Búið að leggja fram frumvarp sem veitir slitabúum frest til 15. mars

7DM_0049_raw_0806.JPG
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar lagði í dag fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um nauða­samn­ings­gerð slita­búa fall­ina fjár­mála­fyr­ir­tækja sem felur meðal ann­ars í sér að frestur þeirra til að ljúka slitum er fram­lengdur til 15. mars 2016. Sam­kvæmt gild­andi lögum eiga búin að klára slit sín fyrir lok árs 2015 ann­ars fellur á þau 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt­ur. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði frá því í síð­ustu viku að til stæði að lengja frest búanna þegar til­kynnt var um að Glitn­ir, Kaup­þing og gamli Lands­bank­inn myndu fá unda­þágu frá fjár­magns­höftum til að ljúka slitum sínum gegn greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags. Alls munu búin þrjú greiða 379 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag. 

Auk þess munu skulda­leng­ingar og upp­greiðsla lána­fyr­ir­greiðslu, sem íslenska ríkið veitti nýju við­skipta­bönk­unum árið 2009, nema sam­tals 151 millj­örðum króna. Þá munu end­ur­heimtir krafna sem Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ), dótt­ur­fé­lag Seðla­banka Íslands ,heldur á nema 81 millj­örðum króna, en félagið er stærsti inn­lendi kröfu­hafi föllnu bank­anna. Því hefur Seðla­bank­inn reiknað út að mót­væg­is­að­gerðir sem gripið hafi verið til, nú og í for­tíð, vegna stöðu slita­bú­anna, nemi 660 millj­örðum króna. Þessi tala gæti hækkað ef end­ur­heimtir af lágt metnum eignum hækk­a. 

Auglýsing

Breyt­ing­arnar sem nú verða gerðar eru til þess að skýra og ein­falda nokkur atriði í lög­gjöf­inni. Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar segir að þetta sé nauð­syn­legt "til að auð­velda slita­búum fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja gerð nauða­samn­inga. Frum­varpið er því lagt fram með það að mark­miði að skapa frek­ari for­sendur fyrir því að lög­að­ilar sem telj­ast skatt­skyldir aðilar í skiln­ingi laga um stöð­ug­leika­skatt, nr. 60/2015, geti lokið þeim áfanga í slita­með­ferð að hafa fengið nauða­samn­ing stað­festan af dóm­stólum fyrir næstu ára­mót."

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None