140 einkafjárfestar keyptu fyrir 16,1 milljarð í Íslandsbanka – Fengu um 700 milljóna afslátt

Alls fengu 209 aðilar að kaupa í Íslandsbanka í síðustu viku í lokuðu útboði. 85 prósent þeirra voru innlendir, og þar af fengu 140 einkafjárfestar að kaupa hlut með afslætti. Alls 59 fjárfestar keyptu fyrir minna en 30 milljónir króna.

Samþykkt var að halda áfram að selja hlut í Íslandsbanka í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í ráðherranefnd um efnahagsmál sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Samþykkt var að halda áfram að selja hlut í Íslandsbanka í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í ráðherranefnd um efnahagsmál sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Inn­lendir einka­fjár­festar fengu að kaupa í Íslands­banka fyrir 16,1 millj­arða króna í síð­ustu viku. Það er 30,6 pró­sent af öllum þeim hlut sem seldur var í bank­an­um. Um að ræða 140 aðila. Eina upp­lýs­ing­arnar sem liggja fyrir um hverjir þeir eru koma úr þremur inn­herj­a­til­kynn­ingum sem birtar voru í Kaup­höll Íslands.

Alls 24 þeirra sem tóku þátt fengu að kaupa hlut fyrir tíu millj­ónir króna eða minna, 35 keyptu fyrir tíu til 30 millj­ónir króna og 20 keyptu fyrir 30 til 50 millj­ónir króna. Því liggur fyrir 79 aðil­ar, rúm­lega helm­ingur allra þátt­tak­enda, keypti fyrir 50 millj­ónir króna eða minna.

Úr kynningu Bankasýslu ríkisins í morgun.

Þetta kemur fram í kynn­ingu sem Banka­sýsla rík­is­ins hélt fyrir ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál í morgun um sölu­með­ferð eign­ar­hluta í Íslands­banka sem fór fram í síð­ustu viku. Þá var alls 22,5 pró­sent hlutur í Íslands­banka var seldur fyrir 52,65 millj­arða króna, með 2,25 millj­arða króna afslætti frá marka­virði bank­ans. Hlut­ur­inn var seldur með svoköll­uðu til­boðs­fyr­ir­komu­lagi sem þýðir að hann salan fór fram í lok­uðu útboði til val­inna fjár­festa. Í ráð­herra­nefnd­inni sitja Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja Alfreðs­dótt­ir, ferða­mála- við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Ef einka­fjár­fest­arnir 140 hefðu keypt hlut sinn á mark­aðsvirði hefðu þeir þurft að greiða sam­tals 688 millj­ónum króna meira fyrir hann en þeir gerðu í útboð­inu.

85 pró­sent kaup­enda íslenskir

Í kynn­ingu Banka­sýsl­unnar er fram­kvæmd sölu­með­ferð­ar­innar lýst. Þar segir að að morgni mánu­dags­ins 21. mars hafi verið ákveðið að hefj­ast handa við mark­aðs­þreif­ingar á meðal „hæfra inn­lendra fjár­festa á mánu­deg­inum á grund­velli til­lagna inn­lenda ráð­andi sölu­ráð­gjafans“, en sá ráð­gjafi var fjár­mála­fyr­ir­tækið Fossar mark­að­ir.

Auglýsing
Á grund­velli end­ursvör­unar þeirra var talið rétt að ráð­ast í mark­aðs­þreif­ingar á meðal erlendra fjár­festa í sam­ræmi við til­lögur alþjóð­lega leið­andi sölu­ráð­gjafa Banka­sýsl­unn­ar, HSBC Continental Europe. „Í kjöl­farið voru frek­ari sölu­ráð­gjafar ráðnir og fleiri en í sam­bæri­legum útboðum með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi, vegna áherslu á dreift eign­ar­hald og að afla mark­aðs­verðs fyrir hlut­inn,“ segir í kynn­ing­unn­i. 

Greint hefur verið frá því að til­boð hafi borist frá 430 fag­fjár­fest­um. Í kynn­ingu Banka­sýsl­unnar kemur fram að fjöldi til­boða sem var tekið hafi verið 209. Þar af keyptu inn­lendir fjár­festar 85 pró­sent af hlutnum fyrir sam­tals 44,8 millj­arða króna, en erlendir aðilar 15 pró­sent fyrir 7,9 millj­arða króna. 

Úr kynningu Bankasýslu ríkisins í morgun.

Fjöldi inn­lendra fjár­festa sem fékk að kaupa voru 190 tals­ins. Þar af fengu 23 líf­eyr­is­sjóðir að kaupa 37,1 pró­sent þess sem selt var á 19,5 millj­arðar króna. Alls 140 íslenskir einka­fjár­festar fengu að kaupa næst mest, alls 30,6 pró­sent af því sem var selt á 16,1 millj­arð króna. Alls 13 verð­bréfa­sjóðir fengu að kaupa fyrir 5,6 millj­arða króna og „aðrir fjár­fest­ar“ frá Íslandi fyrir 3,5 millj­arða króna. 

Alls 15 fjár­festar keyptu fyrir meira en einn millj­arð króna og sex keyptu fyrir á bil­inu 500 til 1.000 millj­ónir króna. 

Í kynn­ingu Banka­sýsl­unnar í morgun var há hlut­deild einka­fjár­festa rök­studd með því að áskriftir þeirra hefðu skertar á kostnað almennra fjár­festa í frumút­boð­inu á hlutum í Íslands­banka, sem fór fram í fyrra­sumar en þá seldi ríkið 35 pró­sent hlut í bank­an­um. 

„Hver er til­­­gang­­ur­inn með því að hleypa svona aðilum að í afslátt?“

Enn hefur ekki verið birtur listi yfir þá einka­fjár­festa sem voru valdir til að taka þátt í kaupum á hlut í rík­is­banka með afslætti né hefur verið útskýrt sér­stak­lega hvernig þeir voru vald­ir. Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra út í þennan hóp á Alþingi á mið­viku­dag. Hún benti á í ræðu sinni að hug­­myndin á bak­við til­­­boðs­­ferli, sem er sú sölu­teg­und sem ráð­ist var í, væri að það væri rétt­læt­an­­legt að veita afslátt frá mark­aðsvirði vegna þess að inn væru að koma stórir aðil­­ar, sem væru að kaupa stóran bita og taka með því mikla mark­aðs­á­hættu.

Auglýsing
Upp­lýst hefði verið í gegnum inn­herj­a­lista að aðilar hafi fengið að kaupa 55 millj­­óna króna hlut, 27 millj­­óna króna hlut, 11 millj­­óna króna hlut. Þar er um að ræða Ara Dan­í­els­­­son, stjórn­­­­­ar­­­mann í Íslands­­­­­banka, sem keypti fyrir 55 millj­­­ónir króna, Rík­­­harð Daða­­­son, sam­býl­is­­­mann Eddu Her­­­manns­dóttur mark­aðs- og sam­­­skipta­­­stjóra bank­ans, sem keypti fyrir tæpar 27 millj­­­ónir króna og Ásmund Tryggva­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóra fyr­ir­tækja og fjár­­­­­fest­inga­sviðs, sem keypti fyrir rúmar 11 millj­­­ónir króna en við­­skipti þeirra voru til­­kynnt til Kaup­hallar Íslands vegna tengsla þeirra.

Í ræðu sinni sagði Kristrún að þessir aðilar hefðu hæg­­lega getað keypt á eft­ir­­mark­aði. „Þetta eru ekki stór­ir, umfangs­­miklir lang­­tíma­fjár­­­festar sem voru að taka á sig mikla mark­aðs­á­hættu. Hver er til­­­gang­­ur­inn með því að hleypa svona aðilum að í afslátt? Verða þessir aðil­­ar, þessir litlu aðilar sem fljóta svona með til hlið­­ar, á þessum lista sem verður birtur eða er þetta bara þessi klass­íski listi sem kemur fram yfir þá sem eru með langstærstu hlut­ina?“

Slúður um sím­töl til sumra

Bjarni útskýrði til­gang­inn í svari sínu en svar­aði ekki hvort list­inn yfir litlu aðil­anna yrði birt­ur. Kristrún ítrek­aði því seinni spurn­ing­una og sagði það ekki „gott í ferli sem á að vera gagn­sætt og yfir alla gagn­rýni hafin að það ber­ist slúð­ur, gróu­sög­ur, upp­lýs­ingar um að sumir hafi fengið sím­tal frá sínum verð­bréfa­miðl­ara og aðrir ekki.

Hug­­myndin á bak við til­­­boðs­verð af þessu tagi þar sem verið er að grípa inn í mark­aðs­verð – í almenna útboð­inu á sínum tíma var bank­inn ekki kom­inn á markað – er að það séu góð og gild rök fyrir slíku. Ég get ekki séð, þegar var svona mikil umfram­eft­ir­­spurn hjá stórum aðilum sem vildu fá inn, að það hefði átt að hleypa svona litlum fjár­­­festum að. Fáum við að sjá þessi nöfn? Munu þau vera á þessum lista og hvenær kemur hann?“

Bjarni svar­aði því til að Íslands­­­banki myndi gera aðgeng­i­­legan allan hlut­haf­a­list­ann eins og hann var fyrir útboðið og eins og hann líti út eftir útboð­ið. „Ég hef söm­u­­leiðis kallað eftir en ekki enn fengið nið­­ur­­stöðu úthlut­un­­ar­innar og vil gera hana aðgeng­i­­lega og mun gera það, nema mér séu ein­hverjar hömlur settar með lögum til þess að gera það, sem ég vona og trúi ekki að sé.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent