365 miðlar hafa sagt sig úr akademíunni sem heldur Edduverðlaunin

brynja-1.jpg
Auglýsing

365 miðlar hafa sagt sig úr Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni (ÍKSA), sem halda hina árlegu Edduverðlaunahátíð. Þetta staðfestir Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍKSA/Eddunnar í samtali við Kjarnann.

Edduverðlaunin munu samt sem áður fara fram og hátíðin verður haldin um mánaðarmótin febrúar/mars 2016. Óvissa er um hvort 365 miðlar muni tilnefna efni sem fyrirtækið framleiðir innanhúss til Edduverðlaunanna en Brynhildur gerir ráð fyrir því að sjálfstæðir framleiðendur, sem framleiða efni sem sýnt er á stöðvum 365 miðla, muni halda áfram að tilnefna það til verðlaunanna. Á meðal þeirra er SagaFilm, sem framleiðir hina vinsælu þætti Rétt, sem sýndir eru á Stöð 2.

Kjarninn reyndi að ná sambandi við Sævar Frey Þráinsson, forstjóra 365 miðla, til að fá skýringar á því að fyrirtækið hafi sagt sig úr ÍKSA, en án árangurs.

Auglýsing

Stöð 2 vann engin verðlaun á síðustu hátíð

Edduverðlaunin voru síðast veitt 21. febrúar síðastliðinn. Sjónvarpað var beint frá viðburðinum á Stöð 2 og hitað var upp með beinni útsendingu frá rauða dreglinum, líkt og tíðkast á stærstu kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunahátíðum heims. Góður rómur var gerður af hátðinni, hún þótti skemmtileg og sérstaklega vel útfærð.

Það vakti hins vegar athygli að Stöð 2, stærsta einkarekna sjónvarpsstöð landsins, vann ekki ein einustu verðlaun. Mörg af helstu flaggskipum stöðvarinnar voru tilnefnd en ekkert þeirra hlaut náð fyrir augum akademíunnar. Eina verkið með tengingu við Stöð 2 sem vann til verðlauna var heimildarmyndin Höggið, sem var sýnd á stöðinni í janúar.

Mikið var lagt í verðlaunahátíðina í ár. Stöð 2 var meðal annars með beina útsendingu frá rauða dreglinum.

Sjónvarpsþættir og –fólk helsta samkeppnisaðila Stöðvar 2, RÚV, sópuðu hins vegar til sín verðlaunum. RÚV vann nánast alla flokka sem stöðin gat unnið. Ævar vísindamaður vann sem besta barna- og unglingaefni ársins, Landinn sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins, Hraunið sem leikið sjónvarpsefni ársins, Hæpið sem lífstílsþáttur ársins, Vesturfarar sem menningarþáttur ársins, Orðbragð sem skemmtiþáttur ársins og Brynja Þorgeirsdóttir frá RÚV var valin sjónvarpsmaður ársins. Þá fékk Ómar Ragnarsson, sem undanfarin ár hefur unnið fyrir RÚV, heiðursverðlaun Eddunnar árið 2015.

Kvikmyndin Vonarstræti sópaði síðan til sín kvikmyndaverðlaunum Eddunnar 2015. Alls fékk hún tólf verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu. Báðir aðalleikararnir í Vonarstræti, þau Þorsteinn Bachmann og Hera Hilmarsdóttir hlutu Eddustyttuna. Edduna fyrir aukahlutverk fengu þau Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni París norðursins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None