Karolina Fund: Safnað fyrir jógasal

jóga karolina fund
Auglýsing

Magda­lena og Ser­afim eru bæði menntuð hjá NATHA yogacenter í Dan­mörku, en skól­inn er með­limur í Atman International Feder­ation og yoga and Medita­tion.

Árið 2007 stofn­uðu þau NATHA yogacenter Reykja­vík og hefur skól­inn starfað óslitið síð­an. Einka­hluta­fé­lag með sama nafni var svo form­lega stofnað sum­arið 2015.

Magda­lena og Ser­afim hófu bæði nám við skól­ann í Dan­mörku árið 1992, en þekktu þá ekki hvort ann­að. Í skól­anum kynnt­ust þau og tóku fljót­lega upp sam­band sem er byggt á lífs­gildum yoga. Eftir um það bil fjög­urra ára nám og ástundun hófu þau að kenna við skól­ann í Kaup­manna­höfn og hafa kennt yoga og Tantra síð­an.

Auglýsing

Í upp­hafi árs 2016, flutti NATHA yogacenter í Reykja­vík inn í nýtt hús­næði, sem einn nem­and­inn gaf skól­an­um. Síðan hefur farið fram end­ur­bygg­ing og lag­fær­ing á hús­næð­inu og enn er mikið verk óunn­ið. Þess vegna stendur skól­inn nú fyrir hóp­fjár­öflun á Karol­ina Fund til að fjár­magna upp­bygg­ingu á stóra yoga­salnum þar sem fyr­ir­hugað er að aðal­kennsla NATHA muni fara fram í.

Nýja hús­næði NATHA yogacenter, sem er stað­sett á Smiðju­vegi 4B, gefur skól­anum mögu­leika á að kenna stærri hópum og fleiri hópum á sama tíma, sem hefur ekki verið hægt áður. Rýmið veitir nem­endum líka tæki­færi til að starf­rækja hug­leiðslu hópa, karma yoga hópa, leik­listar hópa, dans hópa og fleira, til að efla skiln­ing á þeim grunn­hug­myndum sem yoga fjallar um. Allt þetta styður við það mark­mið NATHA, að verða mið­stöð kennslu og iðk­unar yoga til per­sónu­þroska á Íslandi. Kjarn­inn hitti Magda­lenu og Ser­afim og tók þau tali. 

Hvað er yoga?

Ser­afim:

„Það eru til margar mis­mun­andi gerðir yoga en það sem við á vest­ur­löndum venju­lega skiljum sem yoga er í raun Hatha yoga. Í Hatha yoga notum við lík­ama okk­ar, sem við setjum „í stöð­ur“. Þessar stöður ( asana) vekja með okkur ákveðna orku sem við upp­lifun sem hug­ar­á­stand og til­finn­ing­ar, Þó að stöð­urnar bæti lík­am­lega heilsu, þá er mark­miðið hug­ar­á­standið og orkan sem við vekj­u­m. 

Patanjalis Yoga Sutra segir að „yoga eyðir óró­leika hug­ans“ sem þýðir að hinn sífelldi flaumur hugs­ana hverfur og þegar hugur okkar fer að hljóðna förum við að sjá, að okkar innri heimur er eins­konar garð­ur, þar sem við ræktum per­sónu­leika okk­ar. Á hverjum degi gróð­ur­setjum við nýja eig­in­leika með hegðun okkar og við­brögðum og styrkjum aðra eig­in­leika sem fyrir eru, það verður aug­ljóst að hegðun okkar frá degi til dags mótar per­sónu­ein­kennin og gerir okkur að þeirri mann­eskju sem við erum, til góðs eða ills. Þessi skiln­ingur hvetur okkur til að vanda okkur við að móta þá per­sónu sem við viljum vera. Við skiljum að ekk­ert er mögu­legt nema þegar við erum vak­andi og með­vituð frá augna­bliki til augna­bliks. Að ein­ungis þegar við erum sjálfs­með­vit­uð, getum við breytt út af van­anum og gert eitt­hvað annað en það sem við höfum alltaf gert. Fleiri og fleiri eru að vakna til með­vit­undar um að við getum sjálf verið höf­undar lífs okkar og að við þurfum ekki að vera eins og sprelli­gosi sem spriklar í hvert sinn sem umhverfið eða sam­ferð­ar­menn togar í spott­ann (eða ýtir á hnapp­inn okk­ar).“

Magda­lena:

„Við iðkun yoga vaknar með okkur innri kyrrð, sjálfs­ör­yggi og ósér­plægni sem ekk­ert jafn­ast á við. Yoga eyðir stressi og kvíða, það eykur sjálfs­traust okk­ar, veitir okkur inn­sæi og sam­úð, það vekur með­vit­und okkar og sýnir okk­ur, í gegnum eigin innri upp­götv­un, hvernig við getum hagað lífi okkar þannig að við verðum okkur sjálfum og öðrum að sem mestu gagn­i.“



Hafið þið stundað jóga lengi og hver er gald­ur­inn á bak­við gott yoga?

Magda­lena:

„Við höfum bæði stundað yoga í yfir 24 ár og kennt yoga í 20 ár. Fyrir okkur er yoga­iðkun orðin að hluta af því að vera til og gefur okkur enda­lausa mögu­leika á að bæta líðan okkar og hug­ar­á­stand, Því yoga­iðk­andi reynir með­vitað að hafa áhrif á hug­ar­á­stand sitt en lætur ekki umhverfið ráðskast með sig. 

Það eru til svo margir yoga­skólar á vest­ur­löndum að það er auð­velt að vill­ast. Ég myndi segja að gott yoga þurfi að vera blanda af þekk­ingu og iðk­un. Þekk­ing kemur aldrei í stað iðk­un­ar, en iðkun án þekk­ingar verður gjarnan kraft­laus, því fólk iðkar í blindni án þess í raun að vita hvað það er að gera. Það þarf að vanda til iðk­un­ar­innar og hafa ein­beit­ingu til að hún verði áhrifa­mik­il.“

Ser­afim:

„Yoga er í dag gjarnan þekkt sem eins konar leik­fimi og ef það er leik­fimi sem maður vill, þá eru margir yoga­skólar sem upp­fylla þarfir manns. En ef við viljum nálg­ast yoga á þann hátt sem höf­undar þess vildu, þá krefst það dýpri afstöðu, bæði af þeim sem það stunda og kenna.

Hjá okkur er hver yoga­staða sam­sett, fyrst er und­ir­bún­ing­ur, staðan sjálf með ein­beit­ingu (sem er útskýrð í tímun­um) eftir það bein­ist ein­beit­ingin að áhrifum stöð­unn­ar. Sem­sagt þrír þætt­ir, sem allir miða að því að efla áhrif stöð­unn­ar. Ef ein­beit­ing­una vant­ar, þá vantar meg­in­kraft stöð­unn­ar.“

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur fram­tíð­ina í stóra jóga­saln­um?

Magda­lena:

„Sal­ur­inn sem við erum að byggja gefur mögu­leika á að halda fyr­ir­lestra, bæði með inn­a­búð­ar­fólki og eða með áhuga­verðum fyr­ir­lesurum utan úr hinum stóra heimi. Sal­ur­inn mun hjálpa okkur að stækka hópana sem við erum að kenna og síð­ast en ekki síst, gerir sal­ur­inn okkur kleift kenna fleiri hópum í einu. Þannig getur sam­fé­lag yoga iðk­enda vaxið og hjálpað enn fleirum á leið sinni til auk­innar ham­ingju og per­sónu­þroska.“

Verk­efnið má finna hér. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None