Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Steinull hafi brotið gegn samkeppnislögum en lækkaði sekt, sem Samkeppniseftirlitið hafði áður ákveðið, úr tuttugu milljónum í fimmtán milljónir.
Steinull skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar sem í dag birti úrskurð sinn. Staðfesti nefndin að Steinull hefði brotið gegn umræddri ákvörðun en taldi að það hefði verið minna að umfangi en Samkeppnseftirlitið lagði til grundvallar og lækkaði því sekt. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir, að taki hafi verið tillit til þess að brot Steinullar hafi verið „alvarleg“ og að ekki hafi getað farið á milli mála að upplýsingagjöfin, sem máið byggir á, hafi verið í andstöðu við „skýr fyrirmæli“ laga.
Þann 15. maí sl. komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Steinull hefði brotið gegn skilyrðum í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002, meðal annars með því að veita Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. Umrædd skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Samkeppniseftirlitið taldi hæfilegt að leggja 20 milljóna króna stjórnvaldssekt á Steinull vegna þessa.
Málið byggir á því að Steinull hafi brotið gegn samkeppnislögum með samráði við Húsasmiðjuna, meðal annars með reglubundnum, yfirleitt vikulegum, samskiptum við gömlu um verð, birgðastöðu og fleira, „í því skyni að hækka verð/vinna gegn verðlækkunum á svonefndum grófvörum (grófvörur eru t.d. timbur, steinull og stál)“ eins og orðrétt segir í reifun niðurstöðunnar á vef Samkeppniseftirlitsins.
Þá er einnig byggt á því, að Steinull hafi gert sameiginlega tilraun með Húsasmiðjunni til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um „verð á grófvöru og með því að hafa ákveðið með Húsasmiðjunni að fylgjast með aðgerðum Múrbúðarinnar á markaðnum.“
Það var Steinull sem skaut málinu til áfrýjunarnefndar, eftir að Samkeppniseftirlitið birti ákvörðun sína, 15. maí á þessu ári.