100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp

Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“

Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar, sem sam­anstendur af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, hefur gert eina breyt­ing­ar­til­lögu á fram­lögðu fjár­laga­frum­varpi milli fyrstu og ann­arrar umræðu sem felur í sér auk­inn stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla. Um er að ræða 100 milljón króna við­bót­ar­fram­lag sem er sagt „vegna rekst­urs fjöl­miðla á lands­byggð­inni sem fram­leiða eigið efni fyrir sjón­varps­stöð.“

Ekki er útskýrt af hverju ráð­ist er í þetta við­bót­ar­fram­lag og í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefndar er ekki gerð grein fyrir því hvort eða hvaða beiðni um þetta fram­lag hafi kom­ið.

Alls fara rúm­lega 5,9 millj­arðar króna í fjöl­miðla á næsta úr rík­is­sjóði. Meg­in­þorri þeirrar upp­hæðar fer í rekstur RÚV en 377 millj­ónir króna eru ætl­aðar í styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla. Styrkirnir eru end­ur­greiðsla á litlum hluta af rit­­stjórn­­­ar­­kostn­aði þeirra fjöl­miðla sem upp­­­fylla ákveðin fram­­sett skil­yrði. Í ár fengu 25 fyr­ir­tæki styrk. Alls 53 pró­­sent upp­­hæð­­ar­innar fór til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki lands­ins, Árvak­­­urs, Sýnar og Torgs. 

Styrkja­kerf­ið, sem hefur verið við lýði frá 2020 en þó í mis­mun­andi útfærslu, átti að renna sitt skeið um kom­andi ára­mót. Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, lagði hins vegar fram frum­varp á föstu­dag sem fram­lengir gild­is­tíma þess í tvö ár, verði það sam­þykkt. 

Auglýsing
Kjarninn hafði greint frá því að frum­varpið hafði verið afgreitt úr rík­is­stjórn nokkrum dögum áður en þá með þeim for­merkjum að það mætti ein­ungis fram­lengja gild­is­tíma þess í eitt ár, vegna and­stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins við það. Auk þess herma heim­ildir Kjarn­ans að þar hafi verið rætt um að láta skipa nýja nefnd til að fara yfir leiðir til að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla, en slík nefnd var síð­ast skipuð í lok árs 2016 af Ill­uga Gunn­ars­syni, þáver­andi ráð­herra fjöl­miðla­mála úr Sjálf­stæð­is­flokki. Sú nefnd skil­aði skýrslu með marg­hátt­uðum til­lögum til að bæta skil­yrði einka­rek­inna fjöl­miðla í byrjun árs 2018. Síðan þá hefur ein þeirra til­lagna, en þær voru alls sjö, verið inn­leidd. Ofan­greint styrkja­kerf­i. 

Frá því að rík­is­stjórn­ar­fundi lauk á þriðju­dag og þar til frum­varpið var lagt fram á föstu­dag voru þó gerðar breyt­ingar á áformunum og ákveðið að halda sig við tveggja ára gild­is­tím­ann.

Horfa til Norð­ur­landa

Í frum­varp­inu kemur fram að stefna stjórn­­­valda sé að innan gild­is­­tíma frum­varps­ins yrði  „lagt fram nýtt frum­varp til fimm ára sem sé í takt við þá þróun sem er að verða á hinum Norð­­­ur­lönd­un­­­um. Þannig verður Ísland ekki eft­ir­bátur hinna land­anna er kemur að stuðn­­­ingi við einka­rekna fjöl­miðla.“ 

Í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð er unnið að umfangs­miklum breyt­ingum á stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að í þessum löndum virð­ist þró­unin vera sú að auka fjár­magn til úthlut­unar en lækka þak ein­stakra styrkja. „Þegar þetta er ritað hafa drög að frum­vörpum þess efnis ekki verið birt. Í ljósi þess að gíf­ur­lega miklar breyt­ingar eru í vændum á stuðn­ings­kerfum Dan­merk­ur, Nor­egs og Sví­þjóðar og þeirrar miklu reynslu sem fram­an­greind lönd hafa af fjöl­miðla­styrkjum verður gild­is­tími laga­á­kvæða sam­kvæmt frum­varpi þessu aðeins tvö ár.“

Á mál­­þingi sem Blaða­­manna­­fé­lag Íslands og Rann­­sókn­­ar­­setur um fjöl­miðlun og boð­­­skipti við Háskóla Íslands stóðu fyrir í febr­­úar síð­­ast­liðnum boð­aði Lilja að hún vildi fara „dönsku leið­ina“ í mál­efnum fjöl­miðla. Í Dan­­­mörku er DR, danska rík­­is­­sjón­varp­ið, ekki á aug­lýs­inga­­­mark­aði og stutt er við einka­rekna fjöl­miðla með nokkrum mis­­­mun­andi leiðum með það að mark­miði að tryggja fjöl­ræði á fjöl­miðla­­­mark­aði.

Fram­lög til RÚV aukast um tvo styrkja­potta á tveimur árum

Á sama tíma og fjöl­miðlar hafa fengið úthlutað úr styrkja­­kerf­inu þrí­­­vegis hafa fram­lög til RÚV hækkað umtals­vert. Á næsta ári er gert ráð fyrir að þau auk­ist um 290 millj­­ónir króna og verði 5.375 millj­­ónir króna. Fram­lög til RÚV voru hækkuð um 430 millj­­­ónir króna milli áranna 2021 og 2022 og því munu fram­lögin hafa hækkað um 720 millj­­­ónir króna á tveimur árum, verði fjár­­­laga­frum­varpið sam­­­þykkt óbreytt. Aukn­ingin á tveggja ára tíma­bili nemur nán­ast tvö­földum árlegum styrkja­potti til einka­rek­inna fjöl­miðla. Til við­bótar aflar RÚV aug­lýs­inga­tekna. Þær voru rúm­lega tveir millj­arðar króna í fyrra. 

Af­­leið­ing þeirrar þró­unar sem átt hefur sér stað á rekstr­­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi hefur átt sér ýmsar birt­ing­­­­ar­­­­mynd­­­­ir. Ein slík birt­ist í Menn­ing­­­­ar­vísum Hag­­­­stof­unnar sem birtir voru í fyrra­sum­­­­­­­ar. Þar kom fram að árið 2013 hefðu 2.238 manns starfað í fjöl­miðlun á Íslandi. Árið 2020 voru þeir orðnir tæp­­­­­lega 876 tals­ins. Fækk­­­­­unin hafði ágerst hratt á síð­­­­­­­­­ustu árum. Frá árinu 2018 og út árið 2020 fækk­­­­­aði starf­andi fólki í fjöl­miðlum 45 pró­­­­­sent, eða 731 manns. ­Staðan hefur því versnað hratt í tíð sitj­andi rík­­is­­stjórn­­­ar.

Sam­hliða fækkun starfs­­­­­manna fjöl­miðla hefur launa­sum­­­­­ma, árleg summa stað­greiðslu­­­­­skyldra launa­greiðslna launa­­­­­fólks,  einnig dreg­ist saman meðal rekstr­­­­­ar­að­ila í fjöl­mið­l­un. Árið 2018 var launa­summan 8,1 millj­­­­­arður króna. Árið 2020 var hún hins vegar komin niður í 5,3 millj­­­­­arða króna og hafði því dreg­ist saman um 35 pró­­­­­sent á tveimur árum.

Ísland er sem stendur í 15. sæti á lista sam­tak­anna Blaða­­­menn án landamæra um fjöl­miðla­frelsi í heim­in­­­um. Nor­eg­­­ur, Sví­­­þjóð og Dan­­­mörk eru í efstu sætum þess lista. 

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­fyllir skil­yrði fyrir rekstr­­ar­­styrk úr rík­­is­­sjóði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent