Ísland gæti gefið fátækum Evrópuþjóðum umframskammta af bóluefni

Íslensk stjórnvöld munu gefa alla umframskammta af bóluefni sem þau hafa tryggt sér gegn COVID-19 til lágtekjuþjóða. Um er að ræða bóluefni fyrir 340 til 440 þúsund einstaklinga og gæti kostnaðurinn vegna þeirra numið 0,4 til 1,6 milljarða króna.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa ákveðið að gefa alla umfram­skammta af bólu­efni gegn COVID-19 sem þau hafa skuld­bundið sig til að kaupa til lág­tekju­þjóða. Bæði kemur til greina að auka fram­lög til COVAX-verk­efn­is­ins og að gefa bólu­efnið til fátækra þjóða í Evr­ópu sem eru utan ESB og EES. 

Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvað verði gert við umfram­skammt­ana af bólu­efn­inu. Fram kom í minn­is­blaði sem heil­brigð­is­ráðu­neytið sendi vel­ferð­ar­nefnd alþingis síð­asta föstu­dag að íslensk stjórn­völd væru búin að tryggja sér bólu­efn­is­skammta fyrir 660 þús­und manns, en Vísir greindi frá þessu fyrr í vik­unni.

Af þessum bólu­efnum eru skammtar fyrir 64 þús­und manns frá Moderna, 114 þús­und manns frá Astr­aZeneca og 235 þús­und manns frá Jans­sen. Einnig hafa stjórn­völd tryggt bólu­efni frá Pfizer og BioNTech fyrir allt að 250 þús­und manns, eftir samn­ing Evr­ópu­sam­bands­ins við lyfja­fram­leið­end­urna í síð­ustu viku um kaup á fleiri skömmt­u­m.  

Auglýsing

Ísland muni gefa alla umfram­skammta

Í öllum samn­ingum fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins við fram­leið­endur bólu­efn­anna er ákvæði sem heim­ilar að þeir skammtar sem þjóðir nýta ekki sjálfar séu gefnir til ann­arra þjóða. Sam­kvæmt heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu ætlar Ísland að nýta sér þá heim­ild og gefa alla sína umfram­skammta til lág­tekju­þjóða. 

Ekki liggi fyrir hvert þessir skammtar verða gefn­ir, en ráðu­neytið segir að verið sé að setja á fót sam­eig­in­legan vett­vang þjóða í Evr­ópu­sam­starf­inu til að ákveða það. Þar komi m.a. til greina sam­starf við Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina í gegnum COVAX sam­komu­lagið sem ætlað er að tryggja lág­tekju­þjóðum bólu­efni og einnig að bólu­efni verði gefin fátækum þjóðum í Evr­ópu sem standa utan Evr­ópu­sam­starfs­ins.

Umfram­skammtar fyrir 340-440 þús­und manns

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá covid.is er gert ráð fyrir að hér á landi verði 75 pró­sent Íslend­inga sem fæddir eru árið 2005 og fyrr bólu­sett­ir, en það eru rétt rúm­lega 220 þús­und manns. Því gæti svo farið að Ísland sitji uppi með umfram­skammta af bólu­efni fyrir 440 þús­und manns. 

Þó gæti þessi tala verið nokkuð lægri, þar sem Evr­ópu­sam­bandið má kjósa að kaupa ekki 100 millj­ónir skammta af þeim 600 millj­ónum sem samn­ingur þess við Pfizer og BioNTech kveður á um. Þannig gæti verið að Ísland fái bara skammta fyrir 229 þús­und manns frá Pfizer í stað skammta fyrir 250 þús­und manns.

Einnig gæti verið að fleiri Íslend­ingar vilji láta bólu­setja sig eftir að hjarð­ó­næmi verður náð. Sam­kvæmt Hag­stofu nemur fjöldi Íslend­inga fæddur árið 2005 og eftir um 295 þús­und manns. Því gæti verið að Ísland sitji uppi með umfram­skammta af bólu­efni fyrir 344 þús­und manns í stað­inn. 

0,4 til 1,6 millj­arðar króna í verk­efnið

Nokkur verð­munur er á verði bólu­efn­anna, líkt og vef­síðan The Motley Fool gerir grein fyr­ir. Þar er bólu­efnið frá Astr­aZeneca ódýrast, en talið er að það kosti sex til átta Banda­ríkja­dali að bólu­setja hvern ein­stak­ling, sem jafn­gildir 770 til 1.030 krónum á núver­andi gengi. Þar á eftir kemur bólu­efni Jans­sen,  sem muni lík­lega kosta um 10 Banda­ríkja­dali fyrir hvern bólu­settan ein­stak­ling, eða um 1.300 kr. 

Bólu­efni Moderna er þó öllu dýr­ari, en síðan gerir ráð fyrir að það kosti á milli 25 til 37 Banda­ríkja­dala, eða 3.200 til 4.800 krón­ur, að bólu­setja hvern ein­stak­ling. Bólu­efni Pfizer og BioNTech er aftur á móti dýr­ast allra, en það kostar 39 Banda­ríkja­dali, eða rúmar 5 þús­und krón­ur, að bólu­setja hvern ein­stak­ling. 

Sam­kvæmt þessum tölum mun Ísland því verja 400 milljón króna til 1,6 millj­örðum króna í útgáfu bólu­efnis til lág­tekju­þjóða.

50 þús­und bólu­settir í gegnum COVAX

Íslensk stjórn­völd til­kynntu í sept­em­ber að þau myndu taka þátt í alþjóð­legu sam­starfi sem tryggir lág­tekju­þjóðum um allan heim aðgang að bólu­efni. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hygð­ust Nor­egur og Ísland leggja leggja fram 967 millj­ónir króna til kaupa á tveimur millj­ónum skömmtum af bólu­efni. Út frá þessu má ætla að löndin muni kaupa bólu­efnið frá Astr­aZeneca, þar sem það er eina bólu­efnið sem hægt er að kaupa á þessu verði, sam­kvæmt The Motley Fool. Fram­lag Íslands í þessu verk­efni er nóg til að standa straum af 100 þús­und skömmt­um, en það væri nóg til að bólu­setja 50 þús­und manns.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent