Ellefu virk smit og 379 í sóttkví

Ellefu einstaklingar hér á landi eru nú greindir með virk smit af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Í sóttkví eru 379 og mögulega mun fjölga í þeim hópi í dag vegna staðfestrar sýkingar hjá leikmanni Stjörnunnar.

Virkum smitum hefur fjölgað töluvert síðustu sólarhringa og eru nú orðin ellefu.
Virkum smitum hefur fjölgað töluvert síðustu sólarhringa og eru nú orðin ellefu.
AuglýsingTæp­lega 10.140 sýni höfðu í gær verið tekin í skimunum vegna kór­ónu­veirunnar á landa­mærum Íslands. Á vef­síð­unni Covid.is, sem upp­færð er dag­lega kl. 13, má sjá að ell­efu virk smit eru nú hér á landi sem þýðir að fólkið sem greinst hefur með þau getur smitað aðra. 379 eru nú í sótt­kví en í fyrra­dag var fjöld­inn 180.Í gær greindust tveir með veiruna í landamæra­skimun og tveir til við­bótar hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans. Frá því skimun við landa­mærin hófst 15. júní hafa tutt­ugu greinst með smit en aðeins fjórir með virk smit.AuglýsingFyrr í vik­unni var greint frá því að leik­maður Breiða­bliks hefði greinst með kór­ónu­veiruna. Sá hafði komið til lands­ins frá Banda­ríkj­unum 17. Júní en fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu út úr sýna­tök­unni þá. Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, stað­festi við RÚV í morgun að smit leik­manns Stjörn­unnar megi rekja til leik­manns Breiða­bliks.Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­maður smitrakn­ing­arteym­is­ins og aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn, sagði í  sam­tali við Kjarn­ann í morgun að ekki væri með óhyggj­andi hætti hægt að full­yrða að leik­maður Breiða­bliks hefði smit­ast erlend­is. Hann kann að hafa smit­ast hér á landi. „Hver smitar hvern“ sé ekki alltaf á hreinu.Í leið­bein­ingum yfir­valda varð­andi landamæra­skimun kemur fram að ef fólk mælist ekki með veiruna á próf­inu sé samt „æski­legt“ að fara var­lega fyrstu fjórtán dag­ana „því nið­ur­stöður prófs­ins eru ekki alveg óyggj­and­i“.Einnig seg­ir: „Allir ferða­menn eru hvattir til að gera var­úð­ar­ráð­staf­anir til að vernda sjálfa sig og aðra, s.s. tíðan hand­þvott, notkun sótt­hreinsi­efna, tveggja metra nánd­ar­regl­una og að virða þær heil­brigð­is- og örygg­is­reglur sem í gildi eru.“Eftir því hefur verið tekið síð­ustu daga að á fót­bolta­leikjum eru leik­menn liða að fagna mörkum með faðm­lög­um. „Ég held að eina fólkið sem ekki tekur þátt í því [inni á vell­in­um] séu dóm­ar­arn­ir, þeir passa sig,“ segir Ævar.Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, sagði við Kjarn­ann í morgun að leið­bein­ingar um hvernig aðild­ar­fé­lög skuli bera sig að vegna COVID-19 hafi verið vel kynntar en í þeim segir til dæmis að ekki eigi að fagna mörkum með snert­ingu. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent