Óviss framtíð einungis tveimur árum frá gangsetningu

Tímabundin rekstrarstöðvun er framundan hjá kísilveri PCC á Bakka við Húsavík, einungis tveimur árum eftir að verksmiðjan var gangsett. Ríkið hefur varið milljörðum króna í að verkefnið á Bakka verði að veruleika á undanförnum árum.

Kísilver PCC á Bakka var gangsett í maí árið 2018, eftir þriggja ára framkvæmdatímabil. Stefnt er að því að slökkva á báðum ofnum þess í lok júlí.
Kísilver PCC á Bakka var gangsett í maí árið 2018, eftir þriggja ára framkvæmdatímabil. Stefnt er að því að slökkva á báðum ofnum þess í lok júlí.
Auglýsing

Fram­kvæmdir við kís­il­ver fyr­ir­tæk­is­ins PCC BakkiSil­icon hf. hófust á iðn­að­ar­svæð­inu á Bakka við Húsa­vík árið 2015, eftir nokk­urra ára und­ir­bún­ing. Í fréttum frá þeim tíma kom fram að um 40 millj­arða fjár­fest­ingu væri að ræða og talað var um að verk­smiðjan ætti að skapa um 120 störf til fram­tíð­ar. 

Núna á fimmtu­dag, ein­ungis rúmum tveimur árum eftir að verk­smiðjan kveikti í fyrsta sinn á ofnum sín­um, greindi fyr­ir­tækið hins vegar frá því að búið væri að segja upp um 80 starfs­mönnum og að slökkt yrði báðum ljós­boga­ofnum verk­smiðj­unnar tíma­bundið í lok júlí. Þetta segir fyr­ir­tækið gert vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, sem hafi dregið úr spurn eftir kís­il­málmi og valdið verð­lækk­unum á heims­mark­aði.

Ekki er ljóst hvenær hægt verður að gang­setja ofn­ana á ný, en Rúnar Sig­ur­páls­son for­stjóri kís­il­verk­smiðj­unnar sagði við mbl.is fyrir helgi að hann gæti ekki sagt til um hvort fram­leiðslu­stöðv­unin yrði sex mán­uð­ir, tólf mán­uðir eða jafn­vel lengri. Heims­far­ald­ur­inn er óúreikn­an­leg­ur, sagði for­stjór­inn, en ljóst er að vand­ræði verk­smiðj­unnar eru þó ekki nýtil­kom­in.

Rekstr­ar­erf­ið­leikar komu fljótt fram

Rekstur verk­smiðj­unnar hefur verið erf­iður allt frá upp­hafi, en frá því að kís­il­verið var gang­sett vorið 2018 hafa bil­anir og þungar aðstæður á hrá­vöru­mörk­uðum sett mark sitt á hann. 

Auglýsing

Verk­smiðjan er í meiri­hluta­eigu þýska stór­fyr­ir­tæk­is­ins PCC SE, sem á 86,5 pró­sent hlut, en inn­lendir líf­eyr­is­sjóðir og Íslands­banki eiga líka 13,5 pró­sent hlut í félag­inu í gegnum fjár­fest­inga­fé­lagið Bakka­stakk. Í apríl fjöll­uðu bæði Við­skipta­blaðið og Frétta­blaðið um að líf­eyr­is­sjóðir hefðu fært niður hlutafé sitt í Bakka­stakki að öllu eða mestu leyti, vegna rekstr­ar­ó­vissunn­ar.

Þá hafði þýska móð­ur­fé­lagið skömmu áður lagt PCC á Bakka til um 40 millj­ónir banda­ríkja­dala, meira en fimm millj­arða íslenskra króna, í formi hlut­haf­a­láns, til þess að bæta lausa­fjár­stöðu kís­il­vers­ins og tryggja rekstr­ar­grund­völl þess. Ljóst var orðið að leggja þyrfti félag­inu til aukið rekstr­arfé strax síð­asta haust.

Auk þess­ara miklu fjár­fest­inga af hálfu eig­enda kís­il­verk­smiðj­unnar hefur íslenska ríkið á ýmsan hátt liðkað fyrir því að verk­smiðj­an, sem nú er ekki talið hag­kvæmt að halda í rekstri, kæm­ist í rekstur sem fyrsta fyr­ir­tækið á iðn­að­ar­svæð­inu við Bakka.

Þar höfðu heima­menn á Húsa­vík lengi haft hug­myndir um að byggja upp orku­freka iðn­að­ar­starf­semi, sem knýja mætti áfram með því að beisla orku nátt­úru­auð­linda í nágrenn­inu. Alcoa var með stórt álver á teikni­borð­inu á Bakka árum sam­an, en af þeirri fram­kvæmd varð ekki.

Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Árið 2014 sam­þykkti ESA, eft­ir­lits­stofnun EFTA, að rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lagið Norð­ur­þing mættu veita tæp­lega fjög­urra millj­arða króna rík­is­að­stoð frá til fram­kvæmd­ar­inn­ar, í formi beins fjár­styrks til lóð­ar­fram­kvæmda, afslátta á tekju­skatti, fast­eigna­skatti og hafn­ar­gjöld­um, auk nið­ur­fell­ingu á ýmsum sköttum og gjöldum til allt að tíu ára. Áður hafði ESA sam­þykkt rík­is­að­stoð til Hafn­ar­sjóðs Norð­ur­þings vegna bygg­ingar iðn­að­ar­hafnar á Húsa­vík, sem tengd­ist upp­bygg­ing­unni á Bakka.

Jarð­göng sem tengja iðn­að­ar­svæðið á Bakka við Húsa­vík­ur­höfn varð helsti kostn­að­ar­lið­ur­inn sem ríkið tók á sig, en heild­ar­kostn­aður rík­is­ins vegna jarð­gang­anna undir Húsa­vík­ur­höfða og veg­teng­ingum við þau nam rúmum 3,5 millj­örðum króna með verð­bót­u­m. 

Húsavíkurhöfðagöng eru 990 metra löng og tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn.Hann varð rúm­lega 1,7 millj­arði hærri en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir, sam­kvæmt því sem fram kom í svari Þór­dís Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur ráð­herra iðn­að­ar­mála við fyr­ir­spurn Birgir Þór­ar­ins­sonar þing­manns Mið­flokks­ins í lok jan­úar í fyrra.

Virkjað að Þeista­reykjum til að veita orku á Bakka

Einnig virkj­aði Lands­virkjun á jarð­varma­svæð­inu að Þeista­reykjum og Lands­net lagði tug­kíló­metra háspennu­línur til þess að orku­frekur iðn­aður á borð við kís­il­ver geti starfað á Bakka, en enn sem komið er kís­il­ver PCC eina verk­smiðjan sem hefur risið á svæð­inu.

Sam­kvæmt fréttum frá árinu 2015, þegar fram­kvæmdir hófust og eft­ir­lits­stofnun EFTA var búin að leggja blessun sína yfir að í raf­orku­samn­ingi Lands­virkj­unar við PCC fælist ekki ólög­mæt rík­is­að­stoð, var gert ráð fyrir því að kostn­aður við Þeista­reykja­virkjun yrði 5 millj­arðar og kostn­aður við línu­lagnir Lands­nets 1,5 millj­arðar króna.

Þeistareykir. Mynd: Landsvirkjun

Árleg orku­þörf kís­il­vers­ins þegar það fram­leiðir á fullum afköstum er 456 þús­und mega­vatt­stund­ir, en fram kom í Frétta­blað­inu í gær að fram­leiðslu­stöðvun PCC á Bakka gæti kostað Lands­virkjun yfir 300 millj­ónir króna á árs­grund­velli, sé miðað við að verk­smiðjan kaupi raf­magn á 25 doll­ara á mega­vatt­stund og hafi 80 pró­senta lág­marks­kaup­skyld­u. 

Ekki fæst þó upp­gefið hjá PCC hversu mikið af umsaminni orku kís­il­verk­smiðjan þarf að greiða fyrir á meðan fram­leiðslu­stoppið var­ir, sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins.

Högg

Ljóst er að vænt­an­leg rekstr­ar­stöðvun kís­il­vers­ins er högg fyrir sam­fé­lagið á Húsa­vík og í Norð­ur­þingi öllu, enda hafa umsvifin sem fylgdu rekstr­inum verið mik­il. Sveit­ar­stjórnin sendi frá sér yfir­lýs­ingu á fimmtu­dag þar sem fram kom að hugur þeirra væri hjá starfs­mönnum sem hefðu misst vinn­una og fjöl­skyldum þeirra, en fram hefur komið að flestir þeirra sem missa vinn­una eru bara með eins eða tveggja mán­aða langan upp­sagn­ar­frest.

„Allir munu leggj­ast á eitt til að sam­fé­lagið kom­ist sem fyrst í gegnum þessa stöðu. Allar for­sendur eru fyrir því að í Norð­ur­þingi geti atvinnu­líf og sam­fé­lag tekið vel við sér í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Á svæð­inu eru auð­lind­ir, inn­viðir og tæki­færi til frek­ari upp­bygg­ingar atvinnu­lífs­ins sem brýnt er að verði nýtt,“ sagði í yfir­lýs­ingu sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar.

Setja þurfi „meiri kraft“ í að koma upp starf­semi á Bakka

Leið­togar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa einnig tjáð sig um stöð­una. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efn­hags­ráð­herra sagði við RÚV á föstu­dag að ákvörð­unin væri mikið högg, sem þjóð­ar­búið finni fyr­ir. Hann sagði að staða fyr­ir­tækja í orku­frekum iðn­aði á Íslandi væri almennt áhyggju­efni um þessar mund­ir.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son ráð­herra byggða­mál sagði sömu­leiðis við RÚV á föstu­dag að meta þyrfti áhrifin af þessu áfalli fyrir sam­fé­lagið í Norð­ur­þingi. Hann sagði einnig að setja þyrfti „meiri kraft“ í að koma upp fleiri atvinnu­tæki­færum á iðn­að­ar­svæð­inu við Bakka, þar sem það hefði ekki tek­ist hingað til.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar