Vígamenn á Síanískaga í Egyptalandi, sem berjast undir merkjum Íslamska ríkisins, segjast hafa skotið niður flugvél Kogalymavia flugfélagsins rússneska í dag, samkvæmt yfirlýsingum sem birst hafa á internetinu. Ekkert hefur þó verið staðfest ennþá, þar sem rannsókn er á frumstigi.
Enginn af þeim 224 sem var um borð í flugvél Kogalymavia, í flugi númer KGL9268, komst lífs af þegar flugvélin fórst í Egyptalandi í morgun, en hún var á leið frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh við Rauðahafið til St. Pétursborgar. Hún fórst um tuttugu og tveimur mínútum eftir flugtak.
Vladímir Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir þjóðarsorg í Rússlandi og fyrirskipað rannsókn á orsökum þess að vélin fórst. Nær allir um borð voru Rússar, aðallega ferðamenn. Þrír einstaklingar frá Úkraínu voru um borð, af þeim 217 farþegum sem voru í vélinni. Áhöfnin vélarinnar taldi sjö talsins.
Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC voru 138 konur í vélinu og sautján börn á aldrinum tveggja til sautján ára. Aðstæður á vettvangi slyssins er sagðar skelfilegar. Hin svokallaði svarti kassi, sem geymir upplýsingar um samskipti og aðgerðir flugmanna, er þegar fundinn og hefur verið fjarlægður af vettvangi til rannsóknar.