Ásmundur Einar vill verða þingmaður Reykjavíkur

Félags- og barnamálaráðherra ætlar að söðla um og gefa kost á sér til þess að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann telur að Framsókn geti ekki orðið leiðandi afl kerfisbreytinga án fótfestu í þéttbýli.

Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra hefur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða Fram­sók nar­flokk­inn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Frá þessu greinir hann á Face­bookí dag, en Ásmundur Einar situr nú sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæmis og er búsettur í Borg­ar­nesi.

„Það kann að virð­ast sér­stök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þing­sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þar sem Framsókn á sér langa og far­sæla sögu, í fram­boð þar sem flokk­ur­inn hefur glímt við ýmsar áskor­anir í und­an­förnum kosn­ing­um. Að baki þess­ari ákvörðun liggur metn­aður til að ná fram stórum pólit­ískum breyt­ingum í ís­lensku sam­félag­i,“ segir Ásmundur Einar í færslu sinni.

Ásmundur Einar segir í færslu sinni að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni ekki ná að verða leið­andi afl í stórum kerf­is­breyt­ingum sem hann telur að þurfi að eiga sér stað í íslensku sam­fé­lagi án þess að flokk­ur­inn nái að styrkja sig í þétt­býli og þá sér­stak­lega í Reykja­vík.

Auglýsing

„Þetta verður áskorun en ég trúi á breyt­ingar og það er ástæða þess að ég er til­búinn að leggja allt und­ir. Í barátt­unni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykja­vík og þá sér­stak­lega með Lilju Alfreðs­dótt­ur, okkar öfluga mennta- og menn­ing­ar­mál­aráð­herra,“ skrifar Ásmundur Ein­ar, en Lilja gaf það út nýlega að hún myndi áfram sækj­ast eftir því að leiða lista Fram­sóknar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Ásmundur beinir því til vina sinna, stuðn­ings­manna og kjós­enda Fram­sóknar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi að þessi ákvörðun hafi verið mjög erf­ið. „Það auð­veldar hana hins vegar að hafa fengið að sjá og heyra af öllu því öfluga fólki sem er til­búið til að starfa með Framsókn um allt Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Nú hvet ég ykkur öll til að nýta tæki­færið, stíga skrefið og gefa kost á ykkur til for­ystu í kjör­dæm­inu. Ykkar og okkar er framtíð­in,“ skrifar Ásmundur Ein­ar.

Fram­sókn á engan borg­ar­full­trúa í Reykja­vík og bara einn þing­mann

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur átt erfitt upp­dráttar í Reykja­vík und­an­farin ár. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fékk flokk­ur­inn ein­ungis 5,3 pró­sent atkvæða og engan mann kjör­inn til Alþingis í kosn­ing­unum árið 2017. Flokk­ur­inn fékk síðan ein­ungis 3,2 pró­sent og engan borg­ar­full­trúa kjör­inn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2018.Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um fylg­is­þróun flokks­ins á kjör­tíma­bil­inu í nóv­em­ber­mán­uði, en í könnun MMR sem umfjöll­unin byggði á sást að fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði enn dalað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þrátt fyrir að þar hafi Lilja Alfreðs­dótt­ir, sem er einn vin­sæl­asti stjórn­mála­maður lands­ins, staðið í stafn­i. Hún er eini þing­maður flokks­ins í Reykja­vík og Willum Þór Þórs­son sem leiddi flokk­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi er hinn þing­maður flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem tveir af þremur íbúum Íslands búa.

Miðað við fylgiskönnun MMR frá því í haust er raun­hæfur mög­u­­leiki á að Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn nái ekki inn manni á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu í næstu kosn­­ing­­um. Í því ljósi er óhætt að segja að ákvörðun Ásmundar Ein­ars um að taka slag­inn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður sé póli­tískt djörf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent