Óveðrið 1983

Vont vetrarveður en gæti verið (miklu) verra

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rifjar upp 40 ára gamalt ófærðarveður suðvestanlands, eða öllu heldur nokkra daga með ítrekuðum snjóbyljum og skafrenningi í ársbyrjun 1983. Slíkt veður í dag myndi valda gríðarlegu raski, ekki síst fyrir þær þúsundir ferðamanna sem fara um landið. Mögulega versta sviðsmyndin myndi einhver segja.

Óveðrið nú fyrir jólin var vissu­lega slæmt og Reykja­nes­brautin teppt­ist í meira en sól­ar­hring. Grinda­vík­ur­vík­ur­vegur enn leng­ur. Fólk lok­að­ist af í Bláa lón­inu og fjölda­hjálp­ar­stöð var opnuð í Grinda­vík fyrir stranda­glópa. Örtröð fólks var í flug­stöð­inni, sumar vélar hófu sig samt til flugs, en öðrum flugum var aflýst.

Margar sögur fóru á flug af fólki í hrakn­ing­um, ýmist á Reykja­nes­braut­inni, þar sem fastir og yfir­gefnir bílar heftu för eða af hinum sem komnir voru til Kefla­vík­ur. Þar var flugum aflýst eða seink­að. Vant­aði ýmist áhafnir eða bróð­ur­part far­þega.

Margar sögur fóru á flug af fólki í hrakn­ing­um, ýmist á Reykja­nes­braut­inni, þar sem fastir og yfir­gefnir bílar heftu för eða af hinum sem komnir voru til Kefla­vík­ur. Þar var flugum aflýst eða seink­að. Vant­aði ýmist áhafnir eða bróð­ur­part far­þega.

Í raun var þetta ill­við­ráð­an­legt ástand sem þarna skap­að­ist af völdum veð­urs. Skyggnið varð nán­ast ekk­ert þegar lága­renn­ingur varð að hárenn­ingi og kófið sam­fellt.

Færð á vegum 20. desember 2022.
Vegagerðin

Ef lausa­mjöll er næg í umhverf­inu eykst flutn­ingur á snjó með vind­inum í þriðja veldi. Þetta sam­band er vel þekkt í tengslum við snjó­flóða­hættu. Þannig er snjó­flutn­ingur þrisvar sinnum meiri í 15 m/s en í 10 m/s. Hvessi enn er flutn­ings­getan átt­föld í 20 m/s miðað við 10 m/s.

Við áttum okkur nú á hvað við er að eiga þegar saman fer hvass vindur og blinda í skafrenn­ingi. Á Reykja­nes­braut­inni var nóg að vindur færi úr 10 í 15 m/s aðfara­nótt 19. des­em­ber, svo að allt færi í steik og það aðeins á 1 til 2 klukku­stund­um. Fram að því í strekk­ings­vind­inum náð­ist að halda í horf­inu. Bílar sem skildir voru eftir á Grinda­vík­ur­vegi eða Reykja­nes­braut­inni voru líka fljótir að fenna í kaf við þessar aðstæð­ur. Engin snjó­ruðn­ings­tæki ráða við slíkt ástand og að auki fennir mjög fljótt að gatna­mótum við þessar aðstæð­ur, ekki síst þar sem þau eru tekin nið­ur, eins t.d. var raunin við Grinda­vík­ur­af­leggjar­ann.

Vegagerðin

Það var norð­austan vindur sem blés þessa daga. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fundu menn ekki fyrir neinu þótt þar hafi lausa­mjöllin frá deg­inum áður verið síst minni. Þökk sé Esju­skjól­inu sem skýlir stærstum hluta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í norð­austan átt. Það nær frá Straumi og í Mos­fells­bæ. Þegar komið var af Vest­ur­lands­vegi á Esju­mela norðan Leir­vogsár var fjand­inn laus. Norð­austan áttin óbeisluð og skil­aði heil­miklum skafli, um þriggja metra háum þvert yfir veg­inn.

Kefla­vík­ur­flug­völlur lok­að­ist hins vegar ekki eða í aðeins stutta stund á meðan á þessu stóð. Það var vegna þess að völl­ur­inn er mjög opinn og þrátt fyrir bull­andi skafrenn­ing, blés snjónum yfir braut­irnar og ekki í skafla að ráði. Skyggni var heldur ekki eins slæmt og búast hefði mátt við. Á flug­hlöðum uppi við flug­stöð varð stað­bundið skjól hins vegar til þess að safna frekar snjó að mann­virkjum og eins kyrr­stæðum vél­un­um. Kófið var þar meira og verra.

Ein­hver vís spek­ing­ur­inn áætl­aði það að beint tjón af þessu óveðri fyrir jólin næmi um tveimur millj­örð­um. Svo slæmt þótti ástandið að skip­aður var sér­stakur starfs­hópur stjórn­valda í kjöl­farið til að greina sam­göngu­óreið­una og hvert við­bragðið þurfi að vera til að slíkt end­ur­taki sig ekki.

Snjóa­syrpan 3. til 5. jan­úar 1983

En er þetta með því versta sem hugs­ast getur suð­vest­an­lands?

Eða hver er væntur end­ur­komu­tími ein­hvers með svip­aðar afleið­ing­ar? 50 ár eða 100 ár?

Vel er hægt að hugsa sér byl og snjó­komu að vetri sem hefði í för mér miklu meira og afdrifa­rík­ara rask en varð hér dag­ana 16. til 20. des­em­ber. Hríð­ar­byl þar sem Reykja­vík og nágranna­byggð­irnar myndu ekki sleppa. Ófærð þá meiri­háttar innan bæjar og allar leiðir frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu jafn­framt teppt­ar. Eins koló­fært um Hell­is­heiði og Þrengsli og Kefla­vík­ur­flug­völlur meira og minna lok­aður vegna skaf­byls og sama ætti við um Reykja­vík­ur­flug­völl.

Veðurtunglamynd frá 3. janúar 1983. Slíkar myndir bárust oft seint og voru fáar á þessum árum.
NOAA

Eitt­hvað þessu líkt gerð­ist hér fyrir 40 árum, 3. til 5. jan­úar 1983, og verst að morgni þess 4. Flest fór úr skorðum og sam­fé­lagið suð­vest­an­lands hálf lam­að­ist þarna fyrstu vinnu­dag­ana eftir ára­mót. Veðr­átt­an, tíma­rit Veð­ur­stof­unn­ar, fer um þetta nokkuð hlut­lausum orð­um, en þar seg­ir: „Gerði ófærð í Reykja­vík og nágrenni og 4. og 5. Voru miklir umferð­ar­örð­ug­leikar um allt sunn­an- og vest­an­vert land­ið. Tveir menn slös­uð­ust þegar verið var að draga bíla úr sköfl­um. Fólk átti í erf­ið­leikum með að kom­ast til og frá vinnu og mjólk­ur­flutn­ingar fóru úr skorð­u­m.“

Verra var hins vegar að fólk komst ekki til vinnu, og mann­lífið suð­vest­an­lands lam­að­ist meira og minna þessa þrjá daga. Miklu bjarg­aði jóla­frí í fram­halds­skólum á þessum árum sem stóð fram að þrett­ánd­an­um. Grunn­skólar í Reykja­vík byrj­uðu hins vegar 4. jan­ú­ar. Björg­un­ar­sveitir voru önnum kafnar við að koma fólki í nauð­syn­lega vakta­vinnu, s.s. á sjúkra­hús­in. Eins með lög­reglu, slökkvi­lið, frétta­stofu útvarps o.s.frv.

Frétt Morgunblaðsins 6. janúar árið 1983.

Þegar ég hóf störf á spá­deild Veð­ur­stof­unnar um 1990 voru sagðar sögur með glampa í augum um ein­angrun þessa daga og að vakta­fólkið hefði verið ferjað á breyttum jeppum eða hálf­gerðum snjó­bíl­um. Sjálfur man ég þetta mæta vel. Blind­bylur í minn­ing­unni í heilan dag. Nokkrir félaga minna úr Flens­borg klof­uðu skafl­ana alla leið upp í Norð­urbæ í Hafn­ar­firði. Þótti bara tals­vert afrek!

Þarfir sam­fé­lags­ins ger­breyttar í dag

Ára­mótin 1982/83 voru lands­mönnum erfið í marg­vís­legum skiln­ingi ekki bara í veðri með útsynn­ingi og snjó. Slys­farir þegar tveir menn hröp­uðu til bana í Víf­ils­felli á nýárs­dag. Þá var maður stung­inn til bana í sam­kvæmi í Kópa­vogi á nýársnótt. Verð­bólga var á yfir­snún­ingi. Seðla­bank­inn felldi gengið um 9% á fyrsta virka degi eftir ára­mót. Þótti óhjá­kvæmi­legt til að reyna að bjarga enn eina ferð­ina mik­il­væg­ustu atvinnu­grein­inni, sjáv­ar­út­vegi, sem átti í miklu basli.

Óveðurssyrpunni 1983 lauk 5. janúar með afar djúpri lægð við landið.

Óveðrið var í raun röð ill­viðra og verst að morgni 4. jan­ú­ar. Mjög kalt loft var við Suð­vest­ur­-Græn­land. Það streymdi til aust­urs sunnan við Hvarf og inn á Græn­lands­haf. Kaldar lægðir með snjó­komu­bökkum komu hver á fætur ann­arri, en skárra var á milli. Að síð­ustu þann 5. jan­úar kom mjög djúp lægð sem olli miklum skafrenn­ings­byl í norð­an­átt sunn­an- og vest­an­lands þegar lausa­mjöllin fór af stað.

Trausti Jóns­son veð­ur­fræð­ingur rifj­aði upp í stuttu erindi á Fræða­þingi veð­ur­fræði­fé­lags­ins fyrir nokkrum árum hvernig til­finn­ing það hefði verið að mæta með veð­ur­spá í sjón­varpi að kvöldi 3. jan­úar 1983. Sjón­varps­kortið gamla úr hans fórum sýnir tvenn kulda­skil eða snjó­komu­bakka. Tungl­myndir voru mik­il­vægt tól í veð­ur­spám á þessum árum. Voru reyndar fáar og bár­ust stundum of seint. Sú kl. 15:12 þann 3. jan­úar sýnir a.m.k. þrjá bakka og sá vest­asti heldur ófrýni­leg­ur. Með honum varð versti byl­ur­inn í þess­ari syrpu morg­un­inn eft­ir.

Veðurspákort frá óveðrinu 1983. Kortið er úr safni Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Byl­ur­inn var alvöru, skall á kl. nákvæm­lega 08:07. Suð­vestan átt um 20 m/s við Veð­ur­stof­una með glóru­lausu veðri sem stóð fram yfir hádegi. „Hvorki sá út úr aug­um, né náðu menn önd­inn­i,“ sagði eitt blað­ið. Úrklipp­urnar sem hér fylgja segja sína sögu.

Þarna eru kunn­ug­legar fréttir af lokun Hell­is­heiðar og Reykja­nes­braut­ar, en líka fréttir af aðgerðum almanna­varna­nefndar Reykja­víkur sem skipu­lagði ferðir á rútum og háfjallatrukkum um Breið­holts, Árbæj­ar- og Sel­ás­hverf­in.

Sam­fé­lagið var þarna fyrir 40 árum allt ann­að. Nefna má að árið 1983 voru nán­ast engir ferða­menn að vetr­in­um, kannski nokkrir tugir þessa ill­virð­is­daga í árs­byrjun og þeir ein­göngu í Reykja­vík. Hag­stofan segir að ferða­menn hafi verið 72 þús­und allt árið. Flug­leiðir var eina flug­fé­lagið í áætl­un­ar­flugi milli landa með sínar sjö flug­vél­ar. Örfáar flug­ferðir hafa vænt­an­lega verið þessa fyrstu daga árs­ins og eng­inn hér­aðs­brestur þótti þó flug félli nið­ur. Komst varla í frétt­irn­ar.

Höf­undur er veð­ur­fræð­ingur og rit­stjóri Bliku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit