Bankaráð Seðlabanka Íslands vill rannsókn á framkvæmd gjaldeyrisreglna

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Banka­ráðs Seðla­banka Íslands hefur sam­þykkt að láta ger­a ­at­hugun á fram­kvæmd gjald­eyr­is­reglna bank­ans, m.a. vegna nýlegrar nið­ur­stöð­u ­um­boðs­manns Alþingis þar sem atriði í fram­kvæmd­inni voru gagn­rýnd. Frá þessu er ­greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar er haft eftir Þór­unni Guð­munds­dótt­ur, for­mann­i ­banka­ráðs­ins, að við­ræður standi yfir við ákveðin aðila um að taka að sér­ ­rann­sókn máls­ins. Morg­un­blaðið seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að Seðla­bank­inn hafi leitað til Laga­stofn­unar Háskóla Íslands varð­andi rann­sókn­ina.

Til stendur að rann­saka laga­legan grunn gjald­eyr­is­regln­anna og fram­kvæmd þeirra. Auk þess stendur til að rann­saka stofnun Eigna­safns ­Seðla­banka Íslands (ESÍ).

Auglýsing

Engin hlotið dóm fyrir brot á gjald­eyr­is­lögum

Fjár­festir­inn Heiðar Guð­jóns­son kvart­aði til umboðs­manns Al­þingis í nóv­em­ber 2010 vegna máls­með­ferðar sem hann fékk í seðla­bank­an­um, og ­leiddi m.a. til þess að Heiðar fékk ekki að kaupa tryggina­fé­lagið Sjó­vá. Heið­ar­ ­metur tjón sitt á um þrjá millj­arða króna, likt og Kjarn­inn fjall­aði um í frétta­skýr­ingu þann 21. októ­ber.

Umboðs­maður skil­aði loks áliti sínu í mál­inu 6. októ­ber síð­ast­lið­inn, fimm árum eftir að kvörtun Heið­ars var lögð fram. Í því kemur meðal ann­ars fram að hann hafi sjálf­ur, strax við ­upp­haf ­at­hug­unar hans í lok árs 2010,  stað­næmst sér­stak­lega við þá leið sem farin var í lögum þegar gjald­eyr­is­höftin voru tekin upp haustið 2008. Þar var ­Seðla­banka Íslands fengin heim­ild til að gefa út, að fengnu sam­þykki ráð­herra, ­reglur um gjald­eyr­is­mál. Hinar eig­in­legu efn­is­reglur um gjald­eyr­is­höftin voru í regl­unum og brot gegn þeim gátu varðað refs­ing­um. Umboðs­maður taldi vafa leika á því að þetta fyr­ir­komu­lag upp­fyllti þær kröfur sem leiða af reglum um lög­bundnar refsi­heim­ildir og skýr­leika refsi­heim­ilda. 

Til við­bótar komu síð­an ­at­riði sem lutu að sam­þykki ráð­herra á regl­unum og birt­ingu þess, en eins og fram hefur kom­ið, þá felldi Seðla­bank­inn niður 23 mál á dög­un­um, þar sem ­sér­stakur sak­sókn­ari telur regl­urnar gall­að­ar. Eng­inn ein­stak­lingur hef­ur ­fengið dóm fyrir brot á gjald­eyr­is­lög­um, frá því fjár­magns­höft voru lög­fest í nóv­em­ber 2008, eða fyrir tæpum sjö árum.

Í sam­ráði við fjár­mála­ráðu­neytið

Þá gagn­rýn­ir ­Um­boðs­maður einnig stofnun ESÍ, sem heldur utan um miklar eignir Seðla­bank­ans, og telur laga­legan grund­völl stofn­unar þess félags vera á veikum grunni. 

Kjarn­inn greindi frá því 10. októ­ber að til­færsla á verk­efnum við umsýslu og sölu eigna Seðla­banka Ís­lands til ESÍ hafi verið gerð í sam­ráði við fjár­mála­ráðu­neytið undir lok árs 2009, þegar Stein­grímur J. Sig­fús­son var fjár­mála­ráð­herra.

Sam­kvæmt ­upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­anum var ákvörð­unin um að færa umsýslu og sölu eigna ­sem bank­inn sat uppi með eftir hrunið yfir í ESÍ tekin undir lok árs 2009. Ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ingar voru fengnir til að gefa álit sitt á gern­ingnum og héldu kynn­ingu um málið fyrir fjár­mála­ráðu­neytið í des­em­ber 2009. Í kjöl­far­ið var ákveðið að flytja verk­efnin til ESÍ.

Óljós laga­legur grund­völlur

Umboðs­mað­ur­ Al­þingis sendi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, banka­ráði Seðla­banka Íslands­, ­seðla­banka­stjóra og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis bréf 2. októ­ber þar sem hann gerði grein fyrir athugun sem hann hefur unnið að á síð­ustu árum vegna atriða tengdum rann­sóknum Seðla­banka Ís­lands vegna gruns um brot á reglum um fjár­magns­höft. 

Kemur fram í bréf­inu að laga­legur grund­völlur Seðla­bank­ans til aðgerða gegn ein­stak­lingum og ­fyr­ir­tækj­um, vegna meintra brota gegn gjald­eyr­is­lög­um, hafi verið um marg­t ó­ljós. Í bréf­inu áréttar umboðs­maður einnig að þess verði gætt í fram­tíð­inni að vanda betur til laga­setn­ingar um sam­bæri­leg mál, sér­stak­lega um fram­setn­ingu refsi­heim­ilda og þar með um grund­völl athug­ana og rann­sókna ­stjórn­valda þegar grunur vaknar um brot sem sætt geta við­ur­lög­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None