Stefna á endurræsingu kísilversins í vor

Refsitollar í Bandaríkjunum og samningar við birgja eru meðal óvissuþátta sem forsvarsmenn kísilversins á Bakka standa frammi fyrir. Slökkt var á ofnum verksmiðjunnar í sumar en stefnt er að því að kynda upp í þeim á ný með vorinu.

Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Auglýsing

Stefnt er að því að end­ur­ræsa kís­il­ver PCC á Bakka í vor. Starf­semi þess var stöðvuð í sumar og um 85 starfs­mönnum sagt upp. Rekstr­ar­stöðv­unin var sögð vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem hefði raskað heims­mark­aði með kís­il­málm. Verð hefði lækkað mjög og eft­ir­spurn minnk­að.Rúnar Sig­ur­páls­son, for­stjóri PCC BakkiSil­icon hf., segir að í dag séu rúm­lega fimm­tíu starfs­menn á Bakka. Hluti þeirra er að vinna að end­ur­bótum í kís­il­ver­inu, m.a. bún­aði, og er ætl­unin að ljúka þeim áður en til end­ur­ræs­ingar verk­smiðj­unnar kem­ur.  

Auglýsing Í nóv­em­ber kom fram á Face­book-­síðu fyr­ir­tæk­is­ins að við­ræður við birgja verk­smiðj­unnar varð­andi end­ur­ræs­ing­una væru hafn­ar. Gott sam­starf við birgja væri lyk­il­at­riði til að verk­smiðjan gæti talist sam­keppn­is­hæf á heims­mark­aði. Þar kom einnig fram að hefja ætti end­ur­ráðn­ingar „upp úr ára­mót­u­m“. Það ferli er að sögn Rún­ars ekki hafið en hann segir ljóst að flest allir þeir starfs­menn sem sagt var upp í sumar vilji koma til starfa á ný.Rúnar segir við Kjarn­ann að „í þessu skrítna ástandi“ sem nú ríki vegna heims­far­ald­urs­ins hafi hann áhyggjur af mörk­uðum fyrir kís­il­málm en segir þá þó hafa verið að þró­ast í rétta átt að und­an­förnu sem gefi til­efni til bjart­sýni.

Málin skýr­ast í aprílEinn óvissu­þáttur í því eru inn­flutn­ings­tollar sem banda­ríska við­skipta­ráðu­neytið lagði á íslenskan kís­il­málm á síð­asta ári en Banda­ríkin eru helsta við­skipta­land kís­il­vers­ins á Bakka. Toll­arnir voru lagðir á að kröfu banda­rískra kís­il­málms­fram­leið­enda sem héldu því fram að inn­flutn­ings­verð á málmi frá Íslandi og fleiri löndum væri lægri en eðli­legt gæti talist. Það mætti rekja til nið­ur­greiðslna í fram­leiðslu (dump­ing). Rúnar segir málið í raun tví­þætt; ann­ars vegar snerti það ákvörðun um refsi­tolla (anti dump­ing) og hins vegar skað­leysi (inj­ury).Forúr­skurður ráðu­neyt­is­ins um refsi­tolla lá fyrir í des­em­ber. „Sá úrskurð­ur  var okkur ekki hag­stæður en loka­úr­skurður mun birt­ast í febr­ú­ar,“ segir Rún­ar.  Úrskurður í skað­leys­is­mál­inu mun birt­ast í apr­íl. „Okkar áhersla hefur verið á að verja okkur í því máli. Úrskurður þar er end­an­legur og verði hann okkur jákvæður snýr hann við nið­ur­stöðu í refsi­tolla­mál­in­u.“Kís­il­verið á Bakka hafði aðeins verið starf­rækt í tvö ár er slökkt var í ofnum verk­smiðj­unnar í sum­ar. Rekstur verk­smiðj­unnar hafði verið erf­iður allt frá upp­hafi og settu bil­anir og þungar aðstæður á hrá­vöru­mörk­uðum mark sitt á hann.  Verk­smiðjan er í meiri­hluta­eigu þýska stór­fyr­ir­tæk­is­ins PCC SE, sem á 86,5 pró­sent hlut, en inn­lendir líf­eyr­is­sjóðir og Íslands­banki eiga líka 13,5 pró­sent hlut í félag­inu í gegnum fjár­fest­inga­fé­lagið Bakka­stakk. Í apríl fjöll­uðu bæði Við­skipta­blaðið og Frétta­blaðið um að líf­eyr­is­sjóðir hefðu fært niður hlutafé sitt í Bakka­stakki að öllu eða mestu leyti, vegna rekstr­ar­ó­vissunn­ar. Þá hafði þýska móð­ur­fé­lagið skömmu áður lagt PCC á Bakka til um 40 millj­ónir Banda­ríkja­dala, meira en fimm millj­arða íslenskra króna, í formi hlut­haf­a­láns, til þess að bæta lausa­fjár­stöðu kís­il­vers­ins og tryggja rekstr­ar­grund­völl þess.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent