InDefence gagnrýna stjórnvöld harðlega - Villandi framsetning á stöðugleikaframlagi

7DM_0049_raw_0806.JPG
Auglýsing

InDefence samtökin segja stjórvöld hafa beitt blekkingum þegar þau kynntu niðurstöðuna sem snýr að stöðugleikaframlagi slitabúa föllnu bankanna, í samhengi við framkvæmd áætlunar um losun hafta. Þetta kemur fram í umsögn InDefence um mat á undanþágubeiðnum slitabúa.


Gert er ráð fyrir að slitabúin greiði 379 milljarða króna í stöðugleikaframlag, en stjórnvöld hafa þó tiltekið fleiri atriði í sinni kynningu á málinu, og meta framlagið á 856 milljarða. Þetta telja InDefence samtökin villandi. „Þessi vandi byggist á því að kröfuhöfum slitabúanna verður hleypt út úr höftum með allt að 500 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fyrir vikið sitja almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir á Íslandi eftir með mikla efnahagslega áhættu og verða að treysta á bjartsýna hagvaxtarspá Seðlabanka Íslands. Standist hún ekki, munu lífskjör á Íslandi skerðast og áframhaldandi fjármagnshöft til margra ára. Það er óásættanlegt að fyrirhugaðar aðgerðir tryggi hagsmuni kröfuhafa, en skapi efnahagslega áhættu fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi,“ segir í umsögn InDefence.

Auglýsing


Í umsögninni segir að stjórnvöld leggi ranglega áherslu á meintar tekjur sem stöðugleikaskilyrðin skila þjóðarbúinu. „Samkvæmt kynningu stjórnvalda skila stöðugleikaskilyrðin 856 milljörðum króna til að takast á við eignir slitabúanna upp á 815 milljarða sem ógna efnahagslegum stöðugleika á Ísland. Því miður er þetta afar villandi framsetning. Stjórnvöld leggja ranglega áherslu á meintar tekjur sem stöðugleikaskilyrðin skila þjóðarbúinu,“ segir í umsögninni.

Undanþága frá höftum.


Þá er bent á það, að forsendur Seðlabanka Íslands, fyrir veitingu undanþágu, séu bjartsýnar og þá ekki síst hagvaxtarforsendur. Gert sé ráð fyrir miklum hagvexti næstu árin, langt umfram alþjóðlega þróun. Að undanförnu hafi hagvaxtarspár erlendis verið endurskoðaðar niður á við, og það sé einkennilegt ef Ísland muni standa alveg út úr miðað við þá þróun. 


Umsögn InDefence.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None