Ísland gæti gefið fátækum Evrópuþjóðum umframskammta af bóluefni

Íslensk stjórnvöld munu gefa alla umframskammta af bóluefni sem þau hafa tryggt sér gegn COVID-19 til lágtekjuþjóða. Um er að ræða bóluefni fyrir 340 til 440 þúsund einstaklinga og gæti kostnaðurinn vegna þeirra numið 0,4 til 1,6 milljarða króna.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa ákveðið að gefa alla umfram­skammta af bólu­efni gegn COVID-19 sem þau hafa skuld­bundið sig til að kaupa til lág­tekju­þjóða. Bæði kemur til greina að auka fram­lög til COVAX-verk­efn­is­ins og að gefa bólu­efnið til fátækra þjóða í Evr­ópu sem eru utan ESB og EES. 

Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvað verði gert við umfram­skammt­ana af bólu­efn­inu. Fram kom í minn­is­blaði sem heil­brigð­is­ráðu­neytið sendi vel­ferð­ar­nefnd alþingis síð­asta föstu­dag að íslensk stjórn­völd væru búin að tryggja sér bólu­efn­is­skammta fyrir 660 þús­und manns, en Vísir greindi frá þessu fyrr í vik­unni.

Af þessum bólu­efnum eru skammtar fyrir 64 þús­und manns frá Moderna, 114 þús­und manns frá Astr­aZeneca og 235 þús­und manns frá Jans­sen. Einnig hafa stjórn­völd tryggt bólu­efni frá Pfizer og BioNTech fyrir allt að 250 þús­und manns, eftir samn­ing Evr­ópu­sam­bands­ins við lyfja­fram­leið­end­urna í síð­ustu viku um kaup á fleiri skömmt­u­m.  

Auglýsing

Ísland muni gefa alla umfram­skammta

Í öllum samn­ingum fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins við fram­leið­endur bólu­efn­anna er ákvæði sem heim­ilar að þeir skammtar sem þjóðir nýta ekki sjálfar séu gefnir til ann­arra þjóða. Sam­kvæmt heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu ætlar Ísland að nýta sér þá heim­ild og gefa alla sína umfram­skammta til lág­tekju­þjóða. 

Ekki liggi fyrir hvert þessir skammtar verða gefn­ir, en ráðu­neytið segir að verið sé að setja á fót sam­eig­in­legan vett­vang þjóða í Evr­ópu­sam­starf­inu til að ákveða það. Þar komi m.a. til greina sam­starf við Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina í gegnum COVAX sam­komu­lagið sem ætlað er að tryggja lág­tekju­þjóðum bólu­efni og einnig að bólu­efni verði gefin fátækum þjóðum í Evr­ópu sem standa utan Evr­ópu­sam­starfs­ins.

Umfram­skammtar fyrir 340-440 þús­und manns

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá covid.is er gert ráð fyrir að hér á landi verði 75 pró­sent Íslend­inga sem fæddir eru árið 2005 og fyrr bólu­sett­ir, en það eru rétt rúm­lega 220 þús­und manns. Því gæti svo farið að Ísland sitji uppi með umfram­skammta af bólu­efni fyrir 440 þús­und manns. 

Þó gæti þessi tala verið nokkuð lægri, þar sem Evr­ópu­sam­bandið má kjósa að kaupa ekki 100 millj­ónir skammta af þeim 600 millj­ónum sem samn­ingur þess við Pfizer og BioNTech kveður á um. Þannig gæti verið að Ísland fái bara skammta fyrir 229 þús­und manns frá Pfizer í stað skammta fyrir 250 þús­und manns.

Einnig gæti verið að fleiri Íslend­ingar vilji láta bólu­setja sig eftir að hjarð­ó­næmi verður náð. Sam­kvæmt Hag­stofu nemur fjöldi Íslend­inga fæddur árið 2005 og eftir um 295 þús­und manns. Því gæti verið að Ísland sitji uppi með umfram­skammta af bólu­efni fyrir 344 þús­und manns í stað­inn. 

0,4 til 1,6 millj­arðar króna í verk­efnið

Nokkur verð­munur er á verði bólu­efn­anna, líkt og vef­síðan The Motley Fool gerir grein fyr­ir. Þar er bólu­efnið frá Astr­aZeneca ódýrast, en talið er að það kosti sex til átta Banda­ríkja­dali að bólu­setja hvern ein­stak­ling, sem jafn­gildir 770 til 1.030 krónum á núver­andi gengi. Þar á eftir kemur bólu­efni Jans­sen,  sem muni lík­lega kosta um 10 Banda­ríkja­dali fyrir hvern bólu­settan ein­stak­ling, eða um 1.300 kr. 

Bólu­efni Moderna er þó öllu dýr­ari, en síðan gerir ráð fyrir að það kosti á milli 25 til 37 Banda­ríkja­dala, eða 3.200 til 4.800 krón­ur, að bólu­setja hvern ein­stak­ling. Bólu­efni Pfizer og BioNTech er aftur á móti dýr­ast allra, en það kostar 39 Banda­ríkja­dali, eða rúmar 5 þús­und krón­ur, að bólu­setja hvern ein­stak­ling. 

Sam­kvæmt þessum tölum mun Ísland því verja 400 milljón króna til 1,6 millj­örðum króna í útgáfu bólu­efnis til lág­tekju­þjóða.

50 þús­und bólu­settir í gegnum COVAX

Íslensk stjórn­völd til­kynntu í sept­em­ber að þau myndu taka þátt í alþjóð­legu sam­starfi sem tryggir lág­tekju­þjóðum um allan heim aðgang að bólu­efni. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hygð­ust Nor­egur og Ísland leggja leggja fram 967 millj­ónir króna til kaupa á tveimur millj­ónum skömmtum af bólu­efni. Út frá þessu má ætla að löndin muni kaupa bólu­efnið frá Astr­aZeneca, þar sem það er eina bólu­efnið sem hægt er að kaupa á þessu verði, sam­kvæmt The Motley Fool. Fram­lag Íslands í þessu verk­efni er nóg til að standa straum af 100 þús­und skömmt­um, en það væri nóg til að bólu­setja 50 þús­und manns.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent