Á ferðamálaþingi á Akureyri þann 28. október síðastliðinn var sýnt landakort ráðgjafafyrirtækisins Alta sem sýnir staðsetningu rúmlega 144 þúsund hnitsettra ljósmynda teknar á Íslandi á árunum 2012 og 2014. Myndirnar eiga það sameiginlegt að vera aðgengilegar á ljósmyndasíðunni Flickr.
Á kortinu eru ljósmyndirnar sýndar í bláum lit og bendir dekkri blár litur til vinsælli staðsetningar ljósmyndara, eins og útskýrt er á vef Alta. Tilgangur kortsins var að sýna hversu gagnleg landupplýsingakerfi geta verið við að greina landfræðileg gögn og sérstaklega var vakin athygli á að samfélagsbiðjar bjóða upp á að sótt séu gögn sem fela meðal annars í sér staðsetningu notanda. Á kortinu eru sett saman gögn frá Landmælingu Íslands, mörk friðlýstra svæða frá Umhverfisstofnun, áhugaverðir viðkomustaðir sem söfnuðust í átaksverkefninu „Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar“ og Flickr myndirnar.
Þá má auk þess sjá gagnvirkt kort Alta sem sýnir hvernig myndatökustaðir breytast eftir árstíðum hér fyrir neðan.