Breska stofnunin Legatum birti í vikunni uppfærðan lista yfir velmegun landa heimsins. Eins og greint var frá á fréttasíðu RÚV þá er Ísland í 12. sæti listans en Noregur skipar efsta sætið, sjöunda árið í röð.
Fréttasíðan Business Insider hefur birt umfjöllun um þau lönd sem skipa neðstu sætin á velmegunarlistanum. Við niðurröðun notast Legatum við alls 89 mismunandi breytur til að fanga stöðu velmegunar í hverju landi, allt frá atvinnuleysistölum til persónulegra spurningalista um pólítískt frelsi þegna landsins. Löndin neðst á listanum eru, samkvæmt mælingum bresku stofnunarinnar, þau óhamingjusömustu, fátækustu, óheilbrigðustu og hættulegustu í heiminum í dag.
Annað árið í röð er Mið-Afríkulýðveldið (CAR) neðst á lista. Í þremur af átta flokkum listans skoraði landið minnst allra, í frumkvöðlastarfsemi og tækifærum, menntun, og heilsu.
Listann má sjá hér:
22. Máritanía
21. Malaví
20. Írak
19. Sierra Leone
18. Nígería
17. Kongó
16. Eþíópía
15. Zimbabwe
14. Tógó
13. Pakistan
12. Gínea
11. Líbería
10. Angóla
9. Súdan
8. Jemen
7. Sýrland
6. Vestur-Kongí
5. Búrúndí
4. Tsjad
3. Haítí
2. Afganistan
1.Mið-Afríkulýðveldið