Tekjur ríkasta prósents landsmanna jukust mest í fyrra

Ráðstöfunartekjur þeirra jukust um 9,6 prósent á árinu 2014. Fjármagnstekjur jukust um tæpan þriðjung hjá ríkustu tíund þjóðarinnar.

forsidumynd-4.jpg
Auglýsing

Það eitt pró­sent Íslend­inga sem var með hæstu tekj­urnar í fyrra jók ráð­stöf­un­ar­tekjur sínar mest á árinu, eða um 9,6 pró­sent. Til að telj­ast til efsta eins pró­sents­ins þurfa ráð­stöf­un­ar­tekju fram­telj­enda, ein­stak­linga eða sam­búð­ar­fólks, að vera yfir 20,6 millj­ónum króna á ári, eða um 1,7 millj­ónir króna á mán­uði. Næst mest aukn­ing var á meðal þeirra tíu pró­sent ­tekju­hæstu, en þar hækk­uðu tekj­urnar um 6,8 pró­sent í fyrra. Til að til­heyra þeim hópi þurfti að vera með árs­tekjur upp á 10,1 til 20,6 millj­ónir króna. Tekjur ann­arra tekju­hópa, 90 ­pró­sent lands­manna, hækk­uðu minna. Tekjur ann­arra tekju­hópa juk­ust að jafn­að­i um fimm til sex pró­sent. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Þar segir einnig að þegar rýnt er í hvað sé að baki ­tekju­aukn­ing­unni þá muni mest um fjár­magnstekjur hjá tekju­hæstu tíu ­pró­sent­un­um, en þær aukst um 31 pró­sent milli ára á sama tíma og þær dragast ­saman hjá öðrum tekju­hóp­um. Atvinnu­tekjur efsta hóps­ins hækk­a þó minna en slíkar tekjur hjá örðum hóp­um.

Auglýsing

Rík­asti hlut­inn fékk um helm­ing af auknum auði

Tekju­hæsti hóp­ur­inn er ekki ein­ungis að auka tekjur sín­ar hraðar en aðr­ir. Virði eigna hans hækkar einnig mikið á ár frá ári. Kjarn­inn ­greindi frá því í lok sept­em­ber að sá fimmt­ung­ur Ís­lend­inga sem hafði hæstar tekjur á árinu 2014, alls tæp­lega 40 þús­und manns, jók hreina eign sína um 142,2 millj­arða króna á því ári. Tæpur helm­ing­ur aukn­ingar á auði íslenskra heim­ila á síð­asta ári féll í skaut þessa hóps.

Tekju­hæsta tíund lands­manna, 19.711 manns, sá auð sinn vaxa um 88,2 millj­arða króna á árin­u 2014. Á sama tíma óx hrein eign þess helm­ings þjóð­ar­innar sem er með lægst­u ­tekj­urn­ar, alls um eitt hund­rað þús­und manns, um 72 millj­arða króna, eða 16,2 millj­arða króna minna en rík­asti hluti þjóð­ar­inn­ar.

Auk þess á rík­asta ­tí­und þjóð­ar­innar yfir helm­ing allra verð­bréfa, en virði þeirra í þess­ari ­sam­an­tekt er á nafn­virði. Mark­aðsvirði þeirra verð­bréfa, sem eru til dæm­is­ hluta­bréf í fyr­ir­tækjum lands­ins, er mun hærra en upp­gefið nafn­virði. Því er eigið fé þessa hóps, alls 19.711 ein­stak­linga, því lík­lega mun meira en töl­ur Hag­stofu Íslands gefa til kynna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None