Volkswagen viðurkennir annan skandal sem kann að vera mun stærri

Volkswagen svindlaði með öðrum hætti á vottunarferli fyrir koltvíoxíðsútblástur. Hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hríðfallið í morgun.

Volkswagen viðurkenndi svindl sitt í fréttatilkynningu eftir að hafa gert innanhúsrannsókn eftir svindl septembermánaðar.
Volkswagen viðurkenndi svindl sitt í fréttatilkynningu eftir að hafa gert innanhúsrannsókn eftir svindl septembermánaðar.
Auglýsing

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur viðurkennt að við ítarlega innanhússskoðun á svindli sínu í haust hafi komið í ljós „óreglulegt magn útblásturs koltvísýrings“ úr bílnum þeirra, með öðrum orðum að magn koltvísýrings hafi verið skrúfað niður áður en vérnar voru sendar í prófanir. Allt að 800.000 bílar sem framleiddir eru í verksmiðjum Volkswagen Group kunna að vera „gallaðir“ að þessu leyti.

Það þýðir að aðrar bílategundir í eigu Volkswagen-samstæðunnar gætu verið framleiddir með útblástursgalla. Verksmiðjur á borð við Audi, Skoda, Bentley, Bugatti og Porsche eru í eigu Volkswagen.

Fyrirtækið tilkynnti um gallan í fréttatilkynningu seinnt í gærkvöldi á vefsíðu sinni. Strax í morgun höfðu hlutabréf í fyrirtækinu fallið um allt að 10 prósent í verði, áður en verðið jafnaði sig út 18 prósent lægra en það var við lokun markaða í gær.

Auglýsing

Hlutabréfaverð í Volkswagen samstæðunni féll hratt í morgun.

Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna kom upp um svindl Volkswagen í september. Þá höfðu tölvur bílanna verið forritaðar til þess að gera greinarmun á því hvort þær væru tengdar við mælitæki eftirlitsaðila eða ekki og um leið minnka útblástur bílsins. Um leið og tölvurnar voru teknar úr sambandi mældist útblásturinn um 40 sinnum meiri en leyfilegt er.

Lofttegundin sem var til umræðu þá var nituroxíð sem getur verið hættulegt mönnum en hefur ekki mikil áhrif á loftslagið og loftslagsbreytingar. Við endurskoðun allra verkferla í tengslum við diesel-vélar Volkswagen viðurkennir fyrirtækið að magn koltvíoxíðs, CO2 (og þar af leiðandi eldsneytiseyðslu), hafi verið skrúfað niður og of lágt þegar vélarnar voru sendar til útblásturvottunar. „Megnið af vélunum til umræðu eru diesel-vélar.“

Matthias Müller, nýskipaður forstjóri Volkswagen, segist hafa tekið ákvörðun um að tilkynna um þetta í nafni gagnsæis. „Þetta er sársaukafullt ferli,“ lætur hann hafa eftir sér í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Ljóst er að þessi uppgvötun og tilkynning mun hafa í för með sér gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir Volkswagen. Fyrstu áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir efnahagslegu tjóni sem nemur um tveimur milljörðum dollara.

Áður en skandallinn kom upp í september hafði Volkswagen ekki tapað peningum í ársfjórðungsuppgjöri í 15 ár. Fyrr á þessu ári tók bílaframleiðandinn meira að segja framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi í heimi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None