Ásmundur Einar vill verða þingmaður Reykjavíkur

Félags- og barnamálaráðherra ætlar að söðla um og gefa kost á sér til þess að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann telur að Framsókn geti ekki orðið leiðandi afl kerfisbreytinga án fótfestu í þéttbýli.

Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra hefur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða Fram­sók nar­flokk­inn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Frá þessu greinir hann á Face­bookí dag, en Ásmundur Einar situr nú sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæmis og er búsettur í Borg­ar­nesi.

„Það kann að virð­ast sér­stök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þing­sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þar sem Framsókn á sér langa og far­sæla sögu, í fram­boð þar sem flokk­ur­inn hefur glímt við ýmsar áskor­anir í und­an­förnum kosn­ing­um. Að baki þess­ari ákvörðun liggur metn­aður til að ná fram stórum pólit­ískum breyt­ingum í ís­lensku sam­félag­i,“ segir Ásmundur Einar í færslu sinni.

Ásmundur Einar segir í færslu sinni að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni ekki ná að verða leið­andi afl í stórum kerf­is­breyt­ingum sem hann telur að þurfi að eiga sér stað í íslensku sam­fé­lagi án þess að flokk­ur­inn nái að styrkja sig í þétt­býli og þá sér­stak­lega í Reykja­vík.

Auglýsing

„Þetta verður áskorun en ég trúi á breyt­ingar og það er ástæða þess að ég er til­búinn að leggja allt und­ir. Í barátt­unni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykja­vík og þá sér­stak­lega með Lilju Alfreðs­dótt­ur, okkar öfluga mennta- og menn­ing­ar­mál­aráð­herra,“ skrifar Ásmundur Ein­ar, en Lilja gaf það út nýlega að hún myndi áfram sækj­ast eftir því að leiða lista Fram­sóknar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Ásmundur beinir því til vina sinna, stuðn­ings­manna og kjós­enda Fram­sóknar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi að þessi ákvörðun hafi verið mjög erf­ið. „Það auð­veldar hana hins vegar að hafa fengið að sjá og heyra af öllu því öfluga fólki sem er til­búið til að starfa með Framsókn um allt Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Nú hvet ég ykkur öll til að nýta tæki­færið, stíga skrefið og gefa kost á ykkur til for­ystu í kjör­dæm­inu. Ykkar og okkar er framtíð­in,“ skrifar Ásmundur Ein­ar.

Fram­sókn á engan borg­ar­full­trúa í Reykja­vík og bara einn þing­mann

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur átt erfitt upp­dráttar í Reykja­vík und­an­farin ár. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fékk flokk­ur­inn ein­ungis 5,3 pró­sent atkvæða og engan mann kjör­inn til Alþingis í kosn­ing­unum árið 2017. Flokk­ur­inn fékk síðan ein­ungis 3,2 pró­sent og engan borg­ar­full­trúa kjör­inn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2018.Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um fylg­is­þróun flokks­ins á kjör­tíma­bil­inu í nóv­em­ber­mán­uði, en í könnun MMR sem umfjöll­unin byggði á sást að fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði enn dalað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þrátt fyrir að þar hafi Lilja Alfreðs­dótt­ir, sem er einn vin­sæl­asti stjórn­mála­maður lands­ins, staðið í stafn­i. Hún er eini þing­maður flokks­ins í Reykja­vík og Willum Þór Þórs­son sem leiddi flokk­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi er hinn þing­maður flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem tveir af þremur íbúum Íslands búa.

Miðað við fylgiskönnun MMR frá því í haust er raun­hæfur mög­u­­leiki á að Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn nái ekki inn manni á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu í næstu kosn­­ing­­um. Í því ljósi er óhætt að segja að ákvörðun Ásmundar Ein­ars um að taka slag­inn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður sé póli­tískt djörf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent