Ellefu virk smit og 379 í sóttkví

Ellefu einstaklingar hér á landi eru nú greindir með virk smit af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Í sóttkví eru 379 og mögulega mun fjölga í þeim hópi í dag vegna staðfestrar sýkingar hjá leikmanni Stjörnunnar.

Virkum smitum hefur fjölgað töluvert síðustu sólarhringa og eru nú orðin ellefu.
Virkum smitum hefur fjölgað töluvert síðustu sólarhringa og eru nú orðin ellefu.
Auglýsing


Tæplega 10.140 sýni höfðu í gær verið tekin í skimunum vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Á vefsíðunni Covid.is, sem uppfærð er daglega kl. 13, má sjá að ellefu virk smit eru nú hér á landi sem þýðir að fólkið sem greinst hefur með þau getur smitað aðra. 379 eru nú í sóttkví en í fyrradag var fjöldinn 180.


Í gær greindust tveir með veiruna í landamæraskimun og tveir til viðbótar hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Frá því skimun við landamærin hófst 15. júní hafa tuttugu greinst með smit en aðeins fjórir með virk smit.


Auglýsing


Fyrr í vikunni var greint frá því að leikmaður Breiðabliks hefði greinst með kórónuveiruna. Sá hafði komið til landsins frá Bandaríkjunum 17. Júní en fengið neikvæða niðurstöðu út úr sýnatökunni þá. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfesti við RÚV í morgun að smit leikmanns Stjörnunnar megi rekja til leikmanns Breiðabliks.


Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður smitrakningarteymisins og aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í  samtali við Kjarnann í morgun að ekki væri með óhyggjandi hætti hægt að fullyrða að leikmaður Breiðabliks hefði smitast erlendis. Hann kann að hafa smitast hér á landi. „Hver smitar hvern“ sé ekki alltaf á hreinu.


Í leiðbeiningum yfirvalda varðandi landamæraskimun kemur fram að ef fólk mælist ekki með veiruna á prófinu sé samt „æskilegt“ að fara varlega fyrstu fjórtán dagana „því niðurstöður prófsins eru ekki alveg óyggjandi“.


Einnig segir: „Allir ferðamenn eru hvattir til að gera varúðarráðstafanir til að vernda sjálfa sig og aðra, s.s. tíðan handþvott, notkun sótthreinsiefna, tveggja metra nándarregluna og að virða þær heilbrigðis- og öryggisreglur sem í gildi eru.“


Eftir því hefur verið tekið síðustu daga að á fótboltaleikjum eru leikmenn liða að fagna mörkum með faðmlögum. „Ég held að eina fólkið sem ekki tekur þátt í því [inni á vellinum] séu dómararnir, þeir passa sig,“ segir Ævar.


Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Kjarnann í morgun að leiðbeiningar um hvernig aðildarfélög skuli bera sig að vegna COVID-19 hafi verið vel kynntar en í þeim segir til dæmis að ekki eigi að fagna mörkum með snertingu.


 Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent