Svandís frestar því að færa brjóstaskimanir til fimmtugs

Svandís Svavarsdóttir segir að kynna þurfi betur áform um að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum úr 40 árum í 50.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fresta um til­tek­inn tíma breyt­ingum á neðri mörkum ald­ur­svið­miða vegna lýð­grund­aðra skim­ana fyrir brjóstakrabba­mein­um. Það þýðir að brjósta­skimanir munu áfram hefj­ast við 40 ára aldur í stað 50 ára ald­ur. Ákvörðun um að hækka efri mörk ald­ur­svið­mið­anna úr 69 árum í 74 ár stendur þó óbreytt.

Í til­kynn­ingu frá heil­brig­is­ráðu­neyt­inu segir að kynna þurfi betur áform­aðar breyt­inga og að fag­leg rök standi að baki þeim. Skimun­ar­ráð sem starfi á vegum emb­ættis land­læknis fjalli um fyr­ir­komu­lag skim­ana fyrir krabba­meinum á fag­legum for­sendum og byggi á bestu þekk­ingu hverju sinni. „Það er mat skimun­ar­ráðs að breyta skuli ald­ur­svið­miðum brjósta­skim­ana þannig að skimanir hefj­ist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri ald­urs­mörkin hækki úr 69 árum í 74. Til­laga um að hækka lægri ald­ur­svið­miðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu emb­ættis land­læknis og aftur á liðnu ári þar sem emb­ætti land­læknis byggði á nið­ur­stöðum skimun­ar­ráðs þess efn­is.“

Auglýsing
Svandís seg­ist hvorki hafa for­sendur né ástæður til að draga í efa fag­legt mat sér­fræð­inga skimun­ar­ráðs eða emb­ættis land­læknis um ald­ur­svið­mið krabba­meins­skim­ana. „Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breyt­ingar að ræða varð­andi neðri ald­ur­svið­miðin sem skilj­an­lega veki ýmsar spurn­ing­ar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut: „Það er alveg ljóst af umræðum síð­ustu daga að þessa breyt­ingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gild­is­töku þess­arar breyt­ingar varð­andi skimun krabba­meina í brjóst­u­m“.

Það var emb­ætti land­læknis sem lagði til að farið yrði eftir evr­ópskum leið­bein­ingum við skipu­lag skim­ana fyrir krabba­mein­um, en þar er mælt með skimun 45-49 ára kvenna. Fagráð um brjóstakrabba­mein mælti einnig með því að hefja skimun við 45 ára ald­ur. Fyr­ir­komu­lag sem tók gildi um liðin ára­mót fól í sér að lægri ald­ur­svið­mið skim­ana voru færð úr 40 árum í 50.  Krabba­meins­fé­lagið sagði að með nýja fyr­ir­komu­lag­inu væri land­læknir og skimun­ar­ráð að víkja frá evr­ópsku leið­bein­ing­unum og áliti fagráðs um brjóstakrabba­mein án þess að það væri rök­stutt sér­stak­lega.

Í frétta­til­kynn­ingu sem Krabba­meins­fé­lagið sendi frá sér í fyrra­dag vegna máls­ins var bent á að brjóstakrabba­mein sé algeng­asta krabba­meinið hjá kon­um. Þótt lífslíkur hafi auk­ist mjög á und­an­förnum árum séu enn um 50 konur sem deyja vegna brjóstakrabba­meins á hverju ári á Íslandi. Það sé því til mik­ils að vinna að greina krabba­meinið sem fyrst, bæði til að auka lífs­horfur og tak­marka íþyngj­andi með­ferð­ar­úr­ræði.

Í til­kynn­ing­unni kom fram að á  tíma­bil­inu 2015-2019 greindust árlega að með­al­tali 31 brjóstakrabba­mein hjá konum á aldr­inum 40-49 ára. „Reikna má með því að um þriðj­ungur þeirra meina hafi greinst í skim­un. Mein sem grein­ast vegna ein­kenna eru að jafn­aði lengra gengin en þau sem finn­ast við skim­un. Af 40-49 ára konum með brjóstakrabba­mein bera senni­lega rúm­lega 14% með­fædda stökk­breyt­ingu í BRCA2-­geni og fara þær konur nú flestar annað hvort í sér­stakt eft­ir­lit sem felst í árlegum mynd­grein­ing­um, eða í brjóst­nám. Eftir standa hátt í 30 konur og reikna má með að hjá þriðj­ungi þeirra myndu meinin grein­ast í skimun ef hún væri til stað­ar.

Krabba­meins­fé­lagið leggur áherslu á að gerðar verði leið­bein­ingar um hvaða áhættu­hópum standi til boða skimun á aldr­inum 40-49 ára við þær breyt­ingar sem nú hafa tekið gild­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent