Svandís frestar því að færa brjóstaskimanir til fimmtugs

Svandís Svavarsdóttir segir að kynna þurfi betur áform um að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum úr 40 árum í 50.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fresta um til­tek­inn tíma breyt­ingum á neðri mörkum ald­ur­svið­miða vegna lýð­grund­aðra skim­ana fyrir brjóstakrabba­mein­um. Það þýðir að brjósta­skimanir munu áfram hefj­ast við 40 ára aldur í stað 50 ára ald­ur. Ákvörðun um að hækka efri mörk ald­ur­svið­mið­anna úr 69 árum í 74 ár stendur þó óbreytt.

Í til­kynn­ingu frá heil­brig­is­ráðu­neyt­inu segir að kynna þurfi betur áform­aðar breyt­inga og að fag­leg rök standi að baki þeim. Skimun­ar­ráð sem starfi á vegum emb­ættis land­læknis fjalli um fyr­ir­komu­lag skim­ana fyrir krabba­meinum á fag­legum for­sendum og byggi á bestu þekk­ingu hverju sinni. „Það er mat skimun­ar­ráðs að breyta skuli ald­ur­svið­miðum brjósta­skim­ana þannig að skimanir hefj­ist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri ald­urs­mörkin hækki úr 69 árum í 74. Til­laga um að hækka lægri ald­ur­svið­miðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu emb­ættis land­læknis og aftur á liðnu ári þar sem emb­ætti land­læknis byggði á nið­ur­stöðum skimun­ar­ráðs þess efn­is.“

Auglýsing
Svandís seg­ist hvorki hafa for­sendur né ástæður til að draga í efa fag­legt mat sér­fræð­inga skimun­ar­ráðs eða emb­ættis land­læknis um ald­ur­svið­mið krabba­meins­skim­ana. „Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breyt­ingar að ræða varð­andi neðri ald­ur­svið­miðin sem skilj­an­lega veki ýmsar spurn­ing­ar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut: „Það er alveg ljóst af umræðum síð­ustu daga að þessa breyt­ingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gild­is­töku þess­arar breyt­ingar varð­andi skimun krabba­meina í brjóst­u­m“.

Það var emb­ætti land­læknis sem lagði til að farið yrði eftir evr­ópskum leið­bein­ingum við skipu­lag skim­ana fyrir krabba­mein­um, en þar er mælt með skimun 45-49 ára kvenna. Fagráð um brjóstakrabba­mein mælti einnig með því að hefja skimun við 45 ára ald­ur. Fyr­ir­komu­lag sem tók gildi um liðin ára­mót fól í sér að lægri ald­ur­svið­mið skim­ana voru færð úr 40 árum í 50.  Krabba­meins­fé­lagið sagði að með nýja fyr­ir­komu­lag­inu væri land­læknir og skimun­ar­ráð að víkja frá evr­ópsku leið­bein­ing­unum og áliti fagráðs um brjóstakrabba­mein án þess að það væri rök­stutt sér­stak­lega.

Í frétta­til­kynn­ingu sem Krabba­meins­fé­lagið sendi frá sér í fyrra­dag vegna máls­ins var bent á að brjóstakrabba­mein sé algeng­asta krabba­meinið hjá kon­um. Þótt lífslíkur hafi auk­ist mjög á und­an­förnum árum séu enn um 50 konur sem deyja vegna brjóstakrabba­meins á hverju ári á Íslandi. Það sé því til mik­ils að vinna að greina krabba­meinið sem fyrst, bæði til að auka lífs­horfur og tak­marka íþyngj­andi með­ferð­ar­úr­ræði.

Í til­kynn­ing­unni kom fram að á  tíma­bil­inu 2015-2019 greindust árlega að með­al­tali 31 brjóstakrabba­mein hjá konum á aldr­inum 40-49 ára. „Reikna má með því að um þriðj­ungur þeirra meina hafi greinst í skim­un. Mein sem grein­ast vegna ein­kenna eru að jafn­aði lengra gengin en þau sem finn­ast við skim­un. Af 40-49 ára konum með brjóstakrabba­mein bera senni­lega rúm­lega 14% með­fædda stökk­breyt­ingu í BRCA2-­geni og fara þær konur nú flestar annað hvort í sér­stakt eft­ir­lit sem felst í árlegum mynd­grein­ing­um, eða í brjóst­nám. Eftir standa hátt í 30 konur og reikna má með að hjá þriðj­ungi þeirra myndu meinin grein­ast í skimun ef hún væri til stað­ar.

Krabba­meins­fé­lagið leggur áherslu á að gerðar verði leið­bein­ingar um hvaða áhættu­hópum standi til boða skimun á aldr­inum 40-49 ára við þær breyt­ingar sem nú hafa tekið gild­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent