Goodfellas lifnar við í raunveruleikanum - Þagnareiðurinn ofar öllu

Mafíulífið í undirheimum New York borgar er til umfjöllunar í dómsmáli í Brooklyn þessa dagana. Hinn áttræði Vincent Asuro er sakaður um að taka þátt í mafíuglæpum, þar á meðal ráninun á JFK 1978.

Vincent Asuro. Mynd: EPA.
Auglýsing

„Skjól­stæð­ingur minn hefur starfað eftir ströngum aga þagn­að­areiðs, í ára­tugi. Það er ekki að fara breyt­ast hér í dóm­saln­um.“ Svona hófst málsvörn Vincent Asuro, átt­ræðs Banda­ríkja­manns af ítölskum ætt­um, sem und­an­farnar vikur hefur verið í dóm­salnum í Brook­lyn, að svara fyrir alvar­legar ásak­anir sem á hann eru bornar með ákæru sak­sókn­ar­ans í New York. Asuro tjáði sig ekki sjálfur heldur lög­maður hans, John Mer­ingolo, sem jafn­framt er aðstoð­ar­pró­fessor við laga­deild Pace Háskól­ans. 

Hug­hrifin af Good­fellas

Hann sagð­ist sér­stak­lega hafa áhyggjur af einu, þegar rétt­ar­höldin hófust. Það væri sú staða, að dóm­ur­inn yrði fyrir hug­hrifum vegna þess að málið byggði á ásök­unum um að Asuro væri tengdur við glæpi sem frægar kvik­myndir hafa verið gerðar um, og bækur sömu­leið­is. Einna helst Good­fellas, meist­ara­verk Martin Scor­sese frá árinu 1990, og bókin Wiseguys eftir Nicholas Pileggi. Þar er saga glæpa­manns­ins Henry Hill, sem síðar vann með yfir­völdum að upp­ræt­ingu skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi, rakin í gegnum hörð­ustu og ofbeld­is­hneigð­ustu mafíu New York borgar á sjö­unda og áttaunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Lucchesse fjöl­skyldan er mið­punkt­ur­inn í henni en hún hafði einnig tengsl við aðrar klíkur og fjöl­skyldur þar sem ítal­skætt­aður kjarni réð ríkjum með ofbeldi og kúg­un­um. Á meðal þeirra var Bonnano fjöl­skyld­an. Asuro stýrði henni, sam­kvæmt máli yfir­valda. Hann er sak­aður um morð, hrotta­legt ofbeldi, stýr­ingu á við­skiptum í svarta­mark­aðs­hag­kerfi borg­ar­inn­ar, og skipu­lagn­ingu á rán­um.

Auglýsing


Ítalski mafíu­heim­ur­inn kemur upp á yfir­borðið

Asuro var hand­tek­inn í jan­úar í fyrra, ásamt fjórum öðrum, og hefur verið í haldi lög­reglu síð­an. Hann hefur lítið sagt í yfir­heyrsl­um, en málið gegn honum þykir vel und­ir­byggt, í það minnst eins og því er lýst af þeim sem sitja rétt­ar­höld­in. Ástæða þess að Asuro var hand­tek­inn í upp­hafi var skipu­lagn­ingin á hinu fræga Luft­hansa ráni á JFK flug­vell­inum 11. des­em­ber 1978. Þá komust ræn­ingjar undan með fimm millj­ónir Banda­ríkja­dala í reiðufé og skart­gripi sem voru metnir á 875 þús­und Banda­ríkja­dali. Að núverði er þetta meira en 20 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur nærri 2,5 millj­örðum króna. Þetta er enn þann dag í dag, stærsta rán sem framið hefur verið í Banda­ríkj­unum í dög­unni. Ræn­ingj­arnir eru allir meira og minna dánir í dag, þar sem einn þeirra sem var á meðal ræn­ingj­anna, Jimmy Burke að nafni - fyr­ir­mynd karakt­ers­ins sem Robert De Niro leikur í Good­fellas - lét drepa flesta þá sem komu að ráninu til að fela slóð sína og hindra að nokkur gæti kjaftað frá. Burke lést úr lungna­krabba­meini í fang­elsi. 

Asuro fór huldu höfði í mörg ár eftir rán­ið, en leidd­ist smám saman aftur út í glæpa­líf­ið.

Inn að beini

Sak­sókn­ar­inn í mál­inu, Lindsey Ger­des, hefur lýst Asuro sem glæpa­manni „al­veg inn að bein­i“. Þáttur hans í rán­inu er sagður snúa að skipu­lagn­ing­unni og því að koma pen­ing­unum sjálfum undan og þvætta þá í gegnum fyr­ir­tækja­rekst­ur. Pen­ing­arnir voru órekj­an­legir og hafa aldrei fund­ist, enda má gera ráð fyrir að þeim hafi verið eytt hratt og örugg­lega.

Vincent Asuro.

Eins og við var að búast fyrir fram, hefur Asuro ekki látið mikið uppi um hans gjörðir fyrir ára­tug­um. Hann neitar alfarið sök, og vitnin í mál­inu, þar á meðal menn­irnir sem hand­teknir voru á sama tíma og Asuro, eru ekki búnir að segja til hans beint. Eitt vitni, Gaspare Val­enti, frændi Asuro og sam­starfs­maður á mafíu­ár­un­um, hefur þó tengt Asuro við Luft­hansa-ránið og sagt hann hafa komið að skipu­lagn­ingu þess. Val­enti hefur þegar gert sam­komu­lag við banda­rísk yfir­völd um að vinna með þeim að upp­ræt­ingu skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi.

Gögn, og úrvinnslu úr gömlum máls­gögnum með nútíma­að­ferð­um, svo sem mynd­grein­ingu og DNA próf­um, eru þó það sem sak­sókn­ar­inn byggir mál sitt á að miklu leyti. Tæp­lega 37 árum eftir ránið fræga.

Beinar sann­anir fyrir ofbeldi og morðum liggja ekki fyr­ir, en boðað hefur verið að vitni munu styðja mál sak­sókn­ara enn betur við mála­rekst­ur­inn, en þau hafa ekki komið öll enn í vitna­stúk­una. Eitt er vafa­lítið öruggt, sé mið tekið af lýs­ingum þeirra sem hafa fylgst með rétt­ar­höld­un­um. Asuro mun sitja með sting­andi augna­ráð í sæti sínu á meðan vitnin verða leidd fyrir rétt­inn, eitt af öðru. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None