Gallerí

Guðni tekur við embætti forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson var formlega gerður að forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær. Guðni er sjötti forseti Lýðveldisins Ísland.

Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti Lýðveldisins Ísland. Hann tók formlega við embættinu í Alþingishúsinu í gær þegar hann undirritaði forsetabréf að viðstöddu margmenni. Alþingishúsið var þétt setið ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og sendiherrum erlendra ríkja, auk fyrrverandi þjóðhöfðingja Íslands og fyrrverandi forsætisráðherrum. Guðni bauð einnig vinum sínum og þeim sem aðstoðuðu við framboð hans í vor til að vera vitni að þessari stund.

Birgir Þór Harðarson, ljósmyndari Kjarnans, fylgdist með framvindu mála í Alþingishúsinu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí