Landsbankinn hagnaðist um 12 milljarða á þremur mánuðum

Landsbankinn bakfærði varúðarniðurfærslu vegna gengislána á ársfjórðungnum. Hagnaður vegna hennar var 6,8 milljaðar.

Landsbankinn
Auglýsing

Landsbankinn hagnaðist um 12 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Bakfærð varúðarfærsla vegna gengislána til fyrirtækja skýrir 6,8 milljarða króna af hagnaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna níu mánaða uppgjörs ríkisbankans. Alls nemur hagnaður Landsbankans frá ársbyrjun og út septembermánuð 24,4 milljörðum króna. Eigið fé hans er nú 252,2 milljarðar króna.

Íslenska ríkið á Landsbankann að mestu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016 stendur til að íslenska ríkið selji 30 prósent hlut í Landsbankanum á næsta ári. Samhliða stendur til að skrá Landsbankann aftur á hlutabréfamarkað, en forveri hans var skráður þar áður en hann fór á hliðina í október 2008.

Í fjárlagafrumvarpinu er reiknað með að um 71 milljarður króna fáist fyrir 30 prósent hlutinn. Miðað við það verð má ætla að markaðsvirði bankans sé um 237 milljarðar króna að mati stjórnvalda. Eigið fé Landsbankans í lok september var 252,2 milljarðar króna.

Auglýsing

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir afkomuna á fyrstu níu mánuðum ársins vera góða, og betri en á sama tíma í fyrra. "Arðsemi eiginfjár eftir skatta er 13,5% og fjárhagslegur styrkur bankans er mikill. Á 3. ársfjórðungi munar mikið um áhrif af dómum Hæstaréttar í málum nr. 34/2015 og 35/2015 sem vörðuðu ágreining um gengislán til stærri fyrirtækja. Vegna fordæmisgildis dómanna bakfærir bankinn varúðarfærslu frá 2012 sem hefur jákvæð afkomuáhrif upp á 6,8 milljarða króna, eftir skatta.

Rekstur bankans heldur áfram að batna. Kostnaðarhlutfall er hagstætt, eða 45,7%. Tekjur hafa aukist vegna vaxandi umsvifa og hagstæðra aðstæðna í hagkerfinu og aðhaldsaðgerðir hafa skilað árangri. Samþætting Sparisjóðs Norðurlands við bankann gengur vel.

Fjármögnun bankans hefur styrkst verulega undanfarið með útgáfu skuldabréfa á erlendum fjármálamarkaði. Þá hafa innlán og útlán aukist töluvert. Búast má við að nokkuð hægi á útlánavexti á næstu mánuðum og að innlán minnki í kjölfar samþykkis nauðasamninga hinna föllnu fjármálafyrirtækja og skrefa sem verða stigin í átt að afnámi fjármagnshafta. Vegna þessa má búast við að efnahagsreikningur Landsbankans minnki um allt að 10%. Bankinn leggur mikla áherslu á sterka lausafjárstöðu og er því vel undirbúinn fyrir þessar breytingar.

Við í Landsbankanum lítum björtum augum til framtíðar. Við höfum mótað okkur skýra stefnu sem mun skapa bankanum enn sterkari samkeppnisstöðu, viðskiptavinum og hluthöfum til góða.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None