Vigdís vill vita hvort „rafrænn útbúnaður“ sé notaður til að mæla fylgi flokka og andstöðu við ESB

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, vill vita hvort að raf­rænn útbún­aður sé not­aður „við skoð­ana­kann­anir sem varða fylgi stjórn­mála­flokka og önnur álita­efni, svo sem and­stöðu við Evr­ópu­sam­band­ið.“ Þetta kemur fram í fyr­ir­spurn hennar til Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem lögð var fram á þingi í dag. 

Vig­dís spyr Ragn­heiði Elínu um raf­rænar mæl­ingar á fjöl­miðla­notkun og um skoð­ana­kann­anir. Hún vill vita á hvaða grunni Capacent ann­ars vegar og fjöl­miðla­fyr­ir­tækin RÚV, 365 og Skjár­inn hins veg­ar, fengu und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum til þess að mæla fjöl­miðla­notkun með raf­rænum útbún­aði og hvort und­an­þágan er enn í gild­i. 

Þá vill Vig­dís vita hvernig mæl­ing­arnar fara fram. „Er val­inn hópur sem er for­kann­aður og ef svo er, hver velur hann?“ Og að lokum vill hún vita hvort þessi sami háttur er hafður á þegar kannað er fylgi stjórn­mála­flokka og önnur álita­efni eins og and­stöðu við Evr­ópu­sam­band­ið. 

Auglýsing

Útvarp Saga kvart­aði 

Í úrskurði um málið á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins má sjá að Sam­keppn­is­eft­ir­litið veitti sam­starf­inu milli ljós­vaka­miðl­anna og Capacent und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum í des­em­ber 2008. Þar kom fram að und­an­þágan væri bundin við sama tíma og gild­is­tími samn­ings­ins sem fyr­ir­tækin höfðu gert sín á milli, eða til 2. apríl 2013. 

Í úrskurð­inum má líka lesa um ástæður þess að und­an­þágan frá sam­keppn­is­lögum var veitt. Þar stendur meðal ann­ars að það séu „neyt­end­ur af marg­vís­legum toga sem hafa af því mikla hags­muni að fyrir liggi og unnt sé að afla sem áreið­an­leg­astra upp­lýs­inga um hlustun og áhorf á íslenska ljós­vaka­miðla. Verður að telja sam­starf um raf­rænar mæl­ingar með hinni nýju tækni til þess ­fallið að bæta þjón­ustu, bæði fjöl­miðl­anna og þeirra sem reiða sig á nið­ur­stöð­ur­ ­fjöl­miðla­mæl­inga og þar með stuðla að efna­hags­legum fram­för­u­m.“ 

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sama mál frá því í maí í fyrra kemur fram að Capacent fall­ist þá á að hlíta enn ítar­legri skil­yrðum við fram­kvæmd mæl­inga til að auð­velda aðkomu nýrra og minni ljós­vaka­miðla. Kvart­anir höfðu borist um málið frá Útvarpi Sögu árið 2010 sem varð til þess að eft­ir­litið fór að skoða málið frek­ar. Gamla Capacent fór svo í þrot árið 2011 og nýja félagið gerði tví­hliða samn­inga við fjöl­miðl­ana, sem áttu þannig ekki lengur í sam­starfi um mæl­ing­arn­ar.

Mæl­arnir eru raf­tæki sem nema falið hljóð­merki

Í sama úrskurði má einnig lesa svör við spurn­ingum Vig­dísar um tækn­ina sem notuð er við mæl­ingar á notkun þess­ara fjöl­miðla og hvernig mæl­ing­arnar fara fram. Mæl­ingin er gerð með svoköll­uðum ppm mælum sem ein­stak­lingar í úrtaki bera á sér. Mæl­arnir eru lítil raf­tæki sem nema sér­stakt falið hljóð­merki sem er komið fyrir í útsend­ingu þeirra útvarps- og sjón­varps­stöðva sem taka þátt í mæl­ing­unni. Í lok hvers dags eru upp­lýs­ingar sendar í mið­læga tölvu Capacent. Þetta er hinn raf­ræni útbún­aður sem not­ast er við. 

Hvað varðar aðferða­fræð­ina byrjar fyr­ir­tækið á því að gera for­könnun hjá stórum hópi al­menn­ings á notkun ljós­vaka­miðla. „Í kjöl­farið byggir Capacent upp og við­heldur hópi þátt­tak­enda sem á að end­ur­spegla almenn­ing í land­inu m.t.t. ljós­vaka­miðla­notk­un­ar. Ým­issa upp­lýs­inga er aflað í for­könnun og upp­færslukönn­unum Capacent m.a. ­upp­lýs­ingar um fjöl­skyldu­mynstur, áskriftir að fjöl­miðl­um, lýð­fræði­legar upp­lýs­ingar o.fl. ­Með for­könn­un­inni leit­ast Capacent við að tryggja að í úrtak­inu, sem mun bera á sér hina ra­f­rænu mæla, sé jafnt hlut­fall heim­ila af ákveð­inni gerð og í þýð­inu (þ.e. stað­setn­ing, ­fjöldi á heim­ili, aldur o.s.frv.).“ 

Eftir að starfs­menn á rann­sókn­ar­sviði Capacent keyptu þann hluta fyr­ir­tæk­is­ins í byrjun þessa árs var nafni rann­sókn­ar­sviðs­ins breytt í Gallup. Fjöl­miðla­rann­sókn­irnar eru undir þeim hatti nú. Gallup gerir einnig kann­anir á fylgi flokka og ýmsu öðru, og hægt er að lesa um aðferða­fræð­ina við þær kann­anir á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins. Þar er ekki not­ast við raf­rænan útbún­að, og ekki heldur hjá MMR, sem einnig kannar fylgi flokka reglu­lega. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None