Nýjustu smitin „mjög harkaleg áminning“

Ekki er útilokað að leikmaður Breiðabliks hafi smitast af veirunni hér á landi þótt líklegra sé að það hafi gerst í Bandaríkjunum, segir yfirmaður smitrakningarteymisins. Samkvæmt leiðbeiningum KSÍ skulu leikmenn ekki fagna mörkum með snertingu.

Kórónuveiran smitast við snertingu. Handþvottur og nándarmörk eru bestu aðferðirnar við að hindra útbreiðsluna
Kórónuveiran smitast við snertingu. Handþvottur og nándarmörk eru bestu aðferðirnar við að hindra útbreiðsluna
Auglýsing

„Það er talið að hún hafi komið með smitið frá Banda­ríkj­unum en það er ekki hægt að úti­loka að hún hafi smit­ast af ein­hverjum öðrum í fjöl­mennum fót­bolta­leikjum og útskrift­ar­veislu sem hún sótt­i.“

Þetta segir Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­maður smitrakn­ing­arteym­is­ins og aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn, um smit sem greind­ist hjá konu í knatt­spyrnu­liði Breiða­bliks fyrr í vik­unni. Tvö inn­an­lands­smit hafa greinst í kjöl­far­ið. „En hver smit­aði hvern er aldrei hund­rað pró­sent örugg­t.“

Konan kom til Íslands frá Banda­ríkj­unum 17. júní. Nið­ur­staða úr landamæra­skimun fyrir veirunni var nei­kvæð. Nokkrum dögum eftir heim­kom­una fékk hún fregnir af því að her­berg­is­fé­lagi hennar ytra hefði greinst með veiruna. Hún fór þá sjálf í sótt­kví og fékk svo nið­ur­stöðu úr annarri skimun og reynd­ist hún jákvæð. Í milli­tíð­inni hafði hún hins vegar leikið tvo fót­bolta­leiki og farið í útskrift­ar­veislu.

Auglýsing

Í gær­kvöldi voru 210 manns komnir í sótt­kví vegna þessa eina smits. Sá fjöldi kann að breytast, hann getur að sögn Ævars átt eftir að minnka en einnig er mögu­legt að hann auk­ist. Hóp­ur­inn sem kom­inn er í sótt­kví er á nokkuð breiðu ald­urs­bili þó að kjarn­inn sé ungt fólk. Um umfangs­mestu smitrakn­ingu frá upp­hafi er að ræða. Að sögn Ævars var hún nokkuð flókin og leggj­ast þurfti  í tals­verða grein­ing­ar- og rann­sókn­ar­vinnu til að hafa uppi á fólki.

Í smitrakn­ing­arteym­inu eru nú þrír starfs­menn að stað­aldri en í gær var kallað inn fólk til aðstoðar og átta unnu því að rakn­ing­unni.

Það er orðið nokkuð síðan að Íslend­ingar áttu von á sím­tölum frá rakn­ing­arteym­inu um að það þurfi að fara í sótt­kví. „Fólk tekur þessum sím­tölum almennt ágæt­lega,“ segir Ævar, „og áttar sig á alvar­leika máls­ins og er í raun­inni þakk­látt að við náum til þess svona fljótt.“

Ævar Pálmi Pálmason, fer fyrir smitrakningarteyminu. Mynd: Lögreglan

 Ævar segir vara­samt að tala um að ákveð­inn ein­stak­lingur sé að smita aðra og verða til þess að fjöldi manns fari  í sótt­kví. „Því það er alltaf erfitt að full­yrða hver smit­aði hvern. Sá sem að fer fyrstur í sýna­töku og grein­ist fyrstur er ekki endi­lega sá sem smit­aði þann sem næstur fer.“

Hann gagn­rýn­ir, af þessum sök­um, að nafn kon­unnar hafi verið birt í fjöl­miðl­um. Hann ítrekar að þó að það sé lík­legt að hún hafi smit­ast erlendis sé ekki hægt að úti­loka að hún hafi smit­ast eftir að hún kom til lands­ins. Það margir dagar liðu frá landamæra­skimun­inni.

„Af því að ég er nú rann­sókn­ar­lög­reglu­maður að upp­lagi þá er þetta næstum því sam­bæri­legt við það að ein­hver myndi ganga inn til okkar og játa á sig glæp. En það verður alltaf að skoða alla hina mögu­leik­ana.“

Æski­legt að fara var­lega í tvær vikur

Í leið­bein­ingum yfir­valda varð­andi landamæra­skimun kemur fram að ef fólk mælist ekki með veiruna á próf­inu sé samt „æski­legt“ að fara var­lega fyrstu fjórtán dag­ana „því nið­ur­stöður prófs­ins eru ekki alveg óyggj­and­i“.

Einnig segir: „Allir ferða­menn eru hvattir til að gera var­úð­ar­ráð­staf­anir til að vernda sjálfa sig og aðra, s.s. tíðan hand­þvott, notkun sótt­hreinsi­efna, tveggja metra nánd­ar­regl­una og að virða þær heil­brigð­is- og örygg­is­reglur sem í gildi eru.“

Eftir því hefur verið tekið síð­ustu daga að á fót­bolta­leikjum eru leik­menn liða að fagna mörkum með faðm­lög­um. „Ég held að eina fólkið sem ekki tekur þátt í því [inni á vell­in­um] séu dóm­ar­arn­ir, þeir passa sig,“ segir Ævar.

Auglýsing

Hann segir það til­finn­ingu flestra sem talað hefur verið við vegna þess­arar smitrakn­ingar að lands­menn hafi sofnað á verð­inum og séu orðnir kæru­laus­ir. Spritt­brúsar sjá­ist ekki í sumum versl­unum og merk­ingar á gólfum um tveggja metra regl­una hafi verið fjar­lægð­ar. „Svo heyrir maður sögur af því að það sé rokið á fólk og það faðmað og tekið í hend­ina á því áður en það veit af. Fólk er óör­uggt um hvað á að gera, hvort það eigi að við­halda þessum reglum eða ekki.“

 Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur hins vegar hamrað áfram á því að fólk þurfi að gæta að sótt­vörnum – veiran sé enn á sveimi. „Þessi smit sem eru að koma upp núna eru mjög harka­leg áminn­ing um það að við þurfum að halda því áfram.“

Beðið upp­lýs­inga áður en ákvarð­anir teknar

Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í morgun að sam­bandið væri í bið­stöðu á meðan sótt­varna­yf­ir­völd færu yfir málin sem upp eru komin vegna smita meðal leik­manna knatt­spyrnu­lið­anna. Í gær­kvöldi kom fram í fréttum að leik­maður í karla­liði Stjörn­unnar hefði greinst með veiruna og stað­festir Klara það. „Núna erum við að bíða frek­ari upp­lýs­inga, bæði um hvort og þá hversu margir leik­menn Stjörn­unnar þurfa að fara í sótt­kví. Síðan tökum við ákvörðun um fram­hald­ið.“

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.

Í morgun sagði hún sam­bandið því ekki enn hafa for­sendur til þess að ákveða hvort að ein­hverjum leikjum verði frestað eða aflýst vegna smit­anna. Spurð hvort að ein sviðs­myndin sé sú að slá því sem eftir er af leik­tíð­inni á frest segir hún: „Við erum langt frá því að vera þar. Eins og staðan er núna erum við að glíma við ein­angruð til­felli. Okkar allra vegna bindum við vonir við að það verði nið­ur­stað­an. Þetta snýst um miklu meira heldur en fót­bolt­ann.“

Spurð hvort starfs­mönnum KSÍ sé brugðið vegna fregna af smitum innan hreyf­ing­ar­innar bendir hún  á að talað sé um hópsmit „og að sjálf­sögðu tökum við þessum fréttum mjög alvar­lega og gerum hvað við getum til að vinna þetta eins vel og við get­u­m“.

Það hefur vakið athygli að leik­menn eru að fagna inni á vell­inum með faðm­lögum og þar fram eftir göt­un­um, eru til ein­hverjar reglur um þetta hjá KSÍ?

Klara segir að á heima­síðu KSÍ séu leið­bein­ingar til félaga vegna COVID-19 sem séu upp­færðar reglu­lega. Hún segir þær hafa verið kynntar mjög vel. Í þeim segir m.a.: „Leik­menn og starfs­menn fagna mörkum án snert­ing­ar.“

„En ég held að fót­bolt­inn sé ekk­ert frá­brugð­inn öðru í þjóð­fé­lag­inu að þessu leyt­i,“ bendir Klara á. „Ég og þú vitum það alveg að það eru allir byrj­aðir að slaka á.“

Hún segir stjórn­endur KSÍ hafa haft áhyggjur af því und­an­farið að fólk sé farið að slaka á sótt­vörn­um. Spurð hvort KSÍ hafi þá gert athuga­semdir við þá nánd sem leik­menn hafa sýnt inni á vell­inum seg­ir  hún svo ekki vera. En strax í gær hafi var­úð­ar­orð verið ítrek­uð. „Þetta eru leið­bein­ingar og til­mæli. Þetta eru ekki regl­ur. Við höfum enga lög­sögu í slíkum málum [varð­andi sótt­varn­ar­svæði og ann­að].“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent