Hægt að spara 6 til 7 milljarða með því að byggja spítala annarstaðar

Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst kemst að niðurstöðu um að hagkvæmara sé að byggja nýtt sjúkrahús annarstaðar en við Hringbraut.

Fyrirhugað er að byggja nýtt sjúkrahús á lóð spítalans við Hringbraut.
Fyrirhugað er að byggja nýtt sjúkrahús á lóð spítalans við Hringbraut.
Auglýsing

Nýtt sjúkra­hús má byggja á betri stað en við Hring­braut, segir í skýrslu rann­sókn­ar­stofn­unar atvinnu­lífs­ins við Háskólan á Bif­röst. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar voru kynntar á morg­un­verð­ar­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins um nýtt sjúkra­hús í morg­un.

Í skýrsl­unni segir að hag­kvæmara og skyn­sam­legra sé út frá skipu­lags­sjón­ar­miðum að byggja nýtt sjúkra­hús nærri miðju höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og að þar sé hægt að byggja sjúkra­hús sam­bæri­leg þeim sem byggð eru á Norð­ur­lönd­um.

Með því að hætta við að byggja við núver­andi bygg­ingar við Hring­braut yrði hægt að byggja nútíma­legri spít­ala í hærri bygg­ingu en nú er gert ráð fyr­ir. „Það mun leiða til lægri bygg­ing­ar­kostn­að­ar, minna rasks og hrað­ari fram­kvæmda­tíma,“ segir í skýrls­unni. Um leið væri hægt að minnka umfang vissra bygg­inga án þess að draga úr gæðum starf­sem­innar og spara sex til sjö millj­arða króna.

Auglýsing

Um eign­ar­hald bygg­ing­anna og á dýr­ari lækn­inga­tækjum kemst rann­sókn­ar­stofn­unin að þeirri nið­ur­stöðu að því sé betur komið fyrir hjá sér­stöku opin­beru hluta­fé­lagi. Hluta­fé­lagið mundi svo leigja spít­al­anum aðstöðu og tæki. Til þess að lækka kostnað gæti Land­spít­al­inn einnig falið öðrum að sjá um ein­staka þætti starf­sem­inn­ar; í skýrsl­unni eru nefnd atriði eins og öldr­un­ar­þjón­ustu, eld­hús, þvotta­hús og mynd­grein­ing­um.

Skýrsl­una má lesa hér af vef Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None