Sveitarfélög gætu átt erfiða tíma framundan þegar horft er til grunnrekstrarins. Ástæðurnar eru meðal annars vaxandi fjármagnskostnaður vegna vaxtahækkana, og síðan hækkandi launakostnaður. Hjá flestum sveitarfélögum er launakostnaður stór hluti af heildar kostnaði og því gefur auga leið að skörp hækkun launa, eins og samið hefur verið um, getur sett sveitarfélög í töluverð vandræði.
Meðal stétta innan sveitarfélaga sem nú eru að hækka töluvert í launum eru kennarar og mun það vafalítið hafa áhrif á rekstur sveitarfélaga. Kennarar eiga skilið að fá góð laun, og hærri en þau sem nú hefur verið samið um. En í þessu sem öðru þarf að sníða sér stakk eftir vexti, og það væri vond niðurstaða fyrir alla, ef miklar launahækkanir myndu leiða til þess að þjónusta í skólum myndi versna.
Meðal stétta innan sveitarfélaga sem nú eru að hækka töluvert í launum eru kennarar og mun það vafalítið hafa áhrif á rekstur sveitarfélaga. Kennarar eiga skilið að fá góð laun, og hærri en þau sem nú hefur verið samið um. En í þessu sem öðru þarf að sníða sér stakk eftir vexti, og það væri vond niðurstaða fyrir alla, ef miklar launahækkanir myndu leiða til þess að þjónusta í skólum myndi versna.
Það er raunveruleg hætta á því að það geti gerst. Vonandi verða stjórnmálamenn tilbúnir að horfast í augu við þessa stöðu og grípa til viðeigandi ráðstafana. Því fyrr því betra.