Umræða um orkumál Íslands og stóriðju ekki síst, hefur verið nokkuð atkvæðamikil upp á síðkastið. Skúli Mogensen fjárfestir og forstjóri WOW Air er einn þeirra sem tekið hefur virkan þátt í henni, og segir að nú sé nóg komið. Ísland verði að fara hugsa um heildarhagsmuni Íslands út frá öðru en stóriðjuverkefnum. Þau séu ekki rétt leiðin fram á við.
Önnur skrif hafa einnig vakið mikla athygli, en það eru tíð pistlaskrif á vef mbl.is, þar sem Ketill Sigurjónsson ráðgjafi og Viðar Garðarsson hjá markaðsmenn.is, hafa tekist nokkuð harkalega á um raforkusölu til stóriðju á Íslandi, mögulega sölu á raforku um sæstreng og raunar ýmislegt fleira.
Í pistli sem birtist 30. október síðastliðinn veltir Viðar því fyrir sér hvort álverið í Straumsvík sé að fara loka, vegna lélegs rekstrar og erfiðra aðstæðna á heimsmörkuðum. Hann nefnir síðan einnig að það sem sé einna alvarlegast sé sú stefna Landsvirkjunar að reyna að hámarka arðsemi rekstrarins, og þar með að reyna að fá sem hæst verð fyrir raforkuna frá álframleiðendum. Þetta hafi meðal annars birst í því þegar samningar voru endurnýjaðir 2010 þegar slitið var á tengingu raforkuverðs við þróun heimsmarkaðsverðs á áli.
Önnur skrif hafa einnig vakið mikla athygli, en það eru tíð pistlaskrif á vef mbl.is, þar sem Ketill Sigurjónsson ráðgjafi og Viðar Garðarsson hjá markaðsmenn.is, hafa tekist nokkuð harkalega á um raforkusölu til stóriðju á Íslandi, mögulega sölu á raforku um sæstreng og raunar ýmislegt fleira.
Í pistli sem birtist 30. október síðastliðinn veltir Viðar því fyrir sér hvort álverið í Straumsvík sé að fara loka, vegna lélegs rekstrar og erfiðra aðstæðna á heimsmörkuðum. Hann nefnir síðan einnig að það sem sé einna alvarlegast sé sú stefna Landsvirkjunar að reyna að hámarka arðsemi rekstrarins, og þar með að reyna að fá sem hæst verð fyrir raforkuna frá álframleiðendum. Þetta hafi meðal annars birst í því þegar samningar voru endurnýjaðir 2010 þegar slitið var á tengingu raforkuverðs við þróun heimsmarkaðsverðs á áli.
Nú skal ekkert fullyrt um það, hvort Viðar viti eitthvað hvað hann er að tala um, þegar kemur að umfjöllun um mögulega lokun álversins í Straumsvík, en þessar hörðu ritdeilur sýna glögglega að það er mikið líf í umræðum um stóriðjustefnuna þessa dagana.