Vigdís vill vita hvort „rafrænn útbúnaður“ sé notaður til að mæla fylgi flokka og andstöðu við ESB

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Auglýsing

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, vill vita hvort að rafrænn útbúnaður sé notaður „við skoðanakannanir sem varða fylgi stjórnmálaflokka og önnur álitaefni, svo sem andstöðu við Evrópusambandið.“ Þetta kemur fram í fyrirspurn hennar til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem lögð var fram á þingi í dag. 

Vigdís spyr Ragnheiði Elínu um rafrænar mælingar á fjölmiðlanotkun og um skoðanakannanir. Hún vill vita á hvaða grunni Capacent annars vegar og fjölmiðlafyrirtækin RÚV, 365 og Skjárinn hins vegar, fengu undanþágu frá samkeppnislögum til þess að mæla fjölmiðlanotkun með rafrænum útbúnaði og hvort undanþágan er enn í gildi. 

Þá vill Vigdís vita hvernig mælingarnar fara fram. „Er valinn hópur sem er forkannaður og ef svo er, hver velur hann?“ Og að lokum vill hún vita hvort þessi sami háttur er hafður á þegar kannað er fylgi stjórnmálaflokka og önnur álitaefni eins og andstöðu við Evrópusambandið. 

Auglýsing

Útvarp Saga kvartaði 

Í úrskurði um málið á vef Samkeppniseftirlitsins má sjá að Samkeppniseftirlitið veitti samstarfinu milli ljósvakamiðlanna og Capacent undanþágu frá samkeppnislögum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í desember 2008. Þar kom fram að undanþágan væri bundin við sama tíma og gildistími samningsins sem fyrirtækin höfðu gert sín á milli, eða til 2. apríl 2013. 

Í úrskurðinum má líka lesa um ástæður þess að undanþágan frá samkeppnislögum var veitt. Þar stendur meðal annars að það séu „neytendur af margvíslegum toga sem hafa af því mikla hagsmuni að fyrir liggi og unnt sé að afla sem áreiðanlegastra upplýsinga um hlustun og áhorf á íslenska ljósvakamiðla. Verður að telja samstarf um rafrænar mælingar með hinni nýju tækni til þess fallið að bæta þjónustu, bæði fjölmiðlanna og þeirra sem reiða sig á niðurstöður fjölmiðlamælinga og þar með stuðla að efnahagslegum framförum.“ 

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um sama mál frá því í maí í fyrra kemur fram að Capacent fallist þá á að hlíta enn ítarlegri skilyrðum við framkvæmd mælinga til að auðvelda aðkomu nýrra og minni ljósvakamiðla. Kvartanir höfðu borist um málið frá Útvarpi Sögu árið 2010 sem varð til þess að eftirlitið fór að skoða málið frekar. Gamla Capacent fór svo í þrot árið 2011 og nýja félagið gerði tvíhliða samninga við fjölmiðlana, sem áttu þannig ekki lengur í samstarfi um mælingarnar.

Mælarnir eru raftæki sem nema falið hljóðmerki

Í sama úrskurði má einnig lesa svör við spurningum Vigdísar um tæknina sem notuð er við mælingar á notkun þessara fjölmiðla og hvernig mælingarnar fara fram. Mælingin er gerð með svokölluðum ppm mælum sem einstaklingar í úrtaki bera á sér. Mælarnir eru lítil raftæki sem nema sérstakt falið hljóðmerki sem er komið fyrir í útsendingu þeirra útvarps- og sjónvarpsstöðva sem taka þátt í mælingunni. Í lok hvers dags eru upplýsingar sendar í miðlæga tölvu Capacent. Þetta er hinn rafræni útbúnaður sem notast er við. 

Hvað varðar aðferðafræðina byrjar fyrirtækið á því að gera forkönnun hjá stórum hópi almennings á notkun ljósvakamiðla. „Í kjölfarið byggir Capacent upp og viðheldur hópi þátttakenda sem á að endurspegla almenning í landinu m.t.t. ljósvakamiðlanotkunar. Ýmissa upplýsinga er aflað í forkönnun og uppfærslukönnunum Capacent m.a. upplýsingar um fjölskyldumynstur, áskriftir að fjölmiðlum, lýðfræðilegar upplýsingar o.fl. Með forkönnuninni leitast Capacent við að tryggja að í úrtakinu, sem mun bera á sér hina rafrænu mæla, sé jafnt hlutfall heimila af ákveðinni gerð og í þýðinu (þ.e. staðsetning, fjöldi á heimili, aldur o.s.frv.).“ 

Eftir að starfsmenn á rannsóknarsviði Capacent keyptu þann hluta fyrirtækisins í byrjun þessa árs var nafni rannsóknarsviðsins breytt í Gallup. Fjölmiðlarannsóknirnar eru undir þeim hatti nú. Gallup gerir einnig kannanir á fylgi flokka og ýmsu öðru, og hægt er að lesa um aðferðafræðina við þær kannanir á heimasíðu fyrirtækisins. Þar er ekki notast við rafrænan útbúnað, og ekki heldur hjá MMR, sem einnig kannar fylgi flokka reglulega. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None