Ásmundur Einar vill verða þingmaður Reykjavíkur

Félags- og barnamálaráðherra ætlar að söðla um og gefa kost á sér til þess að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann telur að Framsókn geti ekki orðið leiðandi afl kerfisbreytinga án fótfestu í þéttbýli.

Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða Framsók narflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu Alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann á Facebookí dag, en Ásmundur Einar situr nú sem þingmaður Norðvesturkjördæmis og er búsettur í Borgarnesi.

„Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í færslu sinni.

Ásmundur Einar segir í færslu sinni að Framsóknarflokkurinn muni ekki ná að verða leiðandi afl í stórum kerfisbreytingum sem hann telur að þurfi að eiga sér stað í íslensku samfélagi án þess að flokkurinn nái að styrkja sig í þéttbýli og þá sérstaklega í Reykjavík.

Auglýsing

„Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga mennta- og menningarmálaráðherra,“ skrifar Ásmundur Einar, en Lilja gaf það út nýlega að hún myndi áfram sækjast eftir því að leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

Ásmundur beinir því til vina sinna, stuðningsmanna og kjósenda Framsóknar í Norðvesturkjördæmi að þessi ákvörðun hafi verið mjög erfið. „Það auðveldar hana hins vegar að hafa fengið að sjá og heyra af öllu því öfluga fólki sem er tilbúið til að starfa með Framsókn um allt Norðvesturkjördæmi. Nú hvet ég ykkur öll til að nýta tækifærið, stíga skrefið og gefa kost á ykkur til forystu í kjördæminu. Ykkar og okkar er framtíðin,“ skrifar Ásmundur Einar.

Framsókn á engan borgarfulltrúa í Reykjavík og bara einn þingmann

Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í Reykjavík undanfarin ár. Í Reykjavíkurkjördæmi norður fékk flokkurinn einungis 5,3 prósent atkvæða og engan mann kjörinn til Alþingis í kosningunum árið 2017. Flokkurinn fékk síðan einungis 3,2 prósent og engan borgarfulltrúa kjörinn í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018.


Kjarninn fjallaði ítarlega um fylgisþróun flokksins á kjörtímabilinu í nóvembermánuði, en í könnun MMR sem umfjöllunin byggði á sást að fylgi Framsóknarflokksins hafði enn dalað á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þar hafi Lilja Alfreðsdóttir, sem er einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins, staðið í stafni. 


Hún er eini þingmaður flokksins í Reykjavík og Willum Þór Þórsson sem leiddi flokkinn í Suðvesturkjördæmi er hinn þingmaður flokksins á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tveir af þremur íbúum Íslands búa.

Miðað við fylgiskönnun MMR frá því í haust er raun­hæfur mögu­leiki á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nái ekki inn manni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í næstu kosn­ing­um. Í því ljósi er óhætt að segja að ákvörðun Ásmundar Einars um að taka slaginn í Reykjavíkurkjördæmi norður sé pólitískt djörf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent