Bankaráð Seðlabanka Íslands vill rannsókn á framkvæmd gjaldeyrisreglna

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Banka­ráðs Seðla­banka Íslands hefur sam­þykkt að láta ger­a ­at­hugun á fram­kvæmd gjald­eyr­is­reglna bank­ans, m.a. vegna nýlegrar nið­ur­stöð­u ­um­boðs­manns Alþingis þar sem atriði í fram­kvæmd­inni voru gagn­rýnd. Frá þessu er ­greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar er haft eftir Þór­unni Guð­munds­dótt­ur, for­mann­i ­banka­ráðs­ins, að við­ræður standi yfir við ákveðin aðila um að taka að sér­ ­rann­sókn máls­ins. Morg­un­blaðið seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að Seðla­bank­inn hafi leitað til Laga­stofn­unar Háskóla Íslands varð­andi rann­sókn­ina.

Til stendur að rann­saka laga­legan grunn gjald­eyr­is­regln­anna og fram­kvæmd þeirra. Auk þess stendur til að rann­saka stofnun Eigna­safns ­Seðla­banka Íslands (ESÍ).

Auglýsing

Engin hlotið dóm fyrir brot á gjald­eyr­is­lögum

Fjár­festir­inn Heiðar Guð­jóns­son kvart­aði til umboðs­manns Al­þingis í nóv­em­ber 2010 vegna máls­með­ferðar sem hann fékk í seðla­bank­an­um, og ­leiddi m.a. til þess að Heiðar fékk ekki að kaupa tryggina­fé­lagið Sjó­vá. Heið­ar­ ­metur tjón sitt á um þrjá millj­arða króna, likt og Kjarn­inn fjall­aði um í frétta­skýr­ingu þann 21. októ­ber.

Umboðs­maður skil­aði loks áliti sínu í mál­inu 6. októ­ber síð­ast­lið­inn, fimm árum eftir að kvörtun Heið­ars var lögð fram. Í því kemur meðal ann­ars fram að hann hafi sjálf­ur, strax við ­upp­haf ­at­hug­unar hans í lok árs 2010,  stað­næmst sér­stak­lega við þá leið sem farin var í lögum þegar gjald­eyr­is­höftin voru tekin upp haustið 2008. Þar var ­Seðla­banka Íslands fengin heim­ild til að gefa út, að fengnu sam­þykki ráð­herra, ­reglur um gjald­eyr­is­mál. Hinar eig­in­legu efn­is­reglur um gjald­eyr­is­höftin voru í regl­unum og brot gegn þeim gátu varðað refs­ing­um. Umboðs­maður taldi vafa leika á því að þetta fyr­ir­komu­lag upp­fyllti þær kröfur sem leiða af reglum um lög­bundnar refsi­heim­ildir og skýr­leika refsi­heim­ilda. 

Til við­bótar komu síð­an ­at­riði sem lutu að sam­þykki ráð­herra á regl­unum og birt­ingu þess, en eins og fram hefur kom­ið, þá felldi Seðla­bank­inn niður 23 mál á dög­un­um, þar sem ­sér­stakur sak­sókn­ari telur regl­urnar gall­að­ar. Eng­inn ein­stak­lingur hef­ur ­fengið dóm fyrir brot á gjald­eyr­is­lög­um, frá því fjár­magns­höft voru lög­fest í nóv­em­ber 2008, eða fyrir tæpum sjö árum.

Í sam­ráði við fjár­mála­ráðu­neytið

Þá gagn­rýn­ir ­Um­boðs­maður einnig stofnun ESÍ, sem heldur utan um miklar eignir Seðla­bank­ans, og telur laga­legan grund­völl stofn­unar þess félags vera á veikum grunni. 

Kjarn­inn greindi frá því 10. októ­ber að til­færsla á verk­efnum við umsýslu og sölu eigna Seðla­banka Ís­lands til ESÍ hafi verið gerð í sam­ráði við fjár­mála­ráðu­neytið undir lok árs 2009, þegar Stein­grímur J. Sig­fús­son var fjár­mála­ráð­herra.

Sam­kvæmt ­upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­anum var ákvörð­unin um að færa umsýslu og sölu eigna ­sem bank­inn sat uppi með eftir hrunið yfir í ESÍ tekin undir lok árs 2009. Ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ingar voru fengnir til að gefa álit sitt á gern­ingnum og héldu kynn­ingu um málið fyrir fjár­mála­ráðu­neytið í des­em­ber 2009. Í kjöl­far­ið var ákveðið að flytja verk­efnin til ESÍ.

Óljós laga­legur grund­völlur

Umboðs­mað­ur­ Al­þingis sendi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, banka­ráði Seðla­banka Íslands­, ­seðla­banka­stjóra og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis bréf 2. októ­ber þar sem hann gerði grein fyrir athugun sem hann hefur unnið að á síð­ustu árum vegna atriða tengdum rann­sóknum Seðla­banka Ís­lands vegna gruns um brot á reglum um fjár­magns­höft. 

Kemur fram í bréf­inu að laga­legur grund­völlur Seðla­bank­ans til aðgerða gegn ein­stak­lingum og ­fyr­ir­tækj­um, vegna meintra brota gegn gjald­eyr­is­lög­um, hafi verið um marg­t ó­ljós. Í bréf­inu áréttar umboðs­maður einnig að þess verði gætt í fram­tíð­inni að vanda betur til laga­setn­ingar um sam­bæri­leg mál, sér­stak­lega um fram­setn­ingu refsi­heim­ilda og þar með um grund­völl athug­ana og rann­sókna ­stjórn­valda þegar grunur vaknar um brot sem sætt geta við­ur­lög­um.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None