Laugavegur lokaður bílum fyrir jólin

Neðri hlutar Laugavegs og Skólavörðustígs verða göngugötur fyrir jólin.
Neðri hlutar Laugavegs og Skólavörðustígs verða göngugötur fyrir jólin.
Auglýsing

Lokað verður fyrir bíla­um­ferð á neðri hluta Lauga­vegs og Skóla­vörðu­stígs um helgar í des­em­ber og alfarið frá 18. des­em­ber til aðfanga­dags. Umhverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti þetta í gær en málið bíður stað­fest­ingar borg­ar­ráðs. Borg­ar­ráð tekur málið til umfjöll­unar í næstu viku en í milli­tíð­inni verður hald­inn fundur með hags­muna­að­il­u­m. 

Fyr­ir­komu­lagið verður með sama hætti og göngu­götur í mið­borg­inni á sumr­in, og opið verður fyrir vöru­af­greiðslu á morgn­anna. 

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í umhverf­is- og skipu­lags­ráði, sat hjá við afgreiðslu máls­ins og gagn­rýndi það. „Þær við­vör­un­arraddir hafa heyrst frá kaup­mönnum að lokun Lauga­vegar á aðvent­unni muni draga úr versl­un. Sam­tök kaup­manna á svæð­inu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið hald­inn og er það mið­ur,“ sagði hann í bókun sinni um mál­ið. Stjórn­vald ætti ekki að taka ákvarð­anir sem hópur fólks telji vera íþyngj­andi, nema leitað sé eftir form­legu áliti og rök­semd­um. 

Auglýsing

Full­trúar meiri­hlut­ans í borg­inni sögðu þvert á móti að með því opnun göngugatna sé í þágu allrar starf­semi í mið­borg­inni. „Enda hefur nýleg könnun borg­ar­innar leitt í ljós að yfir­gnæf­andi meiri­hluti rekstr­ar­að­ila sé jákvæður fyrir göngu­götum á aðvent­unn­i.“ 

Júl­íus Víf­ill sagði að með þessu hafi meiri­hluti ráðs­ins við­ur­kenna skort á sam­ráði, en meiri­hlut­inn sagði að komið hafi verið til móts við áhyggjur um und­ir­bún­ings­tíma og fjölda opn­un­ar­daga. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None