Hækkun á olíuverði gæti „dregið tjöldin frá" og hleypt upp verðbólgu á Íslandi

Þórarinn
Auglýsing

Einn stærsti óvissu­þátt­ur­inn varð­andi verð­bólgu­þróun á Ís­landi er þróun á olíu- og hrá­vöru­verði á heims­mark­aði, að sögn Þór­ar­ins G. Pét­urs­son­ar, að­al­hag­fræð­ings Seðla­banka Íslands. Hann ótt­ast að dragi úr þeirri miklu verð­lækk­un ­sem verið hefur á olíu und­an­farið „þótt ekki væri annað en að þetta fari að hætta að lækka, þá drag­ist tjöldin frá og við sitjum uppi með þennan vax­and­i inn­lenda verð­bólgu­þrýst­ing. Fari þetta í fyrra horf þá myndi það ger­ast enn­þá hrað­ar. Þetta er í mínum huga nokur áhættu­þátt­ur.“ Þetta kom fram í máli Þór­ar­ins á opnum fundi í efna­hags- og við­skipta­nefnd þar sem pen­inga­stefnu­nefnd ­Seðla­banka Íslands gaf skýrslu. 

Ásamt Þór­arni sátu Már Guð­munds­son ­seðla­banka­stjóri og Katrín Ólafs­dótt­ir, ­lektor í hag­fræði við Háskól­ann í Reykja­vík og pen­inga­stefnu­nefnd­ar­mað­ur.

Mikil inn­lend verð­bólga

Seðla­banki Íslands­ hækk­aði stýri­vexti sína um 0,25 pró­sent 4. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Þeir eru nú 5,75 pró­sent og var um að ræða þriðju stýri­vaxta­hækkun bank­ans á þessu ári. Stýri­vextir eru helsta tæki Seðla­banka Ís­lands til þess að halda verð­bólgu í skefj­um. Ef þensla er í sam­fé­lag­inu og verð­bólgan há, þá hækkar Seðla­bank­inn stýr­ir­vext­ina.

Auglýsing

Verð­bólga hef­ur hins vegar ekki verið há und­an­far­ið. Þvert á móti hefur verð­bólga verið und­ir­ 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­bank­ans í næstum tvö ár. Ráð­andi þáttur í því er að inn­flutt verð­bólga hefur dreg­ist mjög skarp sam­an. Inn­lend verð­bólga er hins ­vegar á bil­inu fjögur til fimm pró­sent.

Í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands, sem birt voru sam­hliða ­síð­ustu vaxta­á­kvörð­un, er fjallað um hvað valdi því að vextir séu hækk­að­ir ­þrátt fyrir að verð­bólga sé lág. Þar segir m.a.: „Sam­setn­ing verð­bólg­unnar minnir þó tölu­vert á stöð­una á árunum 2003-2005 þegar mæld verð­bólga var lítil m.a. vegna þess að ­gengi krón­unnar hækk­aði og inn­flutt verð­bólga var lítil á sama tíma og inn­lendur verð­bólgu­þrýst­ing­ur, sem kom m.a. fram í miklum hækk­unum á hús­næð­is­verði, var tölu­verð­ur. Þegar gengi krón­unnar gaf eftir árið 2006 jókst verð­bólga hratt. Í ljósi mik­ils verð­bólgu­þrýst­ings frá vinnu­mark­aði núna og ­vax­andi fram­leiðslu­spennu í þjóð­ar­bú­skapnum eru því nokkrar líkur á að mæld verð­bólga end­ur­spegli ekki að fullu þann und­ir­liggj­andi verð­bólgu­þrýst­ing sem er fyrir hendi. Horfur eru því á að verð­bólga auk­ist á ný þegar áhrif lækk­un­ar al­þjóð­legs vöru­verðs fjara út.“

Heims­mark­aðs­verð hefur lækkað um 60 pró­sent

Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur hríð­fallið frá því um mitt ár 2014. Í júní 2014 kost­aði tunna af Brent-olíu 115,9 dali. Í dag ­kostar hún um 47,3 dali, og hefur því lækkað um 60 pró­sent. 

Þór­ar­inn ­sagði á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar í morgun að olíu- og hrá­vöru­verð væri einn af stærstu óvissu­þátt­unum í verð­bólgu­þróun og lyk­il­at­riði í að skilja hana. „Ég ótt­ast að fari þetta að breytast, þótt ekki væri annað en að þetta fari að hætta að lækka, þá drag­ist tjöldin frá og við sitjum uppi með þenn­an ­vax­andi inn­lenda verð­bólgu­þrýst­ing. Fari þetta í fyrra horf þá myndi það ger­ast ennþá hrað­ar. Þetta er í mínum huga nokkur áhættu­þátt­ur.“ Hann sagði einnig að það væri ekki úti­lokað að verðið á olíu- og hrá­vöru­mörk­uðum haldi áfram að ­lækka, þótt það muni lík­lega ekki lækka jafn mikið og það hefur verið að ger­a. ­Þróun í Kína gæti leitt til þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None