Volkswagen viðurkennir annan skandal sem kann að vera mun stærri

Volkswagen svindlaði með öðrum hætti á vottunarferli fyrir koltvíoxíðsútblástur. Hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hríðfallið í morgun.

Volkswagen viðurkenndi svindl sitt í fréttatilkynningu eftir að hafa gert innanhúsrannsókn eftir svindl septembermánaðar.
Volkswagen viðurkenndi svindl sitt í fréttatilkynningu eftir að hafa gert innanhúsrannsókn eftir svindl septembermánaðar.
Auglýsing

Þýski bíla­fram­leið­and­inn Volkswagen hefur við­ur­kennt að við ítar­lega inn­an­húss­skoðun á svindli sínu í haust hafi komið í ljós „óreglu­legt magn útblást­urs koltví­sýr­ings“ úr bílnum þeirra, með öðrum orðum að magn koltví­sýr­ings hafi verið skrúfað niður áður en vérnar voru sendar í próf­an­ir. Allt að 800.000 bílar sem fram­leiddir eru í verk­smiðjum Volkswagen Group kunna að vera „gall­að­ir“ að þessu leyti.

Það þýðir að aðrar bíla­teg­undir í eigu Volkswa­gen-­sam­stæð­unnar gætu verið fram­leiddir með útblást­urs­galla. Verk­smiðjur á borð við Audi, Skoda, Bent­ley, Bugatti og Porsche eru í eigu Volkswagen.

Fyr­ir­tækið til­kynnti um gallan í frétta­til­kynn­ingu seinnt í gær­kvöldi á vef­síðu sinni. Strax í morgun höfðu hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu fallið um allt að 10 pró­sent í verði, áður en verðið jafn­aði sig út 18 pró­sent lægra en það var við lokun mark­aða í gær.

Auglýsing

Hlutabréfaverð í Volkswagen samstæðunni féll hratt í morgun.

Umhverf­is­vernd­ar­stofnun Banda­ríkj­anna kom upp um svindl Volkswagen í sept­em­ber. Þá höfðu tölvur bíl­anna verið for­rit­aðar til þess að gera grein­ar­mun á því hvort þær væru tengdar við mæli­tæki eft­ir­lits­að­ila eða ekki og um leið minnka útblástur bíls­ins. Um leið og tölv­urnar voru teknar úr sam­bandi mæld­ist útblást­ur­inn um 40 sinnum meiri en leyfi­legt er.

Loft­teg­undin sem var til umræðu þá var nit­uroxíð sem getur verið hættu­legt mönnum en hefur ekki mikil áhrif á lofts­lagið og lofts­lags­breyt­ing­ar. Við end­ur­skoðun allra verk­ferla í tengslum við dies­el-­vélar Volkswagen við­ur­kennir fyr­ir­tækið að magn koltví­oxíðs, CO2 (og þar af leið­andi elds­neyt­iseyðslu), hafi verið skrúfað niður og of lágt þegar vél­arnar voru sendar til útblást­ur­vott­un­ar. „Megnið af vél­unum til umræðu eru dies­el-­vél­ar.“

Matthias Müll­er, nýskip­aður for­stjóri Volkswa­gen, seg­ist hafa tekið ákvörðun um að til­kynna um þetta í nafni gagn­sæ­is. „Þetta er sárs­auka­fullt ferli,“ lætur hann hafa eftir sér í frétta­til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Ljóst er að þessi uppgvötun og til­kynn­ing mun hafa í för með sér gríð­ar­legt fjár­hags­legt tjón fyrir Volkswagen. Fyrstu áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins gera ráð fyrir efna­hags­legu tjóni sem nemur um tveimur millj­örðum doll­ara.

Áður en skandall­inn kom upp í sept­em­ber hafði Volkswagen ekki tapað pen­ingum í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri í 15 ár. Fyrr á þessu ári tók bíla­fram­leið­and­inn meira að segja framúr Toyota sem stærsti bíla­fram­leið­andi í heimi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None