Ákveðin grundvallaratriði í samfélaginu sem Íslendingar eigi að sammælast um að virða

Formanni Flokks fólksins finnst ríkisstjórnin ekki hugsa um hag hins almenna borgara, fátæks fólks og fíkla.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, segir að frá því hún kom inn á þing fyrir tæpum þremur árum hafi henni ekki fund­ist rík­is­stjórnin hugsa um hag hins almenna borg­ara, fátæks fólks og fíkla. Þetta kom fram í ítar­legu við­talið Kjarn­ans við Ingu.

„Það eru for­dómar gagn­vart fíklum og mér finnst alveg óskap­lega dap­urt – og það tekur mig sárt að horfa upp á þetta. Ég hélt að við gætum öll verið sam­mála um að það eru ákveðin grund­vall­ar­at­riði í sam­fé­lag­inu sem við eigum að sam­mæl­ast um að virða. Það er nú minnsta kosti að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi, það hlýtur að vera lág­mark,“ segir hún.

Auglýsing

Inga segir að íslensk stjórn­völd eigi það til að hafa öll eggin í sömu körf­unni og að treysta á ákveðnar stoðir í sam­fé­lag­inu. „Við ætlum greini­lega að halda því áfram og treysta á ferða­mennsku,“ segir hún en bætir því við að hún sé ein­stak­lega ánægð með áherslu rík­is­stjórn­ar­innar á nýsköp­un­ina en auð­vitað mætti gera enn bet­ur. 

„Það verður að efla nýsköpun og virkja hug­vitið okkar og virki­lega reyna að dreifa eggj­unum á fleiri körf­ur. Þegar eitt eggið brotnar þá séum við samt sem áður á nokkuð góðum stað. Við eigum svo mikla snill­inga í hug­vit­i,“ segir hún­.  

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent