Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósent

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að hækka stýri­vexti um 0,25 pró­sent. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, eru því 5,75 pró­sent eftir hækk­un­ina. Frá þessu er greint í frétt á vef Seðla­bank­ans. Seðla­bank­inn hækk­aði síð­ast vexti í ágúst 2015.

Þar segir að spár geri ráð fyrir að hag­vöxtur verði 4,6 pró­sent á þessu ári, sem sé um hálfu pró­senti meira en gert hafi verið ráð fyrir í spá bank­ans í ágúst. Hag­vöxt­ur­inn er einkum bor­inn upp af auk­inni inn­lendri eft­ir­spurn, einka­neyslu, sem talið er að muni aukastum sjö pró­sent á þessu ári.

Í frétt Seðla­bank­ans segir að verð­bólgu­horfur til skamms tíma séu tölu­vert betri en Seðla­bank­inn spáði í ágúst en til lengri tíma litið hafi þær lítið breyst. "Því er áfram spáð að miklar launa­hækk­anir muni leiða til þess að verð­bólga fari yfir mark­mið er líður á næsta ár þegar dregur úr áhrifum lít­illar alþjóð­legrar verð­bólgu. Verð­bólga mun ekki nálg­ast mark­miðið á ný fyrr en á árinu 2018. Spáin bygg­ist á þeirri for­sendu að aðhald pen­inga­stefn­unnar sé hert sam­hliða því að fram­leiðslu­spenna og verð­bólga aukast. Þá er einnig tekið mið af því að frum­varp til fjár­laga felur í sér nokkra slökun á aðhaldi í rík­is­fjár­málum að teknu til­liti til hag­sveiflu.

Auglýsing

Sterk­ari króna og hag­stæð­ari alþjóð­leg verð­lags­þróun hefur gefið svig­rúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauð­syn­legt. Það breytir hins vegar ekki því að þörf er á auknu aðhaldi pen­inga­stefn­unnar á næstu miss­erum í ljósi vax­andi inn­lends verð­bólgu­þrýst­ings. Hve mikið og hve hratt það ger­ist ræðst af fram­vind­unni og því hvernig greið­ist úr þeirri óvissu sem nú er til staðar í efna­hags­mál­um. Tölu­verð óvissa er m.a. um miðlun pen­inga­stefn­unnar um þessar mundir þar sem áhrifa óvenju lágra alþjóð­legra vaxta hefur í vax­andi mæli gætt hér á landi. Mótun pen­inga­stefn­unnar mun einnig ráð­ast af þróun lausa­fjár­stöðu í tengslum við losun fjár­magns­hafta og af því hvort öðrum stjórn­tækjum hag­stjórnar verður beitt til þess að halda aftur af eft­ir­spurn­ar­þrýst­ingi á kom­andi miss­er­um."

Stýri­vextir eru helsta tæki Seðla­banka Íslands til þess að halda verð­bólgu í skefj­um. Ef þensla er í sam­fé­lag­inu og verð­bólgan há, þá hækkar Seðla­bank­inn stýr­ir­vext­ina. Við­skipta­bank­arnir og spari­sjóðir eiga í við­skiptum við Seðla­bank­ann, fá hjá honum lán, og stýri­vext­irnir ákveða hversu hag­stæð þessi lán eru fyrir bank­ana. Þessi vaxta­kjör hafa síðan áhrif á almenna vexti á mark­aði, til dæmis á hús­næð­is­lánum og öðrum lánum til almenn­ings og fyr­ir­tækja, vegna þess að ef lána­kjör bank­ans hækka, þá þarf hann að bregð­ast við með því að hækka vexti á sínum lán­veit­ing­um.

Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None