Ekki enn búið að bera kennsl á hina látnu

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í gær. Hann var íbúi í húsinu. „Öllum steinum verður velt við,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.

Lögreglan telur fullvíst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.
Lögreglan telur fullvíst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.
Auglýsing

„Hugur okkar allra er hjá þeim sem tengj­ast þessum svaka­legu atburðum sem áttu sér stað í gær,“ sagði Jón Viðar Matth­í­as­son, slökkvi­liðs­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, við upp­haf blaða­manna­fundar síð­degis í dag þar sem farið var yfir stöðu rann­sóknar á elds­voða í húsi að Bræðra­borg­ar­stíg 1 í gær sem varð þremur að bana. Jón Viðar segir að sam­kvæmt sínu minni sé þetta mann­skæð­asti elds­voði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í ára­tugi.

Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fór á fund­inum yfir atburða­rás­ina allt frá því að til­kynn­ing um eld barst Neyð­ar­lín­unni kl. 15.15 í gær og þar til karl­maður á sjö­tugs­aldri, sem bjó í hús­inu, var úrskurð­aður í gæslu­varð­hald eftir hádegi í dag. Mað­ur­inn er grun­aður um að hafa kveikt eld­inn. 

Við­bragðs­að­ilar voru komnir á vett­vang elds­voð­ans innan fimm mín­útna frá því að til­kynn­ingin barst. 

„Erf­iður vett­vangur blasti við en allt að fimm ein­stak­lingar sáust á efstu hæð húss­ins og virt­ust ekki getað kom­ist út með eðli­legum hætt­i,“ sagði Ásgeir. „Tveir þeirra brugðu á það ráð að stökkva frá gluggum á þriðju hæð, einum var bjargað út með stiga sem reistur var við húsið en ekki var hægt að segja með óyggj­andi hætti um afdrif hinna tveggja.“ 

Slökkvi­starf tók tals­verðan tíma enda vett­vang­ur­inn ótrygg­ur. „En á sjö­unda og níunda tím­anum í gær­kvöldi fundu slökkvi­liðs­menn þessa tvo ein­stak­linga látna á þriðju hæð húss­ins.“

Ás­geir greindi einnig frá því að á sömu mín­útu og útkallið kom vegna brun­ans, eða klukkan 15.15,  baðst aðstoð­ar­beiðni frá sendi­ráði Rúss­lands um mann sem lét þar ófrið­lega við hús­ið. Lög­reglan fór á vett­vang og hand­tók mann­inn sem er á sjö­tugs­aldri. Fljót­lega kom í ljós að hann var íbúi í hús­inu sem var að brenna. 

„Lög­reglan hefur rök­studdan grun um að eld­ur­inn hafi kviknað af manna­völdum og fyrstu nið­ur­stöður rann­sóknar lög­reglu, studdar gögn­um, benda til að eld­ur­inn hafi komið upp í eða við vist­ar­verur manns­ins,“ sagði Ásgeir.  Í dag gerði svo lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kröfu um viku­langt gæslu­varð­hald fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur og féllst dóm­ari á þær kröf­ur.

„Þrír ein­stak­lingar lét­ust í þessum hörmu­lega atburð­i,“ sagði Ásgeir. „Tveir til við­bótar liggja á Land­spít­al­an­um, þar af annar á gjör­gæslu­deild og einn maður var útskrif­aður af spít­al­anum í gær­kvöld­i.“

Hann sagði að ekki hafi enn verið borin kennsl á hina látnu með óyggj­andi hætti en að á þriðju hæð húss­ins hafi búið sex erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Auglýsing

Tveir menn voru hand­teknir við húsið í gær fyrir að hlíða ekki fyr­ir­mælum lög­regl­unnar á vett­vangi. Ásgeir greindi frá því á fund­inum að þeir hefðu verið hand­teknir eftir að hafa hlaupið inn í brenn­andi hús­ið. Sagði hann að fólkið hafi mögu­lega ætlað að reyna að bjarga eigum sín­um. Því var sleppt eftir yfir­heyrslu í gær. 

Í grein í Kjarn­anum um málið fyrr í dag kom fram að sótt hafi verið um að breyta hluta hús­næð­is­ins í gisti­heim­ili árið 2014. Því var hafnað af umhverf­is- og skipu­lags­ráði. Jón Viðar rakti þetta einnig á fund­inum nú síð­degis og bætti við að árið 2017 hafi slökkvi­liðið í tvígang skoðað jarð­hæð húss­ins, þar sem áður var leik­skóli, en að þá hafi eng­inn búið þar. 

Ásgeir vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu hvort til rann­sóknar væri hvort íbú­arnir sem þarna bjuggu hefðu tengsl við ákveðin fyr­ir­tæki, t.d. starfs­manna­leigu. „Það verður velt við öllum steinum og ef að þetta er mögu­leiki þá verður það skoð­að.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent