Ekki ákveðið hvort sýknudómi í hópnauðgunarmáli verður áfrýjað

Saksóknari taldi það ekki forsvaranlegt að fella málið niður, heldur eðlilegt að það færi fyrir dómstóla

domstolar
Auglýsing

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort sýknu­dómi í hópnauðg­un­ar­máli, sem kveð­inn var upp í morg­un, verður áfrýj­að. Þetta kemur fram í máli Daða Krist­jáns­son­ar, sak­sókn­ara hjá rík­is­sak­sókn­ara, á mbl.­is. 

Fimm ungir menn voru sýkn­aðir af ákæru um hópnauðg­un, en einn þeirra var dæmdur fyrir að taka athæfið upp á mynd­band. Daði segir í sam­tali við mbl að málið sé ein­fald­lega þess eðils að mik­il­vægt sé að fara vel ofan í saumana á því. Emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara hafi talið eðli­legt og rétt að málið færi fyrir dóm­stóla, og að þeir tækju af skarið varð­andi sönnu­ar­mat. Ekki hafi verið talið for­svar­an­legt að fella það nið­ur. 

Dóm­ur­inn hefur nú verið birt­ur. Í honum kemur fram að dóm­ur­inn telji fram­burð allra mann­anna trú­verð­ugan og hver þeirra hafi „greint hrein­skiln­is­lega frá“ mál­inu. Hins vegar kemur fram í dómnum að hann telji vitn­is­burð stúlkunnar „um and­stöðu sína við því sem fram fór og hvernig hún kveðst hafa gefið ákærðu hana til kynna sé ótrú­verð­ug­ur.“ 

Auglýsing

Þá segir dóm­ur­inn að hvorki gögn um skoðun stúlkunnar á neyð­ar­mót­töku né önnur gögn máls­ins, styðji vitn­is­burð henn­ar. Þrjú vitni báru að hún hefði sagst ætla að segja um nauðgun að ræða ef mynd­bandið færi í dreif­ingu. Þá er það talið rýra trú­verð­ug­leika hennar að hafa rætt við einn hinna ákærðu á Face­book eftir atburð­inn, þar sem rætt var um að hún væri ósátt við upp­tök­una, en hún hafi ekki minnst á nauðg­un. 

Þá var notuð til sönn­unar upp­taka úr örygg­is­mynda­vél þar sem stúlkan sést fara úr hús­inu, og segir í dómnum að af upp­tök­unni verði „ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvar­lega broti sem lýst er í ákæru.“ 

Dóm­inn í heild sinni má lesa hér. 

Eins og fram hefur komið segir Sveinn Andri Sveins­son, lög­maður eins mann­anna, að það komi til greina að kæra stúlk­una fyrir rangar sak­ar­gift­ir. Sam­tökin Stíga­mót, sem starfa með og fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is, sendu frá sér yfir­lýs­ingu á Face­book í dag, meðal ann­ars í tengslum við dóm­inn. Þar kemur fram að nú sé svo komið að það sé ekki bara erfitt að mæla með því að fólk kæri kyn­ferð­is­of­beldi heldur sé nú svo komið að nær­tæk­ast sé að ráða fólki frá því að kæra. „Það er ekki bara von­lítið að ná fram rétt­læti, heldur á fólk á hættu að vera úthrópað glæpa­fólk. Það getur átt von á að vera kært fyrir falskar ásak­anir og þurfa þá að sanna það sem lög­regl­unni tekst oft­ast ekki að sanna, að nauðgun hafi átt sér stað. Í þá stöðu er ekki hægt að setja fólk og það er óvið­un­and­i.“ 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None