Tekjur ríkasta prósents landsmanna jukust mest í fyrra

Ráðstöfunartekjur þeirra jukust um 9,6 prósent á árinu 2014. Fjármagnstekjur jukust um tæpan þriðjung hjá ríkustu tíund þjóðarinnar.

forsidumynd-4.jpg
Auglýsing

Það eitt pró­sent Íslend­inga sem var með hæstu tekj­urnar í fyrra jók ráð­stöf­un­ar­tekjur sínar mest á árinu, eða um 9,6 pró­sent. Til að telj­ast til efsta eins pró­sents­ins þurfa ráð­stöf­un­ar­tekju fram­telj­enda, ein­stak­linga eða sam­búð­ar­fólks, að vera yfir 20,6 millj­ónum króna á ári, eða um 1,7 millj­ónir króna á mán­uði. Næst mest aukn­ing var á meðal þeirra tíu pró­sent ­tekju­hæstu, en þar hækk­uðu tekj­urnar um 6,8 pró­sent í fyrra. Til að til­heyra þeim hópi þurfti að vera með árs­tekjur upp á 10,1 til 20,6 millj­ónir króna. Tekjur ann­arra tekju­hópa, 90 ­pró­sent lands­manna, hækk­uðu minna. Tekjur ann­arra tekju­hópa juk­ust að jafn­að­i um fimm til sex pró­sent. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Þar segir einnig að þegar rýnt er í hvað sé að baki ­tekju­aukn­ing­unni þá muni mest um fjár­magnstekjur hjá tekju­hæstu tíu ­pró­sent­un­um, en þær aukst um 31 pró­sent milli ára á sama tíma og þær dragast ­saman hjá öðrum tekju­hóp­um. Atvinnu­tekjur efsta hóps­ins hækk­a þó minna en slíkar tekjur hjá örðum hóp­um.

Auglýsing

Rík­asti hlut­inn fékk um helm­ing af auknum auði

Tekju­hæsti hóp­ur­inn er ekki ein­ungis að auka tekjur sín­ar hraðar en aðr­ir. Virði eigna hans hækkar einnig mikið á ár frá ári. Kjarn­inn ­greindi frá því í lok sept­em­ber að sá fimmt­ung­ur Ís­lend­inga sem hafði hæstar tekjur á árinu 2014, alls tæp­lega 40 þús­und manns, jók hreina eign sína um 142,2 millj­arða króna á því ári. Tæpur helm­ing­ur aukn­ingar á auði íslenskra heim­ila á síð­asta ári féll í skaut þessa hóps.

Tekju­hæsta tíund lands­manna, 19.711 manns, sá auð sinn vaxa um 88,2 millj­arða króna á árin­u 2014. Á sama tíma óx hrein eign þess helm­ings þjóð­ar­innar sem er með lægst­u ­tekj­urn­ar, alls um eitt hund­rað þús­und manns, um 72 millj­arða króna, eða 16,2 millj­arða króna minna en rík­asti hluti þjóð­ar­inn­ar.

Auk þess á rík­asta ­tí­und þjóð­ar­innar yfir helm­ing allra verð­bréfa, en virði þeirra í þess­ari ­sam­an­tekt er á nafn­virði. Mark­aðsvirði þeirra verð­bréfa, sem eru til dæm­is­ hluta­bréf í fyr­ir­tækjum lands­ins, er mun hærra en upp­gefið nafn­virði. Því er eigið fé þessa hóps, alls 19.711 ein­stak­linga, því lík­lega mun meira en töl­ur Hag­stofu Íslands gefa til kynna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None