Svandís frestar því að færa brjóstaskimanir til fimmtugs

Svandís Svavarsdóttir segir að kynna þurfi betur áform um að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum úr 40 árum í 50.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fresta um til­tek­inn tíma breyt­ingum á neðri mörkum ald­ur­svið­miða vegna lýð­grund­aðra skim­ana fyrir brjóstakrabba­mein­um. Það þýðir að brjósta­skimanir munu áfram hefj­ast við 40 ára aldur í stað 50 ára ald­ur. Ákvörðun um að hækka efri mörk ald­ur­svið­mið­anna úr 69 árum í 74 ár stendur þó óbreytt.

Í til­kynn­ingu frá heil­brig­is­ráðu­neyt­inu segir að kynna þurfi betur áform­aðar breyt­inga og að fag­leg rök standi að baki þeim. Skimun­ar­ráð sem starfi á vegum emb­ættis land­læknis fjalli um fyr­ir­komu­lag skim­ana fyrir krabba­meinum á fag­legum for­sendum og byggi á bestu þekk­ingu hverju sinni. „Það er mat skimun­ar­ráðs að breyta skuli ald­ur­svið­miðum brjósta­skim­ana þannig að skimanir hefj­ist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri ald­urs­mörkin hækki úr 69 árum í 74. Til­laga um að hækka lægri ald­ur­svið­miðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu emb­ættis land­læknis og aftur á liðnu ári þar sem emb­ætti land­læknis byggði á nið­ur­stöðum skimun­ar­ráðs þess efn­is.“

Auglýsing
Svandís seg­ist hvorki hafa for­sendur né ástæður til að draga í efa fag­legt mat sér­fræð­inga skimun­ar­ráðs eða emb­ættis land­læknis um ald­ur­svið­mið krabba­meins­skim­ana. „Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breyt­ingar að ræða varð­andi neðri ald­ur­svið­miðin sem skilj­an­lega veki ýmsar spurn­ing­ar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut: „Það er alveg ljóst af umræðum síð­ustu daga að þessa breyt­ingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gild­is­töku þess­arar breyt­ingar varð­andi skimun krabba­meina í brjóst­u­m“.

Það var emb­ætti land­læknis sem lagði til að farið yrði eftir evr­ópskum leið­bein­ingum við skipu­lag skim­ana fyrir krabba­mein­um, en þar er mælt með skimun 45-49 ára kvenna. Fagráð um brjóstakrabba­mein mælti einnig með því að hefja skimun við 45 ára ald­ur. Fyr­ir­komu­lag sem tók gildi um liðin ára­mót fól í sér að lægri ald­ur­svið­mið skim­ana voru færð úr 40 árum í 50.  Krabba­meins­fé­lagið sagði að með nýja fyr­ir­komu­lag­inu væri land­læknir og skimun­ar­ráð að víkja frá evr­ópsku leið­bein­ing­unum og áliti fagráðs um brjóstakrabba­mein án þess að það væri rök­stutt sér­stak­lega.

Í frétta­til­kynn­ingu sem Krabba­meins­fé­lagið sendi frá sér í fyrra­dag vegna máls­ins var bent á að brjóstakrabba­mein sé algeng­asta krabba­meinið hjá kon­um. Þótt lífslíkur hafi auk­ist mjög á und­an­förnum árum séu enn um 50 konur sem deyja vegna brjóstakrabba­meins á hverju ári á Íslandi. Það sé því til mik­ils að vinna að greina krabba­meinið sem fyrst, bæði til að auka lífs­horfur og tak­marka íþyngj­andi með­ferð­ar­úr­ræði.

Í til­kynn­ing­unni kom fram að á  tíma­bil­inu 2015-2019 greindust árlega að með­al­tali 31 brjóstakrabba­mein hjá konum á aldr­inum 40-49 ára. „Reikna má með því að um þriðj­ungur þeirra meina hafi greinst í skim­un. Mein sem grein­ast vegna ein­kenna eru að jafn­aði lengra gengin en þau sem finn­ast við skim­un. Af 40-49 ára konum með brjóstakrabba­mein bera senni­lega rúm­lega 14% með­fædda stökk­breyt­ingu í BRCA2-­geni og fara þær konur nú flestar annað hvort í sér­stakt eft­ir­lit sem felst í árlegum mynd­grein­ing­um, eða í brjóst­nám. Eftir standa hátt í 30 konur og reikna má með að hjá þriðj­ungi þeirra myndu meinin grein­ast í skimun ef hún væri til stað­ar.

Krabba­meins­fé­lagið leggur áherslu á að gerðar verði leið­bein­ingar um hvaða áhættu­hópum standi til boða skimun á aldr­inum 40-49 ára við þær breyt­ingar sem nú hafa tekið gild­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent