140 einkafjárfestar keyptu fyrir 16,1 milljarð í Íslandsbanka – Fengu um 700 milljóna afslátt

Alls fengu 209 aðilar að kaupa í Íslandsbanka í síðustu viku í lokuðu útboði. 85 prósent þeirra voru innlendir, og þar af fengu 140 einkafjárfestar að kaupa hlut með afslætti. Alls 59 fjárfestar keyptu fyrir minna en 30 milljónir króna.

Samþykkt var að halda áfram að selja hlut í Íslandsbanka í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í ráðherranefnd um efnahagsmál sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Samþykkt var að halda áfram að selja hlut í Íslandsbanka í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í ráðherranefnd um efnahagsmál sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Inn­lendir einka­fjár­festar fengu að kaupa í Íslands­banka fyrir 16,1 millj­arða króna í síð­ustu viku. Það er 30,6 pró­sent af öllum þeim hlut sem seldur var í bank­an­um. Um að ræða 140 aðila. Eina upp­lýs­ing­arnar sem liggja fyrir um hverjir þeir eru koma úr þremur inn­herj­a­til­kynn­ingum sem birtar voru í Kaup­höll Íslands.

Alls 24 þeirra sem tóku þátt fengu að kaupa hlut fyrir tíu millj­ónir króna eða minna, 35 keyptu fyrir tíu til 30 millj­ónir króna og 20 keyptu fyrir 30 til 50 millj­ónir króna. Því liggur fyrir 79 aðil­ar, rúm­lega helm­ingur allra þátt­tak­enda, keypti fyrir 50 millj­ónir króna eða minna.

Úr kynningu Bankasýslu ríkisins í morgun.

Þetta kemur fram í kynn­ingu sem Banka­sýsla rík­is­ins hélt fyrir ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál í morgun um sölu­með­ferð eign­ar­hluta í Íslands­banka sem fór fram í síð­ustu viku. Þá var alls 22,5 pró­sent hlutur í Íslands­banka var seldur fyrir 52,65 millj­arða króna, með 2,25 millj­arða króna afslætti frá marka­virði bank­ans. Hlut­ur­inn var seldur með svoköll­uðu til­boðs­fyr­ir­komu­lagi sem þýðir að hann salan fór fram í lok­uðu útboði til val­inna fjár­festa. Í ráð­herra­nefnd­inni sitja Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja Alfreðs­dótt­ir, ferða­mála- við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Ef einka­fjár­fest­arnir 140 hefðu keypt hlut sinn á mark­aðsvirði hefðu þeir þurft að greiða sam­tals 688 millj­ónum króna meira fyrir hann en þeir gerðu í útboð­inu.

85 pró­sent kaup­enda íslenskir

Í kynn­ingu Banka­sýsl­unnar er fram­kvæmd sölu­með­ferð­ar­innar lýst. Þar segir að að morgni mánu­dags­ins 21. mars hafi verið ákveðið að hefj­ast handa við mark­aðs­þreif­ingar á meðal „hæfra inn­lendra fjár­festa á mánu­deg­inum á grund­velli til­lagna inn­lenda ráð­andi sölu­ráð­gjafans“, en sá ráð­gjafi var fjár­mála­fyr­ir­tækið Fossar mark­að­ir.

Auglýsing
Á grund­velli end­ursvör­unar þeirra var talið rétt að ráð­ast í mark­aðs­þreif­ingar á meðal erlendra fjár­festa í sam­ræmi við til­lögur alþjóð­lega leið­andi sölu­ráð­gjafa Banka­sýsl­unn­ar, HSBC Continental Europe. „Í kjöl­farið voru frek­ari sölu­ráð­gjafar ráðnir og fleiri en í sam­bæri­legum útboðum með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi, vegna áherslu á dreift eign­ar­hald og að afla mark­aðs­verðs fyrir hlut­inn,“ segir í kynn­ing­unn­i. 

Greint hefur verið frá því að til­boð hafi borist frá 430 fag­fjár­fest­um. Í kynn­ingu Banka­sýsl­unnar kemur fram að fjöldi til­boða sem var tekið hafi verið 209. Þar af keyptu inn­lendir fjár­festar 85 pró­sent af hlutnum fyrir sam­tals 44,8 millj­arða króna, en erlendir aðilar 15 pró­sent fyrir 7,9 millj­arða króna. 

Úr kynningu Bankasýslu ríkisins í morgun.

Fjöldi inn­lendra fjár­festa sem fékk að kaupa voru 190 tals­ins. Þar af fengu 23 líf­eyr­is­sjóðir að kaupa 37,1 pró­sent þess sem selt var á 19,5 millj­arðar króna. Alls 140 íslenskir einka­fjár­festar fengu að kaupa næst mest, alls 30,6 pró­sent af því sem var selt á 16,1 millj­arð króna. Alls 13 verð­bréfa­sjóðir fengu að kaupa fyrir 5,6 millj­arða króna og „aðrir fjár­fest­ar“ frá Íslandi fyrir 3,5 millj­arða króna. 

Alls 15 fjár­festar keyptu fyrir meira en einn millj­arð króna og sex keyptu fyrir á bil­inu 500 til 1.000 millj­ónir króna. 

Í kynn­ingu Banka­sýsl­unnar í morgun var há hlut­deild einka­fjár­festa rök­studd með því að áskriftir þeirra hefðu skertar á kostnað almennra fjár­festa í frumút­boð­inu á hlutum í Íslands­banka, sem fór fram í fyrra­sumar en þá seldi ríkið 35 pró­sent hlut í bank­an­um. 

„Hver er til­­­gang­­ur­inn með því að hleypa svona aðilum að í afslátt?“

Enn hefur ekki verið birtur listi yfir þá einka­fjár­festa sem voru valdir til að taka þátt í kaupum á hlut í rík­is­banka með afslætti né hefur verið útskýrt sér­stak­lega hvernig þeir voru vald­ir. Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra út í þennan hóp á Alþingi á mið­viku­dag. Hún benti á í ræðu sinni að hug­­myndin á bak­við til­­­boðs­­ferli, sem er sú sölu­teg­und sem ráð­ist var í, væri að það væri rétt­læt­an­­legt að veita afslátt frá mark­aðsvirði vegna þess að inn væru að koma stórir aðil­­ar, sem væru að kaupa stóran bita og taka með því mikla mark­aðs­á­hættu.

Auglýsing
Upp­lýst hefði verið í gegnum inn­herj­a­lista að aðilar hafi fengið að kaupa 55 millj­­óna króna hlut, 27 millj­­óna króna hlut, 11 millj­­óna króna hlut. Þar er um að ræða Ara Dan­í­els­­­son, stjórn­­­­­ar­­­mann í Íslands­­­­­banka, sem keypti fyrir 55 millj­­­ónir króna, Rík­­­harð Daða­­­son, sam­býl­is­­­mann Eddu Her­­­manns­dóttur mark­aðs- og sam­­­skipta­­­stjóra bank­ans, sem keypti fyrir tæpar 27 millj­­­ónir króna og Ásmund Tryggva­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóra fyr­ir­tækja og fjár­­­­­fest­inga­sviðs, sem keypti fyrir rúmar 11 millj­­­ónir króna en við­­skipti þeirra voru til­­kynnt til Kaup­hallar Íslands vegna tengsla þeirra.

Í ræðu sinni sagði Kristrún að þessir aðilar hefðu hæg­­lega getað keypt á eft­ir­­mark­aði. „Þetta eru ekki stór­ir, umfangs­­miklir lang­­tíma­fjár­­­festar sem voru að taka á sig mikla mark­aðs­á­hættu. Hver er til­­­gang­­ur­inn með því að hleypa svona aðilum að í afslátt? Verða þessir aðil­­ar, þessir litlu aðilar sem fljóta svona með til hlið­­ar, á þessum lista sem verður birtur eða er þetta bara þessi klass­íski listi sem kemur fram yfir þá sem eru með langstærstu hlut­ina?“

Slúður um sím­töl til sumra

Bjarni útskýrði til­gang­inn í svari sínu en svar­aði ekki hvort list­inn yfir litlu aðil­anna yrði birt­ur. Kristrún ítrek­aði því seinni spurn­ing­una og sagði það ekki „gott í ferli sem á að vera gagn­sætt og yfir alla gagn­rýni hafin að það ber­ist slúð­ur, gróu­sög­ur, upp­lýs­ingar um að sumir hafi fengið sím­tal frá sínum verð­bréfa­miðl­ara og aðrir ekki.

Hug­­myndin á bak við til­­­boðs­verð af þessu tagi þar sem verið er að grípa inn í mark­aðs­verð – í almenna útboð­inu á sínum tíma var bank­inn ekki kom­inn á markað – er að það séu góð og gild rök fyrir slíku. Ég get ekki séð, þegar var svona mikil umfram­eft­ir­­spurn hjá stórum aðilum sem vildu fá inn, að það hefði átt að hleypa svona litlum fjár­­­festum að. Fáum við að sjá þessi nöfn? Munu þau vera á þessum lista og hvenær kemur hann?“

Bjarni svar­aði því til að Íslands­­­banki myndi gera aðgeng­i­­legan allan hlut­haf­a­list­ann eins og hann var fyrir útboðið og eins og hann líti út eftir útboð­ið. „Ég hef söm­u­­leiðis kallað eftir en ekki enn fengið nið­­ur­­stöðu úthlut­un­­ar­innar og vil gera hana aðgeng­i­­lega og mun gera það, nema mér séu ein­hverjar hömlur settar með lögum til þess að gera það, sem ég vona og trúi ekki að sé.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent