Ekki ákveðið hvort sýknudómi í hópnauðgunarmáli verður áfrýjað

Saksóknari taldi það ekki forsvaranlegt að fella málið niður, heldur eðlilegt að það færi fyrir dómstóla

domstolar
Auglýsing

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort sýknu­dómi í hópnauðg­un­ar­máli, sem kveð­inn var upp í morg­un, verður áfrýj­að. Þetta kemur fram í máli Daða Krist­jáns­son­ar, sak­sókn­ara hjá rík­is­sak­sókn­ara, á mbl.­is. 

Fimm ungir menn voru sýkn­aðir af ákæru um hópnauðg­un, en einn þeirra var dæmdur fyrir að taka athæfið upp á mynd­band. Daði segir í sam­tali við mbl að málið sé ein­fald­lega þess eðils að mik­il­vægt sé að fara vel ofan í saumana á því. Emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara hafi talið eðli­legt og rétt að málið færi fyrir dóm­stóla, og að þeir tækju af skarið varð­andi sönnu­ar­mat. Ekki hafi verið talið for­svar­an­legt að fella það nið­ur. 

Dóm­ur­inn hefur nú verið birt­ur. Í honum kemur fram að dóm­ur­inn telji fram­burð allra mann­anna trú­verð­ugan og hver þeirra hafi „greint hrein­skiln­is­lega frá“ mál­inu. Hins vegar kemur fram í dómnum að hann telji vitn­is­burð stúlkunnar „um and­stöðu sína við því sem fram fór og hvernig hún kveðst hafa gefið ákærðu hana til kynna sé ótrú­verð­ug­ur.“ 

Auglýsing

Þá segir dóm­ur­inn að hvorki gögn um skoðun stúlkunnar á neyð­ar­mót­töku né önnur gögn máls­ins, styðji vitn­is­burð henn­ar. Þrjú vitni báru að hún hefði sagst ætla að segja um nauðgun að ræða ef mynd­bandið færi í dreif­ingu. Þá er það talið rýra trú­verð­ug­leika hennar að hafa rætt við einn hinna ákærðu á Face­book eftir atburð­inn, þar sem rætt var um að hún væri ósátt við upp­tök­una, en hún hafi ekki minnst á nauðg­un. 

Þá var notuð til sönn­unar upp­taka úr örygg­is­mynda­vél þar sem stúlkan sést fara úr hús­inu, og segir í dómnum að af upp­tök­unni verði „ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvar­lega broti sem lýst er í ákæru.“ 

Dóm­inn í heild sinni má lesa hér. 

Eins og fram hefur komið segir Sveinn Andri Sveins­son, lög­maður eins mann­anna, að það komi til greina að kæra stúlk­una fyrir rangar sak­ar­gift­ir. Sam­tökin Stíga­mót, sem starfa með og fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is, sendu frá sér yfir­lýs­ingu á Face­book í dag, meðal ann­ars í tengslum við dóm­inn. Þar kemur fram að nú sé svo komið að það sé ekki bara erfitt að mæla með því að fólk kæri kyn­ferð­is­of­beldi heldur sé nú svo komið að nær­tæk­ast sé að ráða fólki frá því að kæra. „Það er ekki bara von­lítið að ná fram rétt­læti, heldur á fólk á hættu að vera úthrópað glæpa­fólk. Það getur átt von á að vera kært fyrir falskar ásak­anir og þurfa þá að sanna það sem lög­regl­unni tekst oft­ast ekki að sanna, að nauðgun hafi átt sér stað. Í þá stöðu er ekki hægt að setja fólk og það er óvið­un­and­i.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslensk heimili henda samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju
Samkvæmt rannsókn Umhverfisstofnunar er mikið um matarsóun hér á landi en einstaklingur á Íslandi sóar að meðaltali um 90 kg af mat árlega.
Kjarninn 2. apríl 2020
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
Kjarninn 2. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None