Svandís frestar því að færa brjóstaskimanir til fimmtugs

Svandís Svavarsdóttir segir að kynna þurfi betur áform um að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum úr 40 árum í 50.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um tiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Það þýðir að brjóstaskimanir munu áfram hefjast við 40 ára aldur í stað 50 ára aldur. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur þó óbreytt.

Í tilkynningu frá heilbrigisráðuneytinu segir að kynna þurfi betur áformaðar breytinga og að fagleg rök standi að baki þeim. Skimunarráð sem starfi á vegum embættis landlæknis fjalli um fyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum á faglegum forsendum og byggi á bestu þekkingu hverju sinni. „Það er mat skimunarráðs að breyta skuli aldursviðmiðum brjóstaskimana þannig að skimanir hefjist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri aldursmörkin hækki úr 69 árum í 74. Tillaga um að hækka lægri aldursviðmiðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu embættis landlæknis og aftur á liðnu ári þar sem embætti landlæknis byggði á niðurstöðum skimunarráðs þess efnis.“

Auglýsing
Svandís segist hvorki hafa forsendur né ástæður til að draga í efa faglegt mat sérfræðinga skimunarráðs eða embættis landlæknis um aldursviðmið krabbameinsskimana. „Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breytingar að ræða varðandi neðri aldursviðmiðin sem skiljanlega veki ýmsar spurningar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut: „Það er alveg ljóst af umræðum síðustu daga að þessa breytingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gildistöku þessarar breytingar varðandi skimun krabbameina í brjóstum“.

Það var embætti landlæknis sem lagði til að farið yrði eftir evrópskum leiðbeiningum við skipulag skimana fyrir krabbameinum, en þar er mælt með skimun 45-49 ára kvenna. Fagráð um brjóstakrabbamein mælti einnig með því að hefja skimun við 45 ára aldur. Fyrirkomulag sem tók gildi um liðin áramót fól í sér að lægri aldursviðmið skimana voru færð úr 40 árum í 50.  Krabbameinsfélagið sagði að með nýja fyrirkomulaginu væri landlæknir og skimunarráð að víkja frá evrópsku leiðbeiningunum og áliti fagráðs um brjóstakrabbamein án þess að það væri rökstutt sérstaklega.

Í fréttatilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér í fyrradag vegna málsins var bent á að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Þótt lífslíkur hafi aukist mjög á undanförnum árum séu enn um 50 konur sem deyja vegna brjóstakrabbameins á hverju ári á Íslandi. Það sé því til mikils að vinna að greina krabbameinið sem fyrst, bæði til að auka lífshorfur og takmarka íþyngjandi meðferðarúrræði.

Í tilkynningunni kom fram að á  tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 brjóstakrabbamein hjá konum á aldrinum 40-49 ára. „Reikna má með því að um þriðjungur þeirra meina hafi greinst í skimun. Mein sem greinast vegna einkenna eru að jafnaði lengra gengin en þau sem finnast við skimun. Af 40-49 ára konum með brjóstakrabbamein bera sennilega rúmlega 14% meðfædda stökkbreytingu í BRCA2-geni og fara þær konur nú flestar annað hvort í sérstakt eftirlit sem felst í árlegum myndgreiningum, eða í brjóstnám. Eftir standa hátt í 30 konur og reikna má með að hjá þriðjungi þeirra myndu meinin greinast í skimun ef hún væri til staðar.

Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að gerðar verði leiðbeiningar um hvaða áhættuhópum standi til boða skimun á aldrinum 40-49 ára við þær breytingar sem nú hafa tekið gildi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent