Stefna á endurræsingu kísilversins í vor

Refsitollar í Bandaríkjunum og samningar við birgja eru meðal óvissuþátta sem forsvarsmenn kísilversins á Bakka standa frammi fyrir. Slökkt var á ofnum verksmiðjunnar í sumar en stefnt er að því að kynda upp í þeim á ný með vorinu.

Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Auglýsing

Stefnt er að því að endurræsa kísilver PCC á Bakka í vor. Starfsemi þess var stöðvuð í sumar og um 85 starfsmönnum sagt upp. Rekstrarstöðvunin var sögð vegna kórónuveirufaraldursins sem hefði raskað heimsmarkaði með kísilmálm. Verð hefði lækkað mjög og eftirspurn minnkað.


Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC BakkiSilicon hf., segir að í dag séu rúmlega fimmtíu starfsmenn á Bakka. Hluti þeirra er að vinna að endurbótum í kísilverinu, m.a. búnaði, og er ætlunin að ljúka þeim áður en til endurræsingar verksmiðjunnar kemur.  

Auglýsing


 Í nóvember kom fram á Facebook-síðu fyrirtækisins að viðræður við birgja verksmiðjunnar varðandi endurræsinguna væru hafnar. Gott samstarf við birgja væri lykilatriði til að verksmiðjan gæti talist samkeppnishæf á heimsmarkaði. Þar kom einnig fram að hefja ætti endurráðningar „upp úr áramótum“. Það ferli er að sögn Rúnars ekki hafið en hann segir ljóst að flest allir þeir starfsmenn sem sagt var upp í sumar vilji koma til starfa á ný.


Rúnar segir við Kjarnann að „í þessu skrítna ástandi“ sem nú ríki vegna heimsfaraldursins hafi hann áhyggjur af mörkuðum fyrir kísilmálm en segir þá þó hafa verið að þróast í rétta átt að undanförnu sem gefi tilefni til bjartsýni.

Málin skýrast í apríl


Einn óvissuþáttur í því eru innflutningstollar sem bandaríska viðskiptaráðuneytið lagði á íslenskan kísilmálm á síðasta ári en Bandaríkin eru helsta viðskiptaland kísilversins á Bakka. Tollarnir voru lagðir á að kröfu bandarískra kísilmálmsframleiðenda sem héldu því fram að innflutningsverð á málmi frá Íslandi og fleiri löndum væri lægri en eðlilegt gæti talist. Það mætti rekja til niðurgreiðslna í framleiðslu (dumping). Rúnar segir málið í raun tvíþætt; annars vegar snerti það ákvörðun um refsitolla (anti dumping) og hins vegar skaðleysi (injury).


Forúrskurður ráðuneytisins um refsitolla lá fyrir í desember. „Sá úrskurður  var okkur ekki hagstæður en lokaúrskurður mun birtast í febrúar,“ segir Rúnar.  Úrskurður í skaðleysismálinu mun birtast í apríl. „Okkar áhersla hefur verið á að verja okkur í því máli. Úrskurður þar er endanlegur og verði hann okkur jákvæður snýr hann við niðurstöðu í refsitollamálinu.“


Kísilverið á Bakka hafði aðeins verið starfrækt í tvö ár er slökkt var í ofnum verksmiðjunnar í sumar. Rekstur verksmiðjunnar hafði verið erfiður allt frá upphafi og settu bilanir og þungar aðstæður á hrávörumörkuðum mark sitt á hann.  


Verksmiðjan er í meirihlutaeigu þýska stórfyrirtækisins PCC SE, sem á 86,5 prósent hlut, en innlendir lífeyrissjóðir og Íslandsbanki eiga líka 13,5 prósent hlut í félaginu í gegnum fjárfestingafélagið Bakkastakk. Í apríl fjölluðu bæði Viðskiptablaðið og Fréttablaðið um að lífeyrissjóðir hefðu fært niður hlutafé sitt í Bakkastakki að öllu eða mestu leyti, vegna rekstraróvissunnar. Þá hafði þýska móðurfélagið skömmu áður lagt PCC á Bakka til um 40 milljónir Bandaríkjadala, meira en fimm milljarða íslenskra króna, í formi hluthafaláns, til þess að bæta lausafjárstöðu kísilversins og tryggja rekstrargrundvöll þess.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent