Eins og fram hefur komið, þá stefna stjórnvöld hér á landi að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, miðað við árið 1990, um 40 prósent fyrir 2030. Þetta er risavaxið verkefni og sem dæmi þá mun ekki duga til, að rafvæða bílaflotann á höfuðborgarsvæðinu og draga úr mengun fiskiskiptaflotans um helming. Meira þarf að koma til.
Stjórnvöld hafa kynnt markmið sitt en útfærð stefna er ekki ennþá komin fram. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, sem mun fara fyrir sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í París sem hefst í lok nóvember, segir að stefna og áætlun um þessi mál muni koma fram eftir tvær vikur. Spennandi verður að sjá hvað verður í þeim pakka.