Stefna á endurræsingu kísilversins í vor

Refsitollar í Bandaríkjunum og samningar við birgja eru meðal óvissuþátta sem forsvarsmenn kísilversins á Bakka standa frammi fyrir. Slökkt var á ofnum verksmiðjunnar í sumar en stefnt er að því að kynda upp í þeim á ný með vorinu.

Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Auglýsing

Stefnt er að því að end­ur­ræsa kís­il­ver PCC á Bakka í vor. Starf­semi þess var stöðvuð í sumar og um 85 starfs­mönnum sagt upp. Rekstr­ar­stöðv­unin var sögð vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem hefði raskað heims­mark­aði með kís­il­málm. Verð hefði lækkað mjög og eft­ir­spurn minnk­að.



Rúnar Sig­ur­páls­son, for­stjóri PCC BakkiSil­icon hf., segir að í dag séu rúm­lega fimm­tíu starfs­menn á Bakka. Hluti þeirra er að vinna að end­ur­bótum í kís­il­ver­inu, m.a. bún­aði, og er ætl­unin að ljúka þeim áður en til end­ur­ræs­ingar verk­smiðj­unnar kem­ur.  

Auglýsing



 Í nóv­em­ber kom fram á Face­book-­síðu fyr­ir­tæk­is­ins að við­ræður við birgja verk­smiðj­unnar varð­andi end­ur­ræs­ing­una væru hafn­ar. Gott sam­starf við birgja væri lyk­il­at­riði til að verk­smiðjan gæti talist sam­keppn­is­hæf á heims­mark­aði. Þar kom einnig fram að hefja ætti end­ur­ráðn­ingar „upp úr ára­mót­u­m“. Það ferli er að sögn Rún­ars ekki hafið en hann segir ljóst að flest allir þeir starfs­menn sem sagt var upp í sumar vilji koma til starfa á ný.



Rúnar segir við Kjarn­ann að „í þessu skrítna ástandi“ sem nú ríki vegna heims­far­ald­urs­ins hafi hann áhyggjur af mörk­uðum fyrir kís­il­málm en segir þá þó hafa verið að þró­ast í rétta átt að und­an­förnu sem gefi til­efni til bjart­sýni.

Málin skýr­ast í apríl



Einn óvissu­þáttur í því eru inn­flutn­ings­tollar sem banda­ríska við­skipta­ráðu­neytið lagði á íslenskan kís­il­málm á síð­asta ári en Banda­ríkin eru helsta við­skipta­land kís­il­vers­ins á Bakka. Toll­arnir voru lagðir á að kröfu banda­rískra kís­il­málms­fram­leið­enda sem héldu því fram að inn­flutn­ings­verð á málmi frá Íslandi og fleiri löndum væri lægri en eðli­legt gæti talist. Það mætti rekja til nið­ur­greiðslna í fram­leiðslu (dump­ing). Rúnar segir málið í raun tví­þætt; ann­ars vegar snerti það ákvörðun um refsi­tolla (anti dump­ing) og hins vegar skað­leysi (inj­ury).



Forúr­skurður ráðu­neyt­is­ins um refsi­tolla lá fyrir í des­em­ber. „Sá úrskurð­ur  var okkur ekki hag­stæður en loka­úr­skurður mun birt­ast í febr­ú­ar,“ segir Rún­ar.  Úrskurður í skað­leys­is­mál­inu mun birt­ast í apr­íl. „Okkar áhersla hefur verið á að verja okkur í því máli. Úrskurður þar er end­an­legur og verði hann okkur jákvæður snýr hann við nið­ur­stöðu í refsi­tolla­mál­in­u.“



Kís­il­verið á Bakka hafði aðeins verið starf­rækt í tvö ár er slökkt var í ofnum verk­smiðj­unnar í sum­ar. Rekstur verk­smiðj­unnar hafði verið erf­iður allt frá upp­hafi og settu bil­anir og þungar aðstæður á hrá­vöru­mörk­uðum mark sitt á hann.  



Verk­smiðjan er í meiri­hluta­eigu þýska stór­fyr­ir­tæk­is­ins PCC SE, sem á 86,5 pró­sent hlut, en inn­lendir líf­eyr­is­sjóðir og Íslands­banki eiga líka 13,5 pró­sent hlut í félag­inu í gegnum fjár­fest­inga­fé­lagið Bakka­stakk. Í apríl fjöll­uðu bæði Við­skipta­blaðið og Frétta­blaðið um að líf­eyr­is­sjóðir hefðu fært niður hlutafé sitt í Bakka­stakki að öllu eða mestu leyti, vegna rekstr­ar­ó­vissunn­ar. Þá hafði þýska móð­ur­fé­lagið skömmu áður lagt PCC á Bakka til um 40 millj­ónir Banda­ríkja­dala, meira en fimm millj­arða íslenskra króna, í formi hlut­haf­a­láns, til þess að bæta lausa­fjár­stöðu kís­il­vers­ins og tryggja rekstr­ar­grund­völl þess.



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent