Guðni tekur við embætti forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson var formlega gerður að forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær. Guðni er sjötti forseti Lýðveldisins Ísland.
Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti Lýðveldisins Ísland. Hann tók formlega við embættinu í Alþingishúsinu í gær þegar hann undirritaði forsetabréf að viðstöddu margmenni. Alþingishúsið var þétt setið ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og sendiherrum erlendra ríkja, auk fyrrverandi þjóðhöfðingja Íslands og fyrrverandi forsætisráðherrum. Guðni bauð einnig vinum sínum og þeim sem aðstoðuðu við framboð hans í vor til að vera vitni að þessari stund.
Birgir Þór Harðarson, ljósmyndari Kjarnans, fylgdist með framvindu mála í Alþingishúsinu.