Volkswagen viðurkennir annan skandal sem kann að vera mun stærri

Volkswagen svindlaði með öðrum hætti á vottunarferli fyrir koltvíoxíðsútblástur. Hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hríðfallið í morgun.

Volkswagen viðurkenndi svindl sitt í fréttatilkynningu eftir að hafa gert innanhúsrannsókn eftir svindl septembermánaðar.
Volkswagen viðurkenndi svindl sitt í fréttatilkynningu eftir að hafa gert innanhúsrannsókn eftir svindl septembermánaðar.
Auglýsing

Þýski bíla­fram­leið­and­inn Volkswagen hefur við­ur­kennt að við ítar­lega inn­an­húss­skoðun á svindli sínu í haust hafi komið í ljós „óreglu­legt magn útblást­urs koltví­sýr­ings“ úr bílnum þeirra, með öðrum orðum að magn koltví­sýr­ings hafi verið skrúfað niður áður en vérnar voru sendar í próf­an­ir. Allt að 800.000 bílar sem fram­leiddir eru í verk­smiðjum Volkswagen Group kunna að vera „gall­að­ir“ að þessu leyti.

Það þýðir að aðrar bíla­teg­undir í eigu Volkswa­gen-­sam­stæð­unnar gætu verið fram­leiddir með útblást­urs­galla. Verk­smiðjur á borð við Audi, Skoda, Bent­ley, Bugatti og Porsche eru í eigu Volkswagen.

Fyr­ir­tækið til­kynnti um gallan í frétta­til­kynn­ingu seinnt í gær­kvöldi á vef­síðu sinni. Strax í morgun höfðu hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu fallið um allt að 10 pró­sent í verði, áður en verðið jafn­aði sig út 18 pró­sent lægra en það var við lokun mark­aða í gær.

Auglýsing

Hlutabréfaverð í Volkswagen samstæðunni féll hratt í morgun.

Umhverf­is­vernd­ar­stofnun Banda­ríkj­anna kom upp um svindl Volkswagen í sept­em­ber. Þá höfðu tölvur bíl­anna verið for­rit­aðar til þess að gera grein­ar­mun á því hvort þær væru tengdar við mæli­tæki eft­ir­lits­að­ila eða ekki og um leið minnka útblástur bíls­ins. Um leið og tölv­urnar voru teknar úr sam­bandi mæld­ist útblást­ur­inn um 40 sinnum meiri en leyfi­legt er.

Loft­teg­undin sem var til umræðu þá var nit­uroxíð sem getur verið hættu­legt mönnum en hefur ekki mikil áhrif á lofts­lagið og lofts­lags­breyt­ing­ar. Við end­ur­skoðun allra verk­ferla í tengslum við dies­el-­vélar Volkswagen við­ur­kennir fyr­ir­tækið að magn koltví­oxíðs, CO2 (og þar af leið­andi elds­neyt­iseyðslu), hafi verið skrúfað niður og of lágt þegar vél­arnar voru sendar til útblást­ur­vott­un­ar. „Megnið af vél­unum til umræðu eru dies­el-­vél­ar.“

Matthias Müll­er, nýskip­aður for­stjóri Volkswa­gen, seg­ist hafa tekið ákvörðun um að til­kynna um þetta í nafni gagn­sæ­is. „Þetta er sárs­auka­fullt ferli,“ lætur hann hafa eftir sér í frétta­til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Ljóst er að þessi uppgvötun og til­kynn­ing mun hafa í för með sér gríð­ar­legt fjár­hags­legt tjón fyrir Volkswagen. Fyrstu áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins gera ráð fyrir efna­hags­legu tjóni sem nemur um tveimur millj­örðum doll­ara.

Áður en skandall­inn kom upp í sept­em­ber hafði Volkswagen ekki tapað pen­ingum í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri í 15 ár. Fyrr á þessu ári tók bíla­fram­leið­and­inn meira að segja framúr Toyota sem stærsti bíla­fram­leið­andi í heimi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None