Búið að leggja fram frumvarp sem veitir slitabúum frest til 15. mars

7DM_0049_raw_0806.JPG
Auglýsing

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði í dag fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um nauðasamningsgerð slitabúa fallina fjármálafyrirtækja sem felur meðal annars í sér að frestur þeirra til að ljúka slitum er framlengdur til 15. mars 2016. Samkvæmt gildandi lögum eiga búin að klára slit sín fyrir lok árs 2015 annars fellur á þau 39 prósent stöðugleikaskattur. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði frá því í síðustu viku að til stæði að lengja frest búanna þegar tilkynnt var um að Glitnir, Kaupþing og gamli Landsbankinn myndu fá undaþágu frá fjármagnshöftum til að ljúka slitum sínum gegn greiðslu stöðugleikaframlags. Alls munu búin þrjú greiða 379 milljarða króna í stöðugleikaframlag. 

Auk þess munu skuldalengingar og uppgreiðsla lánafyrirgreiðslu, sem íslenska ríkið veitti nýju viðskiptabönkunum árið 2009, nema samtals 151 milljörðum króna. Þá munu endurheimtir krafna sem Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélag Seðlabanka Íslands ,heldur á nema 81 milljörðum króna, en félagið er stærsti innlendi kröfuhafi föllnu bankanna. Því hefur Seðlabankinn reiknað út að mótvægisaðgerðir sem gripið hafi verið til, nú og í fortíð, vegna stöðu slitabúanna, nemi 660 milljörðum króna. Þessi tala gæti hækkað ef endurheimtir af lágt metnum eignum hækka. 

Auglýsing

Breytingarnar sem nú verða gerðar eru til þess að skýra og einfalda nokkur atriði í löggjöfinni. Í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir að þetta sé nauðsynlegt "til að auðvelda slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja gerð nauðasamninga. Frumvarpið er því lagt fram með það að markmiði að skapa frekari forsendur fyrir því að lögaðilar sem teljast skattskyldir aðilar í skilningi laga um stöðugleikaskatt, nr. 60/2015, geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None