365 miðlar hafa sagt sig úr akademíunni sem heldur Edduverðlaunin

brynja-1.jpg
Auglýsing

365 miðlar hafa sagt sig úr Íslensku kvik­mynda- og ­sjón­varps­aka­dem­í­unni (ÍK­SA), sem halda hina árlegu Eddu­verð­launa­há­tíð. Þetta ­stað­festir Bryn­hildur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ÍKSA/Edd­unnar í sam­tali við Kjarn­ann.

Eddu­verð­launin munu samt sem áður fara fram og hátíð­in verður haldin um mán­að­ar­mótin febr­ú­ar/mars 2016. Óvissa er um hvort 365 miðl­ar muni til­nefna efni sem fyr­ir­tækið fram­leiðir inn­an­húss til Eddu­verð­laun­anna en Bryn­hildur gerir ráð fyrir því að sjálf­stæðir fram­leið­end­ur, sem fram­leiða efn­i ­sem sýnt er á stöðvum 365 miðla, muni halda áfram að til­nefna það til verð­laun­anna. Á meðal þeirra er SagaFilm, sem fram­leiðir hina vin­sælu þætti Rétt, sem ­sýndir eru á Stöð 2.

Kjarn­inn reyndi að ná sam­bandi við Sævar Frey ­Þrá­ins­son, for­stjóra 365 miðla, til að fá skýr­ingar á því að fyr­ir­tækið hafi ­sagt sig úr ÍKSA, en án árang­urs.

Auglýsing

Stöð 2 vann engin verð­laun á síð­ustu hátíð

Eddu­verð­launin voru síð­ast veitt 21. febr­úar síð­ast­lið­inn. ­Sjón­varpað var beint frá við­burð­inum á Stöð 2 og hitað var upp með beinn­i út­send­ingu frá rauða dregl­in­um, líkt og tíðkast á stærstu kvik­mynda- og sjón­varps­verð­launa­há­tíð­u­m heims. Góður rómur var gerður af hátð­inni, hún þótti skemmti­leg og sér­stak­lega vel útfærð.

Það vakti hins ­vegar athygli að Stöð 2, stærsta einka­rekna sjón­varps­stöð lands­ins, vann ekki ein ein­ustu verð­laun. Mörg af helstu flagg­skipum stöðv­ar­innar voru til­nefnd en ekk­ert þeirra hlaut náð fyrir augum aka­dem­í­unn­ar. Eina verkið með teng­ing­u við Stöð 2 sem vann til verð­launa var heim­ild­ar­myndin Högg­ið, sem var sýnd á stöð­inni í jan­ú­ar.

Mikið var lagt í verðlaunahátíðina í ár. Stöð 2 var meðal annars með beina útsendingu frá rauða dreglinum.

Sjón­varps­þættir og –­fólk helsta sam­keppn­is­að­ila Stöðvar 2, RÚV, sóp­uðu hins vegar til sín verð­laun­um. RÚV vann nán­ast alla flokka sem stöðin gat unn­ið. Ævar vís­inda­mað­ur­ vann sem besta barna- og ung­linga­efni árs­ins, Land­inn sem frétta- eða við­tals­þáttur árs­ins, Hraunið sem leikið sjón­varps­efni árs­ins, Hæpið sem lífstíls­þáttur árs­ins, Vest­ur­farar sem menn­ing­ar­þáttur árs­ins, Orð­bragð sem ­skemmti­þáttur árs­ins og Brynja Þor­geirs­dóttir frá RÚV var valin sjón­varps­mað­ur­ árs­ins. Þá fékk Ómar Ragn­ars­son, sem und­an­farin ár hefur unnið fyrir RÚV, heið­ursverð­laun Edd­unnar árið 2015.

Kvik­mynd­in Von­ar­stræti sóp­aði síðan til sín kvik­mynda­verð­launum Edd­unnar 2015. Alls fékk hún tólf verð­laun, með­al­ ann­ars sem kvik­mynd árs­ins, fyrir leik­stjórn, hand­rit, kvik­mynda­töku og ­klipp­ingu. Báðir aðal­leik­ar­arnir í Von­ar­stræti, þau Þor­steinn Bach­mann og Hera Hilm­ars­dóttir hlutu Eddu­stytt­una. Edd­una fyrir auka­hlut­verk fengu þau Helgi Björns­son og Nanna Kristín Magn­ús­dóttir fyrir hlut­verk sín í kvik­mynd­inn­i París norð­urs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None