Nýjustu smitin „mjög harkaleg áminning“

Ekki er útilokað að leikmaður Breiðabliks hafi smitast af veirunni hér á landi þótt líklegra sé að það hafi gerst í Bandaríkjunum, segir yfirmaður smitrakningarteymisins. Samkvæmt leiðbeiningum KSÍ skulu leikmenn ekki fagna mörkum með snertingu.

Kórónuveiran smitast við snertingu. Handþvottur og nándarmörk eru bestu aðferðirnar við að hindra útbreiðsluna
Kórónuveiran smitast við snertingu. Handþvottur og nándarmörk eru bestu aðferðirnar við að hindra útbreiðsluna
Auglýsing

„Það er talið að hún hafi komið með smitið frá Banda­ríkj­unum en það er ekki hægt að úti­loka að hún hafi smit­ast af ein­hverjum öðrum í fjöl­mennum fót­bolta­leikjum og útskrift­ar­veislu sem hún sótt­i.“

Þetta segir Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­maður smitrakn­ing­arteym­is­ins og aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn, um smit sem greind­ist hjá konu í knatt­spyrnu­liði Breiða­bliks fyrr í vik­unni. Tvö inn­an­lands­smit hafa greinst í kjöl­far­ið. „En hver smit­aði hvern er aldrei hund­rað pró­sent örugg­t.“

Konan kom til Íslands frá Banda­ríkj­unum 17. júní. Nið­ur­staða úr landamæra­skimun fyrir veirunni var nei­kvæð. Nokkrum dögum eftir heim­kom­una fékk hún fregnir af því að her­berg­is­fé­lagi hennar ytra hefði greinst með veiruna. Hún fór þá sjálf í sótt­kví og fékk svo nið­ur­stöðu úr annarri skimun og reynd­ist hún jákvæð. Í milli­tíð­inni hafði hún hins vegar leikið tvo fót­bolta­leiki og farið í útskrift­ar­veislu.

Auglýsing

Í gær­kvöldi voru 210 manns komnir í sótt­kví vegna þessa eina smits. Sá fjöldi kann að breytast, hann getur að sögn Ævars átt eftir að minnka en einnig er mögu­legt að hann auk­ist. Hóp­ur­inn sem kom­inn er í sótt­kví er á nokkuð breiðu ald­urs­bili þó að kjarn­inn sé ungt fólk. Um umfangs­mestu smitrakn­ingu frá upp­hafi er að ræða. Að sögn Ævars var hún nokkuð flókin og leggj­ast þurfti  í tals­verða grein­ing­ar- og rann­sókn­ar­vinnu til að hafa uppi á fólki.

Í smitrakn­ing­arteym­inu eru nú þrír starfs­menn að stað­aldri en í gær var kallað inn fólk til aðstoðar og átta unnu því að rakn­ing­unni.

Það er orðið nokkuð síðan að Íslend­ingar áttu von á sím­tölum frá rakn­ing­arteym­inu um að það þurfi að fara í sótt­kví. „Fólk tekur þessum sím­tölum almennt ágæt­lega,“ segir Ævar, „og áttar sig á alvar­leika máls­ins og er í raun­inni þakk­látt að við náum til þess svona fljótt.“

Ævar Pálmi Pálmason, fer fyrir smitrakningarteyminu. Mynd: Lögreglan

 Ævar segir vara­samt að tala um að ákveð­inn ein­stak­lingur sé að smita aðra og verða til þess að fjöldi manns fari  í sótt­kví. „Því það er alltaf erfitt að full­yrða hver smit­aði hvern. Sá sem að fer fyrstur í sýna­töku og grein­ist fyrstur er ekki endi­lega sá sem smit­aði þann sem næstur fer.“

Hann gagn­rýn­ir, af þessum sök­um, að nafn kon­unnar hafi verið birt í fjöl­miðl­um. Hann ítrekar að þó að það sé lík­legt að hún hafi smit­ast erlendis sé ekki hægt að úti­loka að hún hafi smit­ast eftir að hún kom til lands­ins. Það margir dagar liðu frá landamæra­skimun­inni.

„Af því að ég er nú rann­sókn­ar­lög­reglu­maður að upp­lagi þá er þetta næstum því sam­bæri­legt við það að ein­hver myndi ganga inn til okkar og játa á sig glæp. En það verður alltaf að skoða alla hina mögu­leik­ana.“

Æski­legt að fara var­lega í tvær vikur

Í leið­bein­ingum yfir­valda varð­andi landamæra­skimun kemur fram að ef fólk mælist ekki með veiruna á próf­inu sé samt „æski­legt“ að fara var­lega fyrstu fjórtán dag­ana „því nið­ur­stöður prófs­ins eru ekki alveg óyggj­and­i“.

Einnig segir: „Allir ferða­menn eru hvattir til að gera var­úð­ar­ráð­staf­anir til að vernda sjálfa sig og aðra, s.s. tíðan hand­þvott, notkun sótt­hreinsi­efna, tveggja metra nánd­ar­regl­una og að virða þær heil­brigð­is- og örygg­is­reglur sem í gildi eru.“

Eftir því hefur verið tekið síð­ustu daga að á fót­bolta­leikjum eru leik­menn liða að fagna mörkum með faðm­lög­um. „Ég held að eina fólkið sem ekki tekur þátt í því [inni á vell­in­um] séu dóm­ar­arn­ir, þeir passa sig,“ segir Ævar.

Auglýsing

Hann segir það til­finn­ingu flestra sem talað hefur verið við vegna þess­arar smitrakn­ingar að lands­menn hafi sofnað á verð­inum og séu orðnir kæru­laus­ir. Spritt­brúsar sjá­ist ekki í sumum versl­unum og merk­ingar á gólfum um tveggja metra regl­una hafi verið fjar­lægð­ar. „Svo heyrir maður sögur af því að það sé rokið á fólk og það faðmað og tekið í hend­ina á því áður en það veit af. Fólk er óör­uggt um hvað á að gera, hvort það eigi að við­halda þessum reglum eða ekki.“

 Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur hins vegar hamrað áfram á því að fólk þurfi að gæta að sótt­vörnum – veiran sé enn á sveimi. „Þessi smit sem eru að koma upp núna eru mjög harka­leg áminn­ing um það að við þurfum að halda því áfram.“

Beðið upp­lýs­inga áður en ákvarð­anir teknar

Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í morgun að sam­bandið væri í bið­stöðu á meðan sótt­varna­yf­ir­völd færu yfir málin sem upp eru komin vegna smita meðal leik­manna knatt­spyrnu­lið­anna. Í gær­kvöldi kom fram í fréttum að leik­maður í karla­liði Stjörn­unnar hefði greinst með veiruna og stað­festir Klara það. „Núna erum við að bíða frek­ari upp­lýs­inga, bæði um hvort og þá hversu margir leik­menn Stjörn­unnar þurfa að fara í sótt­kví. Síðan tökum við ákvörðun um fram­hald­ið.“

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.

Í morgun sagði hún sam­bandið því ekki enn hafa for­sendur til þess að ákveða hvort að ein­hverjum leikjum verði frestað eða aflýst vegna smit­anna. Spurð hvort að ein sviðs­myndin sé sú að slá því sem eftir er af leik­tíð­inni á frest segir hún: „Við erum langt frá því að vera þar. Eins og staðan er núna erum við að glíma við ein­angruð til­felli. Okkar allra vegna bindum við vonir við að það verði nið­ur­stað­an. Þetta snýst um miklu meira heldur en fót­bolt­ann.“

Spurð hvort starfs­mönnum KSÍ sé brugðið vegna fregna af smitum innan hreyf­ing­ar­innar bendir hún  á að talað sé um hópsmit „og að sjálf­sögðu tökum við þessum fréttum mjög alvar­lega og gerum hvað við getum til að vinna þetta eins vel og við get­u­m“.

Það hefur vakið athygli að leik­menn eru að fagna inni á vell­inum með faðm­lögum og þar fram eftir göt­un­um, eru til ein­hverjar reglur um þetta hjá KSÍ?

Klara segir að á heima­síðu KSÍ séu leið­bein­ingar til félaga vegna COVID-19 sem séu upp­færðar reglu­lega. Hún segir þær hafa verið kynntar mjög vel. Í þeim segir m.a.: „Leik­menn og starfs­menn fagna mörkum án snert­ing­ar.“

„En ég held að fót­bolt­inn sé ekk­ert frá­brugð­inn öðru í þjóð­fé­lag­inu að þessu leyt­i,“ bendir Klara á. „Ég og þú vitum það alveg að það eru allir byrj­aðir að slaka á.“

Hún segir stjórn­endur KSÍ hafa haft áhyggjur af því und­an­farið að fólk sé farið að slaka á sótt­vörn­um. Spurð hvort KSÍ hafi þá gert athuga­semdir við þá nánd sem leik­menn hafa sýnt inni á vell­inum seg­ir  hún svo ekki vera. En strax í gær hafi var­úð­ar­orð verið ítrek­uð. „Þetta eru leið­bein­ingar og til­mæli. Þetta eru ekki regl­ur. Við höfum enga lög­sögu í slíkum málum [varð­andi sótt­varn­ar­svæði og ann­að].“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent