7DM_5460_raw_1689.JPG

„Vona að börnin mín verði klárari en ég“

Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP og leiðtogi í íslenska tækni- og hugverkageiranum. Hann segir Íslendinga eiga að sækja tækifæri sín í geiranum. Hér sé margt bilað þótt ýmislegt sé á réttri leið. Laun kennara þurfi að hækka fullt, kröfur þurfi að aukast og við þurfum að viðurkenna að sumir séu bara klárari en aðrir.

Hilmar Veigar Pét­urs­son er lík­leg­ast þekktasta and­lit íslenska tækni- og hug­verka­iðn­að­ar­ins. Hann stýrir tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu CCP, langstærsta slíka fyr­ir­tæk­inu sem starf­rækt er á Íslandi, og er for­maður Hug­verka­ráðs, ­starfs­greina­hóps ­sem settur var á fót innan Sam­taka iðn­að­ar­ins í fyrra. Hilmar er ekki síður þekktur fyrir að segja umbúð­ar­laust sína skoðun á því umhverfi sem alþjóð­legu fyr­ir­tæki eins og hans, með höf­uð­stöðvar á Íslandi gjald­eyr­is­hafta og íslenskrar krónu, er gert að starfa í. 

Nýverið hóf Hag­stofa Íslands að taka saman sér­stak­lega, og birta, hag­tölur fyr­ir­ ­ís­lenska ­tækni- og hug­verka­iðn­að­inn. Við það kom í ljós að hann er sá iðn­aður sem á stærstan hlut í lands­fram­leiðslu á Íslandi. Alls er hlutur iðn­að­ar­ins í lands­fram­leiðsl­unni 9,6 pró­sent. Áður hafði tækni- og hug­verka­iðn­að­ur­inn verið flokk­aður í hinu víða mengi „eitt­hvað ann­að“.

Hilmar segir að það hafi verið algjört grund­vall­ar­at­riði, sem barist hafi verið fyrir árum sam­an, að það yrði mælt sér­stak­lega hvaða áhrif geir­inn hefði á íslenska hag­kerf­ið. „Þetta er búið að vera ofar­lega í allri stefnu­mörkum sem við höfum verið að vinna eftir und­an­far­inn ára­tug. Ég er sjálfur tölv­un­ar­fræð­ingur og mig hefur oft und­rað af hverju það hefur þótt flókið að taka þessar tölur sam­an. Seðla­bank­inn gerði könnun á útflutn­ingi á hug­bún­að­ar­þjón­ustu á árunum fyrir hrun. Hún var gerð þannig að það var hringt í fyr­ir­tækin og þau spurð hvað þau fluttu mikið út. Mér þótti þetta skrýtin aðferð­ar­fræði. Var ekki hægt að vera með reit í virð­is­auka­skatta­skýrsl­unum sem skilað var í hverjum árs­fjórð­ungi þar sem þetta var fyllt út? Ef þetta voru mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar, var þá ekki mik­il­vægt að fylgj­ast með þeim?

Það er ein­fald­lega þannig að ef þú getur ekki mælt og haldið utan um eitt­hvað, þá hef­urðu ekki hug­mynd um hvernig það geng­ur.“

Hilmar er þeirrar skoð­unar að sam­an­tekt á gögnum um tækni- og hug­verka­iðn­að­inn hjálpi til með sjálfs­traust hans. Þá skilji geir­inn hversu stór hluti af kök­unni hann er orð­inn. „Þessi gögn sýna að verð­mæta­sköp­unin er meiri en í álbræðslu og bygg­inga­iðn­aði sam­an­lagt. Og það sem er enn merki­legra er að upp­lýs­inga­tækni er stærri hluti af verð­mæta­sköpun en ferða­þjón­ust­an. Í nýlegri úttekt Arion banka á ferða­þjón­ustu sem atvinnu­grein segir að hlutur grein­ar­innar í land­fram­leiðslu sé átta pró­sent. Það hefði mér ekki einu sinni dottið í hug, og ég trúi því eig­in­lega ekki ennþá.“

Fyrr á þessu ári voru sam­þykktar breyt­ingar á lögum sem ætlað var að gera starfs­um­hverfi hug­verka­fyr­ir­tækja með alþjóð­lega starf­semi á Íslandi skap­legra. Í þeim fólst meðal ann­ars að erlendir sér­fræð­ingar sem ráðnir verða til starfa hér­lendis munu ein­ungis þurfa að greiða skatta af 75 pró­sent af tekjum sínum í þrjú ár. Í breyt­ing­unum var einnig gerð sú breyt­inga að skattaí­viln­anir til nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar voru hækk­aðar veru­lega. Hámark slíks kostn­aðar til almennrar við­mið­unar á frá­drætti fór úr 100 millj­ónum króna í 300 millj­ónir króna og úr 150 í 450 millj­ónir króna þegar um aðkeypta rann­sókn­ar- og þró­un­ar­þjón­ustu er að ræða frá ótengdu fyr­ir­tæki, háskóla eða rann­sókna­stofn­un. 

Hilmar segir að breyt­ing­arnar hafi verið mjög mik­il­væg­ar. Fyrir þessu hafi hann, og fleiri í geir­an­um, talað í ára­tug. „Við fundum að nú var tím­inn. Það var ekki þessi bar­átta að koma þessu í gegnum stjórn­mála­menn­ina eins og það hefur ver­ið. Fólk var til­búið að hlusta og skilja. Þegar það er komið á þann stað þá eru þetta svo mikil skyn­sem­is­mál. Þau eru ekk­ert umdeild, eða ættu ekk­ert að vera það. Það er ekki verið að útdeila tak­mörk­uðum gæðum eða verið að taka úr einu og setja í ann­að.

Við fundum það núna að orðum myndi fylgja aðgerð­ir. Það hefur oft vantað upp á það og verið meira um orða­gjálfur eða 17. júní ræð­ur. Ég vill hrósa Bjarna Bene­dikts­syni og fjár­mála­ráðu­neyt­inu hástert fyrir að hafa komið þessu í gegn.

Ég myndi samt sem áður vilja að þakið á frá­drætt­inum vegna rann­sóknar og þró­unar yrði alveg afnumið. Núna rúm­ast bara lítil fyr­ir­tæki undir því. Það leiðir til óeðli­legrar hegð­un­ar. Það eru engin vís­indi á bak við þessar tölur sem voru ákveðn­ar. Þetta er bara ein­hver þæg­ind­ara­mmi sem er ekki studdur neinu sér­stöku.“

Þarf að tækla verk­efnið eins og gert var í fót­bolt­anum

Aðspurður hvað hann myndi gera ef honum yrðu færð völdin á Íslandi í eitt ár, utan þess að afnema þakið á frá­drætt­in­um, vantar ekki svör­in. „Ég myndi fara í að laða íslenska fjár­festa til Íslands kerf­is­bund­ið. Svona eins og var gert þegar „Invest in Iceland“ var sett í gang til að finna álver til að kaupa ork­una okk­ar. Setja það ein­fald­lega á dag­skrá að finna erlenda fjár­festa fyrir íslenskt hug­vit, búa til bæk­linga og fara í stríð. Íslend­ingar eru frá­bærir þegar málin eru sett svona hressi­lega á dag­skrá. Það þarf að tækla þetta eins og fót­boltalands­liðið var tæklað. Fjár­festa í aðstöðu, þjálf­urum og fá þannig hægt og rólega betri leik­menn. Svo þarf að fá inn erlendan sér­fræð­ing til að reka smiðs­höggið á þetta allt sam­an, líkt og það gerði með Lars Lag­er­bäck

Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekk­ert sér­stök. Það eru engar raðir af fjár­festum að bíða eftir að fá að fjár­festa á Íslandi, og það er eig­in­lega fárán­leg hug­mynd í huga flestra. En það er alveg hægt að sækja þetta, það þarf bara að berj­ast fyrir því.“

Hann segir aðgang að erlendu starfs­fólki, og utan­um­hald um það, gríð­ar­lega mik­il­vægt. „Ís­land er lítið land og það eru örfá tækni- og hug­verka­fyr­ir­tæki sem náð hafa ein­hverjum árangri. Þau er raunar hægt að telja á fingrum ann­arrar hand­ar. Það eru lík­lega bara nokkur hund­ruð Íslend­ingar sem eru virki­lega góðir í þessu. Það verður því að flytja inn fólk frá útlöndum til að sinna vinn­unni og rækta hæfi­leik­anna sem hér eru. Það tekur ára­tugi og kostar mik­ið. Maður lærir fyrst og fremst af því að gera mis­tök og mis­tök eru dýr. 

Með því að laða að fólk erlendis frá þá eyk­urðu á fram­kvæmd­ar­vissu fyr­ir­tækj­anna. En til þess að laða það fólk að þá þarftu að fara að hugsa um mál eins og alþjóð­lega leik­skóla, ensku í stjórn­sýsl­unni, og almennt að aðlaga sam­fé­lagið á Íslandi að þeim. Það eru oft skrýtnir hlutir sem sitja í útlend­ingum sem flytja hing­að. Þeir vilja til dæmis borða ost­inn sinn, en þeir mega ekki gera það vegna þess að það er ekki hægt að flytja hann inn. Svona hlutir skipta allir máli.“

Hilmar segir að við þurfum í raun að verða alþjóð­legri sem heild ef við ætlum að laða að fólkið sem við þurfum til að þró­ast áfram í tækni- og hug­verka­iðn­aði. „Og þá erum við ekk­ert byrjuð að tala um gjald­mið­il­inn og pen­inga­mála­stefn­una. Það er til að æra óstöðugan að útskýra fyrir ein­hverjum að flytja til lands sem er með sinn eigin gjald­miðil sem þú mátt síðan ekki taka með þér heim þegar þú ert búinn að vinna þar. Eða að þú sért skyld­ugur til að borga í líf­eyr­is­sjóð án þess að þú hafir nokkurn hug á því að eyða ell­inni hérna. Ætlar kannski að vinna hérna í 3-5 ár, sem er frá­bært, það er nákvæm­lega það sem við þurfum til að sjúga reynsl­una úr við­kom­and­i.“

Það þarf að hækka kenn­ara­laun og auka kröfur

Það er fleira en gjald­miðla- og pen­inga­stefnu­mál sem valda Hilm­ari áhyggj­um. Hann telur að íslenska mennta­kerfið hafi dreg­ist veru­lega aftur úr á und­an­förnum ára­tug­um. „Það má end­ur­skoða rammann sem er snið­inn í kringum skóla mik­ið. Það ætti að gefa skóla­stjórum miklu meira frelsi um hvernig þeir haga sínum mál­um. Og svo er kenn­urum borgað allt of lít­ið. Það er bara stað­reynd, hvort sem það er í sam­an­burði við löndin í kringum okkur eða við stöð­una eins og hún var fyrir 20 árum síð­an. Þetta er bara bilað og það þarf að laga það. Það eru alveg til pen­ingar og það þarf að for­gangs­raða til kenn­ara­launa.

Slush Play ráðstefnan fór fram í Reykjavík í lok síðasta mánaðar. CCP var eitt þeirra fyrirtækja sem stóðu að henni og Hilmar var einn þeirra sérfræðinga sem talaði á ráðstefnunni.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Þegar það er búið er hægt að gera miklu meiri kröf­ur, bæði til kenn­ara og nem­enda. Ég held að báðir muni rísa undir því. Svo þarf að nálg­ast málin allt öðru­vísi og við­ur­kenna bara að sumir eru betri í skóla en aðr­ir. Það þarf að vinna öðru­vísi í þeim. Sumir eru stór­ir, aðrir eru litlir, sumir hlaupa hratt og troða í körfu og sumir eru bara klár­ari en aðr­ir. Það bara er þannig.“

Hann segir að það þurfi ein­fald­lega að byrja alveg frá byrj­un, frá yngstu krökk­un­um, og setja sér mark­mið. Það mark­mið á að vera að fjár­festa í mennta­kerf­inu til að ýta undir að hæfi­leikar barna okkar njóti sín í mennta­kerf­inu og búa þannig til klárt fólk á sínu sviði. „Ég vona að börnin mín verði klár­ari en ég og finni upp eitt­hvað nýtt í fram­tíð­inni sem er ekki til. 30 ­pró­sent ­starfa fram­tíð­ar­innar eru ekki til í dag, þau verða búin til að krökk­unum okk­ar. Það þarf að nálg­ast þetta svona og við erum nægi­lega lítil til þess að gera það. 

Það eru til lönd sem hafa gert þetta sem eru miklu stærri. Suður Kórea er til dæmis frá­bært dæmi. Fyrir nokkrum ára­tugum  ákváðu þeir bara að ætla sér að verða bestir í heimi í nýsköp­un. Þar voru vís­inda­menn settir í ráð­herra- og emb­ætt­is­manna­stöð­ur, fullt af pen­ingum settir í háskól­anna og í dag eru þeir eitt merki­leg­asta þjóð­fé­lag í heimi og Sam­sung eitt merki­leg­asta fyr­ir­tæki í heimi sem fram­leiðir síma, geim­för og strokleð­ur, sem dæmi. Montr­eal í Kanada er annað gott dæmi. Fyrir 15 árum var borgin nýlega hrunin kola- og stál­borg með núll starfs­menn í tölvu­leikja­iðn­aði. Nú vinna 10 þús­und manns þar við að búa til tölvu­leik­i. 

Finnar eiga lík­lega merki­leg­asta fyr­ir­tækið í tölvu­leikja­brans­anum í dag, sem er Supercell. Þeir hafa 1000 milljón doll­ara í tekjur á ári og eru með um 150 manns í vinnu. Það eru ágætis­tekjur per starfs­mann. Við­skipta­mód­elið er ein­falt. Fyr­ir­tækið selur vinnu­menn í tölvu­leikn­um Clash of ClansEf við yfir­færum þetta á íslenskan veru­leika og snúum þessu yfir á þorskinn okk­ar, þá eru útflutn­ings­verð­mæti Supercell tvö­falt meiri en allra þeirra afurða sem Íslend­ingar vinna úr þorskafla og munum að það eru 150 ein­stak­lingar á bak við þessa verð­mæta­sköp­un, slík eru tæki­færin í hug­verka­geir­anum þegar vel tekst til.“

Spenn­andi sprotar en vantar upp á árang­ur­inn

Hilm­ari finnst margt spenn­andi vera að ger­ast í nýsköpun á Íslandi. Hann sér marga sprota og það hefur verið reyndin lengi en það vant­ar ­upp á ár­ang­ur­inn. „Ég veit það ekki alveg. Þetta er svo­lítið stór spurn­ing.  Síð­an CCP var á stofn sett, sem eru um 20 ár síð­an, þá hafa ekki mörg fyr­ir­tæki náð yfir tíu millj­ónir doll­ara í tekj­ur, Meniga og Nox Med­ical eru lík­lega komin yfir, og ORF líf­tækni komið nálægt. Á 20 árum hefði maður haldið að þetta væru fleiri. Staðan er því þannig að við erum með tvö alþjóða­fyr­ir­tæki á tækni­geir­anum með veltu á bil­inu 500-1000 millj­ónir dala, sem eru Össur stofnað fyrir rúmum 40 árum og Marel stofnað fyrir rúmum 30 árum. Svo erum við hjá CCP um 20 ára með um 100 millj­ónir dala veltu og Meniga og Nox Med­ical, að fara yfir tíu millj­ónir dali. Þetta er kannski ágætur árangur miðað við höfða­tölu, en hann er samt ekk­ert rosa­leg­ur.“

En hvað erum við þá ekki að gera rétt? Hilmar hefur hug­myndir um það, sem eru þó ekki orðnar nægi­lega fast­mót­aðar til að telj­ast kenn­ing­ar. „Speki­lek­inn er orð­inn öðru­vísi en hann var. Ungt hæfi­leika­fólk hefur meiri áræðni til þess en áður. Ég sé rosa­lega mikið af klárasta fólk­inu okkar fara beint að vinna hjá til dæm­is Google, í stað þess að stofna fyr­ir­tæki á Íslandi. Þegar ég var ungur þá var það ekk­ert mögu­leiki í stöð­unni, enda Google ekki til þá. Þá var kannski fjar­lægur draumur að vinna hjá Microsoft eða NASA en það fóru kannski þrír Íslend­ingar í það. Þetta er allt öðru­vísi núna og erlendu stór­fyr­ir­tækin í geir­anum eru svo gröð í hæfi­leika­fólk að þau leita það uppi hvar sem er í heim­inum og hæfi­leik­arnir leita til þeirra.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiViðtal