Stuðningur við ríkisstjórnina að þróast á sama hátt og stuðningur við síðustu ríkisstjórn gerði

ríkisstjórn
Auglýsing

Mikil lík­indi hafa verið með þróun á stuðn­ingi við sitj­andi rík­is­stjórn og þeirrar sem sat á undan henni. Báð­ar­ ­fengu meiri­hluta atkvæða í kosn­ingum (51,5 og 51,1 pró­sent), báðar nutu mik­ils ­stuðn­ings mán­uði eftir að þær tóku við (61 og 62,4 pró­sent), stuðn­ingur við báðar hafði tæp­lega helm­ing­ast á síð­ari hluta kjör­tíma­bils þeirra ( 33 og 35,4 ­pró­sent) og sam­an­lagt fylgi þeirra flokka sem mynd­uðu rík­i­s­tjórn 2009 og þeirra ­sem mynd­uðu hana 2013 er mjög svipað 18 mán­uðum áður en rík­is­stjórn­irnar tvær ­leggja verk sín í dóm kjós­enda ( 35,8 og 34,2 pró­sent).

Til­tekt­ar­rík­is­stjórnin sem missti til­trú kjós­enda

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna tók fyrst við völdum í febr­úar 2009, þá sem minni­hluta­stjórn sem sat með­ ­stuðn­ingi Fram­sókn­ar­flokks­ins fram að kosn­ing­um. Þær fóru síðan fram 25. apríl 2009.

Í þeim kosn­ingum fékk Sam­fylk­ing­in 29,8 pró­sent atkvæða og Vinstri græn 21,7 pró­sent. Sam­tals féllu því 51,5 ­pró­sent atkvæða flokk­unum tveimur í skaut.

Auglýsing

Mán­uði síð­ar, í maí 2009, mæld­ist ­stuðn­ingur við nýju rík­is­stjórn­ina hærri en hann átti nokkru sinni eftir að ­gera aft­ur, en þá sögð­ust 61 pró­sent lands­manna styðja hana. Eftir það dal­að­i ­stuðn­ingur við rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur hratt.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur naut mikils stuðnings við upphaf valdatíma síns. Það fjaraði verulega undan þeim stuðningi þegar leið á kjörtímabilið.

Í októ­ber 2011, þegar síð­ari hlut­i ­kjör­tíma­bils­ins var haf­in, mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina 33 pró­sent. ­Fylgi flokk­anna hafði einnig dalað mikið frá kosn­ing­unum 2009. Á þessum tíma ­fyrir rúmum fjórum árum sögð­ust 21,3 pró­sent hafa hug á því að kjós­a ­Sam­fylk­ing­una en 14,5 pró­sent Vinstri græn. Sam­tals var fylgi þeirra því 35,8 ­pró­sent.

Rík­is­stjórnin náði sér aldrei aftur á strik í könn­un­um. Stuðn­ingur við hana hélst á svip­uðu reiki fram að kosn­ing­un­um þann 27. apríl 2013. Í þeim var stjórn­ar­flokk­unum ræki­lega hafn­að. Sam­fylk­ing­in ­fékk ein­ungis 12,9 pró­sent atkvæða og Vinstri græn 10,9 pró­sent. Sam­tals töp­uð­u ­flokk­arnir tveir 27,7 pró­sentu­stigum milli kosn­inga eftir að hafa stýrt land­in­u í fjögur ár. Sem verður að telj­ast afhroð.

Sama þróun hjá sitj­andi rík­is­stjórn

Við tók rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Fyrr­nefndi flokk­ur­inn hafði fengið 26,7 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í apríl 2013 og sá síð­ar­nefndi, sem var óum­deil­an­lega sig­ur­veg­ari þeirra kosn­inga, 24,4 pró­sent. Sam­tals var fylgi nýju stjórn­ar­flokk­anna sem ­mynd­uðu rík­is­stjórn 51,1 pró­sent.

Og nýja rík­is­stjórnin var vin­sæl. Sam­kvæmt könnun Gallup frá því í maí 2013 studdu 62,4 pró­sent lands­manna rík­is­stjórn­ina ­mán­uði eftir að hún tók við völd­um.

Síðan hefur fjarað nokkur fljótt undan þeim mikla stuðn­ingi. Í októ­ber síð­ast­liðn­um, þegar stjórn­ar­tíð ­rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar er rúm­lega hálfn­uð, mælist ­stuðn­ingur við hana 35,4 pró­sent. Fylgi stjórn­ar­flokk­anna er heldur ekki upp á marga fiska. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 24,6 pró­sent fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 9,6 pró­sent. Sam­tals mælist fylgi þeirra 34,2 pró­sent, ­sem er 16,9 pró­sentu­stigum undir því sem þeir fengu í kosn­ing­unum 2013.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir hafa þó um eitt og hálft ár til að snúa stöðu sinni við því næstu kosn­ingar eru áætl­aðar vorið 2017.

Stöð­ug­leiki Pírata

Gallup birti nýja könnun á fylg­i ­stjórn­mála­flokka í fyrra­dag. Þar kom í ljós að lítil hreyf­ing virð­ist vera á fylgi und­an­farna mán­uði. Píratar mæl­ast langstærsti flokkur lands­ins líkt og þeir hafa gert frá því í apr­íl. Fylgi flokks­ins hefur nú mælst yfir 30 pró­sent í sjö könn­unum Gallup í röð. Framan af snérist orð­ræða ann­arra stjórn­mála­flokka um mikið fylgi Pírata um að það hlyti að vera tíma­bund­ið. Sá tími virð­ist lið­inn. 

Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar virðast eiga mjög erfitt upp­dráttar um þessar mund­ir. Sam­an­lagt fylgi Vinstri grænna, ­Sam­fylk­ingar og Bjartrar fram­tíðar mælist 24,9 pró­sent. Þeir eru því að mælast ­með sam­an­lagt svipað fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en 24,6 pró­sent aðspurðra ­segja að þeir myndu kjósa hann ef kosið yrði í dag. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist ­síðan með 9,6 pró­sent fylgi, sem er næst lægsta fylg­is­mæl­ing sem flokk­ur­inn hefur fengið á þessu kjör­tíma­bili. Eina skiptið sem fylgi Fram­sóknar hefur mæl­st lægra í könn­unum Gallup var í maí síð­ast­liðn­um, þegar það mæld­ist 8,9 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None