Yfirvöld í Sádi-Arabíu gáfu það út í gær, um klukkan tíu í gærkvöldi, að 107 hafi látist eftir að gríðarstór byggingarkrani féll á Moskuna miklu í miklu hvassviðri í Mekka í gær, og að 238, hið minnsta, hafi slasast.
Kraninn féll á moskuna um klukkan fimm seinnipartinn í gær, og var hún þá full af fólki.
Mekka býr sig um þessar mundir undir pílagrímshátíð múslíma og er von á mörg hundruð þúsund pílagrímum til borgarinnar, líkt og oft er í kringum hátíðina.
Fram kemur á veg breska ríkisútvarpsins BBC, að kraninn hafi fallið á austurhlið moskunnar í miklu hvassviðri, með fyrrnefndum afleiðingum.
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið það út að slysið verði rannsakað til hlítar til að komast til botns í því, hvað það var nákvæmlega sem gerðist.
Átakanlegar myndir af vettvangi mátti sjá á samfélagsmiðlum, skömmu eftir slysið.
Crane just fell in masjid Alharam, Mekkah! May Allah safe guard all the pilgrims. Ameen. pic.twitter.com/Ps3aIO1Fxy
— مُحَمَّد (@itsnotmoh) September 11, 2015