Svandís frestar því að færa brjóstaskimanir til fimmtugs

Svandís Svavarsdóttir segir að kynna þurfi betur áform um að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum úr 40 árum í 50.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fresta um til­tek­inn tíma breyt­ingum á neðri mörkum ald­ur­svið­miða vegna lýð­grund­aðra skim­ana fyrir brjóstakrabba­mein­um. Það þýðir að brjósta­skimanir munu áfram hefj­ast við 40 ára aldur í stað 50 ára ald­ur. Ákvörðun um að hækka efri mörk ald­ur­svið­mið­anna úr 69 árum í 74 ár stendur þó óbreytt.

Í til­kynn­ingu frá heil­brig­is­ráðu­neyt­inu segir að kynna þurfi betur áform­aðar breyt­inga og að fag­leg rök standi að baki þeim. Skimun­ar­ráð sem starfi á vegum emb­ættis land­læknis fjalli um fyr­ir­komu­lag skim­ana fyrir krabba­meinum á fag­legum for­sendum og byggi á bestu þekk­ingu hverju sinni. „Það er mat skimun­ar­ráðs að breyta skuli ald­ur­svið­miðum brjósta­skim­ana þannig að skimanir hefj­ist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri ald­urs­mörkin hækki úr 69 árum í 74. Til­laga um að hækka lægri ald­ur­svið­miðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu emb­ættis land­læknis og aftur á liðnu ári þar sem emb­ætti land­læknis byggði á nið­ur­stöðum skimun­ar­ráðs þess efn­is.“

Auglýsing
Svandís seg­ist hvorki hafa for­sendur né ástæður til að draga í efa fag­legt mat sér­fræð­inga skimun­ar­ráðs eða emb­ættis land­læknis um ald­ur­svið­mið krabba­meins­skim­ana. „Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breyt­ingar að ræða varð­andi neðri ald­ur­svið­miðin sem skilj­an­lega veki ýmsar spurn­ing­ar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut: „Það er alveg ljóst af umræðum síð­ustu daga að þessa breyt­ingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gild­is­töku þess­arar breyt­ingar varð­andi skimun krabba­meina í brjóst­u­m“.

Það var emb­ætti land­læknis sem lagði til að farið yrði eftir evr­ópskum leið­bein­ingum við skipu­lag skim­ana fyrir krabba­mein­um, en þar er mælt með skimun 45-49 ára kvenna. Fagráð um brjóstakrabba­mein mælti einnig með því að hefja skimun við 45 ára ald­ur. Fyr­ir­komu­lag sem tók gildi um liðin ára­mót fól í sér að lægri ald­ur­svið­mið skim­ana voru færð úr 40 árum í 50.  Krabba­meins­fé­lagið sagði að með nýja fyr­ir­komu­lag­inu væri land­læknir og skimun­ar­ráð að víkja frá evr­ópsku leið­bein­ing­unum og áliti fagráðs um brjóstakrabba­mein án þess að það væri rök­stutt sér­stak­lega.

Í frétta­til­kynn­ingu sem Krabba­meins­fé­lagið sendi frá sér í fyrra­dag vegna máls­ins var bent á að brjóstakrabba­mein sé algeng­asta krabba­meinið hjá kon­um. Þótt lífslíkur hafi auk­ist mjög á und­an­förnum árum séu enn um 50 konur sem deyja vegna brjóstakrabba­meins á hverju ári á Íslandi. Það sé því til mik­ils að vinna að greina krabba­meinið sem fyrst, bæði til að auka lífs­horfur og tak­marka íþyngj­andi með­ferð­ar­úr­ræði.

Í til­kynn­ing­unni kom fram að á  tíma­bil­inu 2015-2019 greindust árlega að með­al­tali 31 brjóstakrabba­mein hjá konum á aldr­inum 40-49 ára. „Reikna má með því að um þriðj­ungur þeirra meina hafi greinst í skim­un. Mein sem grein­ast vegna ein­kenna eru að jafn­aði lengra gengin en þau sem finn­ast við skim­un. Af 40-49 ára konum með brjóstakrabba­mein bera senni­lega rúm­lega 14% með­fædda stökk­breyt­ingu í BRCA2-­geni og fara þær konur nú flestar annað hvort í sér­stakt eft­ir­lit sem felst í árlegum mynd­grein­ing­um, eða í brjóst­nám. Eftir standa hátt í 30 konur og reikna má með að hjá þriðj­ungi þeirra myndu meinin grein­ast í skimun ef hún væri til stað­ar.

Krabba­meins­fé­lagið leggur áherslu á að gerðar verði leið­bein­ingar um hvaða áhættu­hópum standi til boða skimun á aldr­inum 40-49 ára við þær breyt­ingar sem nú hafa tekið gild­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent