365 miðlar hafa sagt sig úr akademíunni sem heldur Edduverðlaunin

brynja-1.jpg
Auglýsing

365 miðlar hafa sagt sig úr Íslensku kvik­mynda- og ­sjón­varps­aka­dem­í­unni (ÍK­SA), sem halda hina árlegu Eddu­verð­launa­há­tíð. Þetta ­stað­festir Bryn­hildur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ÍKSA/Edd­unnar í sam­tali við Kjarn­ann.

Eddu­verð­launin munu samt sem áður fara fram og hátíð­in verður haldin um mán­að­ar­mótin febr­ú­ar/mars 2016. Óvissa er um hvort 365 miðl­ar muni til­nefna efni sem fyr­ir­tækið fram­leiðir inn­an­húss til Eddu­verð­laun­anna en Bryn­hildur gerir ráð fyrir því að sjálf­stæðir fram­leið­end­ur, sem fram­leiða efn­i ­sem sýnt er á stöðvum 365 miðla, muni halda áfram að til­nefna það til verð­laun­anna. Á meðal þeirra er SagaFilm, sem fram­leiðir hina vin­sælu þætti Rétt, sem ­sýndir eru á Stöð 2.

Kjarn­inn reyndi að ná sam­bandi við Sævar Frey ­Þrá­ins­son, for­stjóra 365 miðla, til að fá skýr­ingar á því að fyr­ir­tækið hafi ­sagt sig úr ÍKSA, en án árang­urs.

Auglýsing

Stöð 2 vann engin verð­laun á síð­ustu hátíð

Eddu­verð­launin voru síð­ast veitt 21. febr­úar síð­ast­lið­inn. ­Sjón­varpað var beint frá við­burð­inum á Stöð 2 og hitað var upp með beinn­i út­send­ingu frá rauða dregl­in­um, líkt og tíðkast á stærstu kvik­mynda- og sjón­varps­verð­launa­há­tíð­u­m heims. Góður rómur var gerður af hátð­inni, hún þótti skemmti­leg og sér­stak­lega vel útfærð.

Það vakti hins ­vegar athygli að Stöð 2, stærsta einka­rekna sjón­varps­stöð lands­ins, vann ekki ein ein­ustu verð­laun. Mörg af helstu flagg­skipum stöðv­ar­innar voru til­nefnd en ekk­ert þeirra hlaut náð fyrir augum aka­dem­í­unn­ar. Eina verkið með teng­ing­u við Stöð 2 sem vann til verð­launa var heim­ild­ar­myndin Högg­ið, sem var sýnd á stöð­inni í jan­ú­ar.

Mikið var lagt í verðlaunahátíðina í ár. Stöð 2 var meðal annars með beina útsendingu frá rauða dreglinum.

Sjón­varps­þættir og –­fólk helsta sam­keppn­is­að­ila Stöðvar 2, RÚV, sóp­uðu hins vegar til sín verð­laun­um. RÚV vann nán­ast alla flokka sem stöðin gat unn­ið. Ævar vís­inda­mað­ur­ vann sem besta barna- og ung­linga­efni árs­ins, Land­inn sem frétta- eða við­tals­þáttur árs­ins, Hraunið sem leikið sjón­varps­efni árs­ins, Hæpið sem lífstíls­þáttur árs­ins, Vest­ur­farar sem menn­ing­ar­þáttur árs­ins, Orð­bragð sem ­skemmti­þáttur árs­ins og Brynja Þor­geirs­dóttir frá RÚV var valin sjón­varps­mað­ur­ árs­ins. Þá fékk Ómar Ragn­ars­son, sem und­an­farin ár hefur unnið fyrir RÚV, heið­ursverð­laun Edd­unnar árið 2015.

Kvik­mynd­in Von­ar­stræti sóp­aði síðan til sín kvik­mynda­verð­launum Edd­unnar 2015. Alls fékk hún tólf verð­laun, með­al­ ann­ars sem kvik­mynd árs­ins, fyrir leik­stjórn, hand­rit, kvik­mynda­töku og ­klipp­ingu. Báðir aðal­leik­ar­arnir í Von­ar­stræti, þau Þor­steinn Bach­mann og Hera Hilm­ars­dóttir hlutu Eddu­stytt­una. Edd­una fyrir auka­hlut­verk fengu þau Helgi Björns­son og Nanna Kristín Magn­ús­dóttir fyrir hlut­verk sín í kvik­mynd­inn­i París norð­urs­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None