Samtökin Anonymous, lauslegt bandalag nafnlausra hakkara, hafa deild upplýsingum um þúsund meinta meðlimi Ku Klux Klan (KKK) samtakanna. Í tilkynningu frá Anonymous segir að nafnbirtingin sé liður í baráttunni gegn rasisma.
Samkvæmt frétt BBC um málið inniheldur listi hakkaranna upplýsingar um Facebook-síður og nöfn þeirra sem hafa gengið í eða líkað við síður tengdar KKK á Facebook og Google+. Hakkararnir viðurkenna að þeir hafi ekki brotist inn í neinar tölvur til þess að taka sama listann, heldur eingöngu notast við„mannlega greind“.
Anonymous hafa gert KKK lífið leitt síðan síðarnefndu samtökin hótuðu mótmælendum í borginni Ferguson, í Missouri ríki í Bandaríkjunum, ofbeldi. Mótmæli brutust þar út á ný í ágúst 2014 þegar ákæruvaldið tilkynnti að hvítur lögreglumaður sem skaut Michael Brown, svartan ungan mann, yrði ekki ákærður. Í nóvember 2014 tóku hakkarar Anonymous meðal annars niður vefsíður tengdar KKK auk þess tekið var yfir tvo aðganga á Twitter.