Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósent

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að hækka stýri­vexti um 0,25 pró­sent. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, eru því 5,75 pró­sent eftir hækk­un­ina. Frá þessu er greint í frétt á vef Seðla­bank­ans. Seðla­bank­inn hækk­aði síð­ast vexti í ágúst 2015.

Þar segir að spár geri ráð fyrir að hag­vöxtur verði 4,6 pró­sent á þessu ári, sem sé um hálfu pró­senti meira en gert hafi verið ráð fyrir í spá bank­ans í ágúst. Hag­vöxt­ur­inn er einkum bor­inn upp af auk­inni inn­lendri eft­ir­spurn, einka­neyslu, sem talið er að muni aukastum sjö pró­sent á þessu ári.

Í frétt Seðla­bank­ans segir að verð­bólgu­horfur til skamms tíma séu tölu­vert betri en Seðla­bank­inn spáði í ágúst en til lengri tíma litið hafi þær lítið breyst. "Því er áfram spáð að miklar launa­hækk­anir muni leiða til þess að verð­bólga fari yfir mark­mið er líður á næsta ár þegar dregur úr áhrifum lít­illar alþjóð­legrar verð­bólgu. Verð­bólga mun ekki nálg­ast mark­miðið á ný fyrr en á árinu 2018. Spáin bygg­ist á þeirri for­sendu að aðhald pen­inga­stefn­unnar sé hert sam­hliða því að fram­leiðslu­spenna og verð­bólga aukast. Þá er einnig tekið mið af því að frum­varp til fjár­laga felur í sér nokkra slökun á aðhaldi í rík­is­fjár­málum að teknu til­liti til hag­sveiflu.

Auglýsing

Sterk­ari króna og hag­stæð­ari alþjóð­leg verð­lags­þróun hefur gefið svig­rúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauð­syn­legt. Það breytir hins vegar ekki því að þörf er á auknu aðhaldi pen­inga­stefn­unnar á næstu miss­erum í ljósi vax­andi inn­lends verð­bólgu­þrýst­ings. Hve mikið og hve hratt það ger­ist ræðst af fram­vind­unni og því hvernig greið­ist úr þeirri óvissu sem nú er til staðar í efna­hags­mál­um. Tölu­verð óvissa er m.a. um miðlun pen­inga­stefn­unnar um þessar mundir þar sem áhrifa óvenju lágra alþjóð­legra vaxta hefur í vax­andi mæli gætt hér á landi. Mótun pen­inga­stefn­unnar mun einnig ráð­ast af þróun lausa­fjár­stöðu í tengslum við losun fjár­magns­hafta og af því hvort öðrum stjórn­tækjum hag­stjórnar verður beitt til þess að halda aftur af eft­ir­spurn­ar­þrýst­ingi á kom­andi miss­er­um."

Stýri­vextir eru helsta tæki Seðla­banka Íslands til þess að halda verð­bólgu í skefj­um. Ef þensla er í sam­fé­lag­inu og verð­bólgan há, þá hækkar Seðla­bank­inn stýr­ir­vext­ina. Við­skipta­bank­arnir og spari­sjóðir eiga í við­skiptum við Seðla­bank­ann, fá hjá honum lán, og stýri­vext­irnir ákveða hversu hag­stæð þessi lán eru fyrir bank­ana. Þessi vaxta­kjör hafa síðan áhrif á almenna vexti á mark­aði, til dæmis á hús­næð­is­lánum og öðrum lánum til almenn­ings og fyr­ir­tækja, vegna þess að ef lána­kjör bank­ans hækka, þá þarf hann að bregð­ast við með því að hækka vexti á sínum lán­veit­ing­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None