Ekki ákveðið hvort sýknudómi í hópnauðgunarmáli verður áfrýjað

Saksóknari taldi það ekki forsvaranlegt að fella málið niður, heldur eðlilegt að það færi fyrir dómstóla

domstolar
Auglýsing

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort sýknu­dómi í hópnauðg­un­ar­máli, sem kveð­inn var upp í morg­un, verður áfrýj­að. Þetta kemur fram í máli Daða Krist­jáns­son­ar, sak­sókn­ara hjá rík­is­sak­sókn­ara, á mbl.­is. 

Fimm ungir menn voru sýkn­aðir af ákæru um hópnauðg­un, en einn þeirra var dæmdur fyrir að taka athæfið upp á mynd­band. Daði segir í sam­tali við mbl að málið sé ein­fald­lega þess eðils að mik­il­vægt sé að fara vel ofan í saumana á því. Emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara hafi talið eðli­legt og rétt að málið færi fyrir dóm­stóla, og að þeir tækju af skarið varð­andi sönnu­ar­mat. Ekki hafi verið talið for­svar­an­legt að fella það nið­ur. 

Dóm­ur­inn hefur nú verið birt­ur. Í honum kemur fram að dóm­ur­inn telji fram­burð allra mann­anna trú­verð­ugan og hver þeirra hafi „greint hrein­skiln­is­lega frá“ mál­inu. Hins vegar kemur fram í dómnum að hann telji vitn­is­burð stúlkunnar „um and­stöðu sína við því sem fram fór og hvernig hún kveðst hafa gefið ákærðu hana til kynna sé ótrú­verð­ug­ur.“ 

Auglýsing

Þá segir dóm­ur­inn að hvorki gögn um skoðun stúlkunnar á neyð­ar­mót­töku né önnur gögn máls­ins, styðji vitn­is­burð henn­ar. Þrjú vitni báru að hún hefði sagst ætla að segja um nauðgun að ræða ef mynd­bandið færi í dreif­ingu. Þá er það talið rýra trú­verð­ug­leika hennar að hafa rætt við einn hinna ákærðu á Face­book eftir atburð­inn, þar sem rætt var um að hún væri ósátt við upp­tök­una, en hún hafi ekki minnst á nauðg­un. 

Þá var notuð til sönn­unar upp­taka úr örygg­is­mynda­vél þar sem stúlkan sést fara úr hús­inu, og segir í dómnum að af upp­tök­unni verði „ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvar­lega broti sem lýst er í ákæru.“ 

Dóm­inn í heild sinni má lesa hér. 

Eins og fram hefur komið segir Sveinn Andri Sveins­son, lög­maður eins mann­anna, að það komi til greina að kæra stúlk­una fyrir rangar sak­ar­gift­ir. Sam­tökin Stíga­mót, sem starfa með og fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is, sendu frá sér yfir­lýs­ingu á Face­book í dag, meðal ann­ars í tengslum við dóm­inn. Þar kemur fram að nú sé svo komið að það sé ekki bara erfitt að mæla með því að fólk kæri kyn­ferð­is­of­beldi heldur sé nú svo komið að nær­tæk­ast sé að ráða fólki frá því að kæra. „Það er ekki bara von­lítið að ná fram rétt­læti, heldur á fólk á hættu að vera úthrópað glæpa­fólk. Það getur átt von á að vera kært fyrir falskar ásak­anir og þurfa þá að sanna það sem lög­regl­unni tekst oft­ast ekki að sanna, að nauðgun hafi átt sér stað. Í þá stöðu er ekki hægt að setja fólk og það er óvið­un­and­i.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None