Vigdís vill vita hvort „rafrænn útbúnaður“ sé notaður til að mæla fylgi flokka og andstöðu við ESB

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, vill vita hvort að raf­rænn útbún­aður sé not­aður „við skoð­ana­kann­anir sem varða fylgi stjórn­mála­flokka og önnur álita­efni, svo sem and­stöðu við Evr­ópu­sam­band­ið.“ Þetta kemur fram í fyr­ir­spurn hennar til Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem lögð var fram á þingi í dag. 

Vig­dís spyr Ragn­heiði Elínu um raf­rænar mæl­ingar á fjöl­miðla­notkun og um skoð­ana­kann­anir. Hún vill vita á hvaða grunni Capacent ann­ars vegar og fjöl­miðla­fyr­ir­tækin RÚV, 365 og Skjár­inn hins veg­ar, fengu und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum til þess að mæla fjöl­miðla­notkun með raf­rænum útbún­aði og hvort und­an­þágan er enn í gild­i. 

Þá vill Vig­dís vita hvernig mæl­ing­arnar fara fram. „Er val­inn hópur sem er for­kann­aður og ef svo er, hver velur hann?“ Og að lokum vill hún vita hvort þessi sami háttur er hafður á þegar kannað er fylgi stjórn­mála­flokka og önnur álita­efni eins og and­stöðu við Evr­ópu­sam­band­ið. 

Auglýsing

Útvarp Saga kvart­aði 

Í úrskurði um málið á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins má sjá að Sam­keppn­is­eft­ir­litið veitti sam­starf­inu milli ljós­vaka­miðl­anna og Capacent und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum í des­em­ber 2008. Þar kom fram að und­an­þágan væri bundin við sama tíma og gild­is­tími samn­ings­ins sem fyr­ir­tækin höfðu gert sín á milli, eða til 2. apríl 2013. 

Í úrskurð­inum má líka lesa um ástæður þess að und­an­þágan frá sam­keppn­is­lögum var veitt. Þar stendur meðal ann­ars að það séu „neyt­end­ur af marg­vís­legum toga sem hafa af því mikla hags­muni að fyrir liggi og unnt sé að afla sem áreið­an­leg­astra upp­lýs­inga um hlustun og áhorf á íslenska ljós­vaka­miðla. Verður að telja sam­starf um raf­rænar mæl­ingar með hinni nýju tækni til þess ­fallið að bæta þjón­ustu, bæði fjöl­miðl­anna og þeirra sem reiða sig á nið­ur­stöð­ur­ ­fjöl­miðla­mæl­inga og þar með stuðla að efna­hags­legum fram­för­u­m.“ 

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sama mál frá því í maí í fyrra kemur fram að Capacent fall­ist þá á að hlíta enn ítar­legri skil­yrðum við fram­kvæmd mæl­inga til að auð­velda aðkomu nýrra og minni ljós­vaka­miðla. Kvart­anir höfðu borist um málið frá Útvarpi Sögu árið 2010 sem varð til þess að eft­ir­litið fór að skoða málið frek­ar. Gamla Capacent fór svo í þrot árið 2011 og nýja félagið gerði tví­hliða samn­inga við fjöl­miðl­ana, sem áttu þannig ekki lengur í sam­starfi um mæl­ing­arn­ar.

Mæl­arnir eru raf­tæki sem nema falið hljóð­merki

Í sama úrskurði má einnig lesa svör við spurn­ingum Vig­dísar um tækn­ina sem notuð er við mæl­ingar á notkun þess­ara fjöl­miðla og hvernig mæl­ing­arnar fara fram. Mæl­ingin er gerð með svoköll­uðum ppm mælum sem ein­stak­lingar í úrtaki bera á sér. Mæl­arnir eru lítil raf­tæki sem nema sér­stakt falið hljóð­merki sem er komið fyrir í útsend­ingu þeirra útvarps- og sjón­varps­stöðva sem taka þátt í mæl­ing­unni. Í lok hvers dags eru upp­lýs­ingar sendar í mið­læga tölvu Capacent. Þetta er hinn raf­ræni útbún­aður sem not­ast er við. 

Hvað varðar aðferða­fræð­ina byrjar fyr­ir­tækið á því að gera for­könnun hjá stórum hópi al­menn­ings á notkun ljós­vaka­miðla. „Í kjöl­farið byggir Capacent upp og við­heldur hópi þátt­tak­enda sem á að end­ur­spegla almenn­ing í land­inu m.t.t. ljós­vaka­miðla­notk­un­ar. Ým­issa upp­lýs­inga er aflað í for­könnun og upp­færslukönn­unum Capacent m.a. ­upp­lýs­ingar um fjöl­skyldu­mynstur, áskriftir að fjöl­miðl­um, lýð­fræði­legar upp­lýs­ingar o.fl. ­Með for­könn­un­inni leit­ast Capacent við að tryggja að í úrtak­inu, sem mun bera á sér hina ra­f­rænu mæla, sé jafnt hlut­fall heim­ila af ákveð­inni gerð og í þýð­inu (þ.e. stað­setn­ing, ­fjöldi á heim­ili, aldur o.s.frv.).“ 

Eftir að starfs­menn á rann­sókn­ar­sviði Capacent keyptu þann hluta fyr­ir­tæk­is­ins í byrjun þessa árs var nafni rann­sókn­ar­sviðs­ins breytt í Gallup. Fjöl­miðla­rann­sókn­irnar eru undir þeim hatti nú. Gallup gerir einnig kann­anir á fylgi flokka og ýmsu öðru, og hægt er að lesa um aðferða­fræð­ina við þær kann­anir á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins. Þar er ekki not­ast við raf­rænan útbún­að, og ekki heldur hjá MMR, sem einnig kannar fylgi flokka reglu­lega. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None