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Tælands var orð­inn eft­ir­lýstur og eignir hans í land­inu fryst­ar. Fjár­mögnun liðs­ins gekk illa og örvætn­ing tók við. En á loka­degi félaga­skipta­glugg­ans var til­kynnt að hópur manna frá Abu Dhabi, sem reynd­ist svo vera Sjeik Manso­ur, hefði keypt lið­ið. Nokkrum klukku­stundum síðar var til­kynnt að liðið hefði keypt brasil­ísku stjörn­una með barns­and­litið Robinho af Real Madrid á 32 millj­ónir punda. Allir voru gjör­sam­lega slegnir og þó að Robinho hafi ekki staðið sig neitt sér­stak­lega vel þá voru þessi kaup til­kynn­ing til heims­ins um áætl­anir nýju eig­end­anna.





  1. Ashley Cole







Frá Arsenal til Chel­sea 2005-2006

Gremja Ashley Cole hjá Arsenal byrj­aði þegar samn­ings­til­boðið til hans var lækkað úr 60 í 55 þús­und pund á viku. Cole var svo svekktur að hann hafði sam­band við Pini Zahavi umboðs­mann og bað hann að svip­ast um fyrir sig. Úr varð að Cole ásamt umboðs­manni sínum og Zahavi hittu Jose Mour­inho og Peter Kenyon frá Chel­sea á leyni­fundi í London. Þetta komst upp og þeir fengu him­in­háar sektir fyr­ir. David Dein stjórn­ar­for­maður Arsenal vitn­aði gegn Cole og gremja hans jókst. Chel­sea buðu í Cole en Arsenal heimt­uðu mun hærra verð en Chel­sea voru til­búnir að borga. Það var þó ekki fyrr en á sein­asta degi félaga­skipta­glugg­ans 2006 að það náð­ist sam­komu­lag. Chel­sea fengu Cole og Arsenal fengu 5 millj­ónir punda auk William Gallas, sem var álíka ósáttur hjá sínu félagi og Cole.

baggion

 





  1. Roberto Baggio







Frá Fior­ent­ina til Juventus 1990

Sam­bandið milli Juventus og Fior­ent­ina hafði verið slæmt allar götur síðan 1982 þegar Juventus hafði betur í tit­ilslagn­um. Mark sem hefði tryggt Fior­ent­ina tit­il­inn var dæmt af þeim og bit­urð Flór­ens­búa mikil út af þessu. Hat­rið minnk­aði ekki árið 1990 þegar Juventus keyptu stjörnu­fram­herj­ann af Fior­ent­ina örfáum dögum eftir að hinir fyrr­nefndu höfðu slegið þá síð­ar­nefndu út úr UEFA-bik­arnum á umdeildu marki. Ólæti brut­ust út á götum Flór­ens og um 50 manns slös­uð­ust.  Baggio tók þetta mjög nærri sér og þegar liðin mætt­ust neit­aði hann að taka víta­spyrnu gegn sínu gamla félagi. Honum var umsvifa­laust skipt af leik­velli og alls kyns rusli rigndi yfir hann. Þar á meðal Fior­ent­ina tref­ill sem hann tók upp og kyssti. Hann sagð­ist hafa verið nauð­beygður til að ganga til liðs við Juvent­us.

 





  1. John Obi Mikel







Frá Lyn til Chel­sea (via Manchester United) 2008

Hvernig Mikel komst til Chel­sea er hálf lygi­leg saga. Manchester United töldu sig hafa keypt níger­íska ungst­irnið af Osló­ar­fé­lag­inu en papp­írar höfðu verið fals­aðir og umboðs­menn snið­gengn­ir. Chel­sea vildu fá leik­mann­inn og töldu sig hafa átt þátt í að fá hann til Lyn frá Afr­íku. Dag einn hvarf Mikel og ásak­anir um mann­rán flugu frá bæði Manchester United og Lyn. Mikel hafði þá farið með umboðs­manni sínum John Shittu til London og sagð­ist hafa verið beittur þving­unum til að skrifa undir hjá Manchester United. Það var þver­tekið fyrir það og allt leit út fyrir að málið yrði tekið fyrir hjá dóm­stól­um. Áður en til þess kom ákváðu Chel­sea að greiða félög­unum sam­an­lagt 16 millj­ónir punda og Mikel hefur verið hjá Chel­sea allar götur síð­an.

 





  1. Alfredo Di Stefano







Frá Milli­on­arios til Barcelona og Real Madrid 1953

Argent­ínski fram­herj­inn heill­aði Spán­verja upp úr skónum í keppn­is­ferða­lagi með liði sínu Milli­on­arios árið 1952. Barcelona gekk illa að semja við kól­umbíska liðið þannig að þeir sömdu þess í stað við upp­eld­is­fé­lag leik­manns­ins, River Plate. Bæði Barcelona og River Plate héldu því fram að félaga­skipti Di Stefanos til Milli­on­arios árið 1949 hefðu verið ólög­leg. Di Stefano flutti til Barcelona og spil­aði meira að segja einn leik fyrir þá. En Real Madrid sömdu þá við Milli­on­arios í stað­inn. Spænska knatt­spyrnu­sam­bandið studdi kröfu Real en FIFA studdi kröfu Barcelona. Málið var því í algjörum hnút. En þá kom knatt­spyrnu­sam­bandið með mála­miðl­un­ar­á­kvörð­un. Di Stefano myndi spila með klúbb­unum til skiptis ár frá ári! Þetta gátu Barcelona ekki sætt sig við og riftu samn­ingn­um.





  1. Luis Figo







Frá Barcelona til Real Madrid 2000

Svik er ekki nógu sterkt orð til að lýsa þessum skipt­um. Luis Figo hafði verið elsk­aður af stuðn­ings­mönnum Barcelona í fimm ár og hann hafði ekki sýnt neitt annað en holl­ustu til baka. Hann var á hápunkti fer­ils­ins og átti eftir að fá Gullknött­inn eft­ir­sótta seinna þetta ár. Þá kemur til sög­unnar Flor­entino Perez for­seta­fram­bjóð­andi hjá Real Madrid sem byggir alla sína kosn­inga­bar­áttu á því að ná Figo af erki­fj­end­un­um. Barcelona voru ekki vilj­ugir að selja en það var klá­súla í samn­ingnum hans sem leysti hann fyrir 37 millj­ónir punda. Figo varð því fyrstur af hinum svoköll­uðu Galact­icos sem Perez keypti til Real. Stuðn­ings­menn­irnir fyr­ir­gáfu honum þetta ekki. Í hvert skipti sem hann sneri aftur á Nou Camp rigndi sví­virð­ingum og skeytum yfir hann, þar á meðal afsög­uðu svíns­höfði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None