Ekki enn búið að bera kennsl á hina látnu

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í gær. Hann var íbúi í húsinu. „Öllum steinum verður velt við,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.

Lögreglan telur fullvíst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.
Lögreglan telur fullvíst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.
Auglýsing

„Hugur okkar allra er hjá þeim sem tengj­ast þessum svaka­legu atburðum sem áttu sér stað í gær,“ sagði Jón Viðar Matth­í­as­son, slökkvi­liðs­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, við upp­haf blaða­manna­fundar síð­degis í dag þar sem farið var yfir stöðu rann­sóknar á elds­voða í húsi að Bræðra­borg­ar­stíg 1 í gær sem varð þremur að bana. Jón Viðar segir að sam­kvæmt sínu minni sé þetta mann­skæð­asti elds­voði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í ára­tugi.

Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fór á fund­inum yfir atburða­rás­ina allt frá því að til­kynn­ing um eld barst Neyð­ar­lín­unni kl. 15.15 í gær og þar til karl­maður á sjö­tugs­aldri, sem bjó í hús­inu, var úrskurð­aður í gæslu­varð­hald eftir hádegi í dag. Mað­ur­inn er grun­aður um að hafa kveikt eld­inn. 

Við­bragðs­að­ilar voru komnir á vett­vang elds­voð­ans innan fimm mín­útna frá því að til­kynn­ingin barst. 

„Erf­iður vett­vangur blasti við en allt að fimm ein­stak­lingar sáust á efstu hæð húss­ins og virt­ust ekki getað kom­ist út með eðli­legum hætt­i,“ sagði Ásgeir. „Tveir þeirra brugðu á það ráð að stökkva frá gluggum á þriðju hæð, einum var bjargað út með stiga sem reistur var við húsið en ekki var hægt að segja með óyggj­andi hætti um afdrif hinna tveggja.“ 

Slökkvi­starf tók tals­verðan tíma enda vett­vang­ur­inn ótrygg­ur. „En á sjö­unda og níunda tím­anum í gær­kvöldi fundu slökkvi­liðs­menn þessa tvo ein­stak­linga látna á þriðju hæð húss­ins.“

Ás­geir greindi einnig frá því að á sömu mín­útu og útkallið kom vegna brun­ans, eða klukkan 15.15,  baðst aðstoð­ar­beiðni frá sendi­ráði Rúss­lands um mann sem lét þar ófrið­lega við hús­ið. Lög­reglan fór á vett­vang og hand­tók mann­inn sem er á sjö­tugs­aldri. Fljót­lega kom í ljós að hann var íbúi í hús­inu sem var að brenna. 

„Lög­reglan hefur rök­studdan grun um að eld­ur­inn hafi kviknað af manna­völdum og fyrstu nið­ur­stöður rann­sóknar lög­reglu, studdar gögn­um, benda til að eld­ur­inn hafi komið upp í eða við vist­ar­verur manns­ins,“ sagði Ásgeir.  Í dag gerði svo lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kröfu um viku­langt gæslu­varð­hald fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur og féllst dóm­ari á þær kröf­ur.

„Þrír ein­stak­lingar lét­ust í þessum hörmu­lega atburð­i,“ sagði Ásgeir. „Tveir til við­bótar liggja á Land­spít­al­an­um, þar af annar á gjör­gæslu­deild og einn maður var útskrif­aður af spít­al­anum í gær­kvöld­i.“

Hann sagði að ekki hafi enn verið borin kennsl á hina látnu með óyggj­andi hætti en að á þriðju hæð húss­ins hafi búið sex erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Auglýsing

Tveir menn voru hand­teknir við húsið í gær fyrir að hlíða ekki fyr­ir­mælum lög­regl­unnar á vett­vangi. Ásgeir greindi frá því á fund­inum að þeir hefðu verið hand­teknir eftir að hafa hlaupið inn í brenn­andi hús­ið. Sagði hann að fólkið hafi mögu­lega ætlað að reyna að bjarga eigum sín­um. Því var sleppt eftir yfir­heyrslu í gær. 

Í grein í Kjarn­anum um málið fyrr í dag kom fram að sótt hafi verið um að breyta hluta hús­næð­is­ins í gisti­heim­ili árið 2014. Því var hafnað af umhverf­is- og skipu­lags­ráði. Jón Viðar rakti þetta einnig á fund­inum nú síð­degis og bætti við að árið 2017 hafi slökkvi­liðið í tvígang skoðað jarð­hæð húss­ins, þar sem áður var leik­skóli, en að þá hafi eng­inn búið þar. 

Ásgeir vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu hvort til rann­sóknar væri hvort íbú­arnir sem þarna bjuggu hefðu tengsl við ákveðin fyr­ir­tæki, t.d. starfs­manna­leigu. „Það verður velt við öllum steinum og ef að þetta er mögu­leiki þá verður það skoð­að.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
Kjarninn 28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent