Vigdís vill vita hvort „rafrænn útbúnaður“ sé notaður til að mæla fylgi flokka og andstöðu við ESB

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, vill vita hvort að raf­rænn útbún­aður sé not­aður „við skoð­ana­kann­anir sem varða fylgi stjórn­mála­flokka og önnur álita­efni, svo sem and­stöðu við Evr­ópu­sam­band­ið.“ Þetta kemur fram í fyr­ir­spurn hennar til Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem lögð var fram á þingi í dag. 

Vig­dís spyr Ragn­heiði Elínu um raf­rænar mæl­ingar á fjöl­miðla­notkun og um skoð­ana­kann­anir. Hún vill vita á hvaða grunni Capacent ann­ars vegar og fjöl­miðla­fyr­ir­tækin RÚV, 365 og Skjár­inn hins veg­ar, fengu und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum til þess að mæla fjöl­miðla­notkun með raf­rænum útbún­aði og hvort und­an­þágan er enn í gild­i. 

Þá vill Vig­dís vita hvernig mæl­ing­arnar fara fram. „Er val­inn hópur sem er for­kann­aður og ef svo er, hver velur hann?“ Og að lokum vill hún vita hvort þessi sami háttur er hafður á þegar kannað er fylgi stjórn­mála­flokka og önnur álita­efni eins og and­stöðu við Evr­ópu­sam­band­ið. 

Auglýsing

Útvarp Saga kvart­aði 

Í úrskurði um málið á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins má sjá að Sam­keppn­is­eft­ir­litið veitti sam­starf­inu milli ljós­vaka­miðl­anna og Capacent und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum í des­em­ber 2008. Þar kom fram að und­an­þágan væri bundin við sama tíma og gild­is­tími samn­ings­ins sem fyr­ir­tækin höfðu gert sín á milli, eða til 2. apríl 2013. 

Í úrskurð­inum má líka lesa um ástæður þess að und­an­þágan frá sam­keppn­is­lögum var veitt. Þar stendur meðal ann­ars að það séu „neyt­end­ur af marg­vís­legum toga sem hafa af því mikla hags­muni að fyrir liggi og unnt sé að afla sem áreið­an­leg­astra upp­lýs­inga um hlustun og áhorf á íslenska ljós­vaka­miðla. Verður að telja sam­starf um raf­rænar mæl­ingar með hinni nýju tækni til þess ­fallið að bæta þjón­ustu, bæði fjöl­miðl­anna og þeirra sem reiða sig á nið­ur­stöð­ur­ ­fjöl­miðla­mæl­inga og þar með stuðla að efna­hags­legum fram­för­u­m.“ 

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sama mál frá því í maí í fyrra kemur fram að Capacent fall­ist þá á að hlíta enn ítar­legri skil­yrðum við fram­kvæmd mæl­inga til að auð­velda aðkomu nýrra og minni ljós­vaka­miðla. Kvart­anir höfðu borist um málið frá Útvarpi Sögu árið 2010 sem varð til þess að eft­ir­litið fór að skoða málið frek­ar. Gamla Capacent fór svo í þrot árið 2011 og nýja félagið gerði tví­hliða samn­inga við fjöl­miðl­ana, sem áttu þannig ekki lengur í sam­starfi um mæl­ing­arn­ar.

Mæl­arnir eru raf­tæki sem nema falið hljóð­merki

Í sama úrskurði má einnig lesa svör við spurn­ingum Vig­dísar um tækn­ina sem notuð er við mæl­ingar á notkun þess­ara fjöl­miðla og hvernig mæl­ing­arnar fara fram. Mæl­ingin er gerð með svoköll­uðum ppm mælum sem ein­stak­lingar í úrtaki bera á sér. Mæl­arnir eru lítil raf­tæki sem nema sér­stakt falið hljóð­merki sem er komið fyrir í útsend­ingu þeirra útvarps- og sjón­varps­stöðva sem taka þátt í mæl­ing­unni. Í lok hvers dags eru upp­lýs­ingar sendar í mið­læga tölvu Capacent. Þetta er hinn raf­ræni útbún­aður sem not­ast er við. 

Hvað varðar aðferða­fræð­ina byrjar fyr­ir­tækið á því að gera for­könnun hjá stórum hópi al­menn­ings á notkun ljós­vaka­miðla. „Í kjöl­farið byggir Capacent upp og við­heldur hópi þátt­tak­enda sem á að end­ur­spegla almenn­ing í land­inu m.t.t. ljós­vaka­miðla­notk­un­ar. Ým­issa upp­lýs­inga er aflað í for­könnun og upp­færslukönn­unum Capacent m.a. ­upp­lýs­ingar um fjöl­skyldu­mynstur, áskriftir að fjöl­miðl­um, lýð­fræði­legar upp­lýs­ingar o.fl. ­Með for­könn­un­inni leit­ast Capacent við að tryggja að í úrtak­inu, sem mun bera á sér hina ra­f­rænu mæla, sé jafnt hlut­fall heim­ila af ákveð­inni gerð og í þýð­inu (þ.e. stað­setn­ing, ­fjöldi á heim­ili, aldur o.s.frv.).“ 

Eftir að starfs­menn á rann­sókn­ar­sviði Capacent keyptu þann hluta fyr­ir­tæk­is­ins í byrjun þessa árs var nafni rann­sókn­ar­sviðs­ins breytt í Gallup. Fjöl­miðla­rann­sókn­irnar eru undir þeim hatti nú. Gallup gerir einnig kann­anir á fylgi flokka og ýmsu öðru, og hægt er að lesa um aðferða­fræð­ina við þær kann­anir á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins. Þar er ekki not­ast við raf­rænan útbún­að, og ekki heldur hjá MMR, sem einnig kannar fylgi flokka reglu­lega. 

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None