Tekjur ríkasta prósents landsmanna jukust mest í fyrra

Ráðstöfunartekjur þeirra jukust um 9,6 prósent á árinu 2014. Fjármagnstekjur jukust um tæpan þriðjung hjá ríkustu tíund þjóðarinnar.

forsidumynd-4.jpg
Auglýsing

Það eitt pró­sent Íslend­inga sem var með hæstu tekj­urnar í fyrra jók ráð­stöf­un­ar­tekjur sínar mest á árinu, eða um 9,6 pró­sent. Til að telj­ast til efsta eins pró­sents­ins þurfa ráð­stöf­un­ar­tekju fram­telj­enda, ein­stak­linga eða sam­búð­ar­fólks, að vera yfir 20,6 millj­ónum króna á ári, eða um 1,7 millj­ónir króna á mán­uði. Næst mest aukn­ing var á meðal þeirra tíu pró­sent ­tekju­hæstu, en þar hækk­uðu tekj­urnar um 6,8 pró­sent í fyrra. Til að til­heyra þeim hópi þurfti að vera með árs­tekjur upp á 10,1 til 20,6 millj­ónir króna. Tekjur ann­arra tekju­hópa, 90 ­pró­sent lands­manna, hækk­uðu minna. Tekjur ann­arra tekju­hópa juk­ust að jafn­að­i um fimm til sex pró­sent. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Þar segir einnig að þegar rýnt er í hvað sé að baki ­tekju­aukn­ing­unni þá muni mest um fjár­magnstekjur hjá tekju­hæstu tíu ­pró­sent­un­um, en þær aukst um 31 pró­sent milli ára á sama tíma og þær dragast ­saman hjá öðrum tekju­hóp­um. Atvinnu­tekjur efsta hóps­ins hækk­a þó minna en slíkar tekjur hjá örðum hóp­um.

Auglýsing

Rík­asti hlut­inn fékk um helm­ing af auknum auði

Tekju­hæsti hóp­ur­inn er ekki ein­ungis að auka tekjur sín­ar hraðar en aðr­ir. Virði eigna hans hækkar einnig mikið á ár frá ári. Kjarn­inn ­greindi frá því í lok sept­em­ber að sá fimmt­ung­ur Ís­lend­inga sem hafði hæstar tekjur á árinu 2014, alls tæp­lega 40 þús­und manns, jók hreina eign sína um 142,2 millj­arða króna á því ári. Tæpur helm­ing­ur aukn­ingar á auði íslenskra heim­ila á síð­asta ári féll í skaut þessa hóps.

Tekju­hæsta tíund lands­manna, 19.711 manns, sá auð sinn vaxa um 88,2 millj­arða króna á árin­u 2014. Á sama tíma óx hrein eign þess helm­ings þjóð­ar­innar sem er með lægst­u ­tekj­urn­ar, alls um eitt hund­rað þús­und manns, um 72 millj­arða króna, eða 16,2 millj­arða króna minna en rík­asti hluti þjóð­ar­inn­ar.

Auk þess á rík­asta ­tí­und þjóð­ar­innar yfir helm­ing allra verð­bréfa, en virði þeirra í þess­ari ­sam­an­tekt er á nafn­virði. Mark­aðsvirði þeirra verð­bréfa, sem eru til dæm­is­ hluta­bréf í fyr­ir­tækjum lands­ins, er mun hærra en upp­gefið nafn­virði. Því er eigið fé þessa hóps, alls 19.711 ein­stak­linga, því lík­lega mun meira en töl­ur Hag­stofu Íslands gefa til kynna.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None